Kylfingur - 01.02.1965, Síða 21

Kylfingur - 01.02.1965, Síða 21
tJrdráttur úr skýrslu stjórnar Golfsambands íslands fyrir árið 1963—1964. Um landsmót í golfi 1964. Á 22. Golfþingi íslands í fyrra var samþykkt svohljóðandi á- lyktun: „22. Golfþing íslands sam- þykkir, að tilhögun landsmóta skuli þannig hagað í framtíð- inni, að einungis verði leiknar 18 holur á degi hverjum og mót- in standi fimm daga í stað fjög- urra.“ í sambandi við þessa álykt- un, lét stjórn .sambandsins boða til þessa golfþings og lands- mótsins degi fyrr en tíðkazt hef- ur að undanförnu, og væntir þess að reynslan leiði í ljós, hvort þetta fyrirkomulag sé til bóta. Á landsmótinu 1963 hafði tilhögun verið breytt þannig, eftir tilmælum stjórnar Golf- sambandsins, að meistarakeppn- in hófst á föstudegi og þá voru leiknar 18 holur, en á laugar- degi voru leiknar 36 holur og síðast 18 holur á sunnudegi. Þótti sú tilhögun vera til mik- illa bóta, sérstaklega þar sem venja er að landsmóti ljúki með sameiginlegu hófi þar sem verð- launaafhending fer fram, en nokkuð hafði borið á því áður, að menn kæmu þreyttir til þessa hófs. Með vaxandi þátttöku í meist- aramótunum, hafa ýmsir erfið- leikar komið í ljós, þegar leika á 36 holur á einum degi, og á þetta að sjálfsögðu og sérstak- ýmsa vegu, t. d. notast við hina árlegu bæjarkeppni, sem haldin er jafnframt íslandsmótum, og ýmislegt annað kæmi til greina. Er tillaga mín fyrst og fremst sett fram 1 þeim tilgangi að vekja menn frekar til umhugs- unar um þetta ágæta heimsmót, ef það mætti um leið ýta undir menn að fullkomna sig betur í þessari íþrótt, sem ryður sér til rúms meir og meir, bæði hér á landi sem annars staðar. Með golfkveðju. Sverrir Einarsson. lega við, þegar leikið er á níu holu völlum, eins og ávallt hef- ur verið til þessa. Hins vegar leiðir af breytingunni, að að- stæður allar verða rýmri og eðlilegri þá daga sem keppt er, og að keppendur þurfa þá ekki jafnframt að keppa við tímann. Afleiðing þess er einnig sú, að möguleiki er á því, að lengja keppni í 2. flokki og jafnframt taka upp unglingakeppni í sam- bandi við landsmótin, eins og stjórnin hefur lagt til að gert verði að þessu sinni. Gerir stjórn sambandsins það að tillögu sinni að í 2. flokki verði keppnin nú 72 holur í stað 36 hola keppni áður. Unglingakeppni í meistara- móti í golfi er nýmæli, og er í samræmi við ályktun síðasta Golfþings, þar sem beint var tilmælum til klúbbanna að þeir tækju upp keppni fyrir júníora, og sambandsstjórn var falið að undirbúa þátttöku þeirra í landsmótum í sérstökum flokki og ganga frá reglum þar að lút- andi. Á vegum Golfklúbbs Reykja- víkur var starfandi sérstök nefnd, sem vinna átti að því að koma á unglingakeppnum innan Golfklúbbs Reykjavíkur og efla unglingastarfið í klúbbn- um. Stjórn Golfsambandsins fól nefnd þessari að semja reglur og undirbúa að öðru leyti þátt- töku í landsmótinu fyrir sína hönd. Útbreiðslustarfsemi. Eins og áður segir í skýrslu þessari, hefur golfíþróttinni vaxið mjög mikið fylgi nú á síðastliðnu ári. í því ári voru innan vébanda Golfsambands- ins starfandi klúbbar, sem höfðu að meðlimatölu samtals 288 félaga. Heildarmeðlimatala klúbb- anna mun nú vera komin þó nokkuð á sjötta himdrað. Er þessi vöxtur hinn gleðilegasti. Hinn 4. marz síðastl. var hald- inn stofnfundur Golfklúbbs Suðurnesja, og voru stofendur 86, auk þess 25 erlendir auka- meðlimir. Tala félaga í klúbbn- um mun nú vera orðin milli 120—130. Aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins var Ásgrímur Ragn- ars, sem síðar var kosinn for- maður klúbbsins og hefur haft mestan veg og vanda að öllu starfi klúbbsins til þessa. Sveinn Snorrrason mætti á stofnfundi klúbbsins og stýrði fundinum. Lög klúbbsins voru við það mið- uð, að klúbburinn gerðist aðili að Golfsambandinu og sótti hann formlega um aðild að sam- bandinu með bréfi 14. maí 1964, og var aðildin samþykkt á stjórnarfundi Golfsambandsins 25. maí s.l. Fyrir þessu golf- þingi liggur að staðfesta aðild- ina. Stjórn Golfsambandsins vill nota þetta tækifæri til þess að bjóða hinn nýja klúbb velkom- inn til starfa og sérstaklega þakka Ásgrími Ragnars og fé- lögum hans, sem drengilega hafa unnið að því að hrinda í framkvæmd því átaki, sem gert hefur verið til eflingar golf- íþróttinni með stofnun golf- klúbbsins og með því að skapa golfiðkendum á Suðurnesjum þá aðstöðu, sem klúbburinn hefur gert. Eins og kunnugt er, þá hefur klúbburinn tekið á leigu tvær jarðir í nágrenni Keflavík- ur, í Leiru, og komið þar upp hinum myndarlegasta 9 holu velli í skemmtilegu umhverfi. Er áhugi þeirra Suðurnesja- manna geysilega mikill, og völl- urinn mjög vel sóttur, og er það okkur sér.stakt ánægjuefni. Golfklúbbur Ness. Á sama hátt og við hljótum að fagna þeirri aðstöðu, sem nýr 9 holu golfvöllur í Leiru veitir golfiðkendum á íslandi, þá hljót- um við einnig að fagna því, að nokkrir framtakssamir einstakl- ingar og þó fyrst og fremst Pét- ur Björnsson í Golfklúbb Reykjavíkur hafa látið gera hinn myndarlegasta 9 holu golf- völl á Suðurnesi á Seltjarnar- nesi við Reykjavík. Stofnendur golfklúbbsins hafa hugsað sér 19

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.