Kylfingur - 01.02.1965, Síða 22
REGLUGERÐ
fyrir Eldriflokkskeppni Golfklúbbs Reykjavíkur.
1. gr.
Bikarinn er úr silfri og stendur á stalli. Á bikarinn
er letrað: „Eldriflokkskeppni. Gefandi Félagsbókbandið
h.f. 1964“. Einnig er merki G R. grafið á hann.
2. gr.
Keppt skal um bikarinn á ári hverju, án forgjafar
og skal keppni lokið hinn 1. sept. ár hvert.
3. gr.
Keppni skal hefjast með undirbúningskeppni, 18 holu
höggleik, en framhaldskeppnin, skal vera holukeppni.
Þeir 16 kylfingar, sem höfðu lægstan höggafjölda í undir-
búningskeppni komast í framhaldskeppni.
4. gr
Kylfingar úr G. R. hafa einir rétt til keppni um
bikarinn, og þó aðeins að þeir séu fimmtugir eða eldri.
5. gr.
Bikarinn vinnst til eignar ef sami kylfingur vinnur
hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls.
6. gr.
Nöfn vinnenda og vinningsár skal letrað á þar til
gerða staði á bikarinn ár hvert. Veitt skulu sérstök verð-
laun sigurvegaranum í undirbúningskeppninni og einnig
til þeirra, sem kepptu til úrslita í framhaldskeppninni.
rekstur hans með nokkuð öðr-
um hætti en tíðkast um aðra
golfklúbba hérlendis, og hefur
klúbburinn sótt um aðild að
Golfsambandi íslands, en þó
nokkuð takmarkaða vegna sér-
stöðu sinnar sem einkaklúbbur.
Stjórn Golfsambands íslands
hefur ekki endanlega tekið af-
stöðu til þessarar umsóknar og
taldi rétt að hún biði þessa
þings, þar sem svo skammt er
liðið síðan umsóknin barst, og
taldi stjórn sambandsins rétt að
fá nánari skýringu á sérstöðu
klúbbsins, til athugunar á því,
hvort nokkuð væri til fyrirstöðu
aðild að sambandinu, eða nokk-
uð væri það í rekstri hans, sem
bryti í bága við lög sambands-
ins eða lög Í.S.Í.
Hvort heldur sem aðild þessa
klúbbs að sambandinu verður
samþykkt eða ekki, þá hlýtur
Golfsambandið að fagna þeirri
viðleitni sem þarna hefur verið
sýnd í verki, með því að skapa
aðstöðu til golfiðkana og efling-
ar golfíþróttinni, en það hlýtur
að vera mergurinn málsins og
höfuðtakmark Golfsambands-
ins, að stuðla að slíkri eflingu.
Væntir stjórn Golfsambands
íslands, að starf þessa klúbbs
megi vaxa og verða enn til efl-
ingar golfíþróttinni.
Önnur útbreiðslustarfsemi.
Stjórn Golfsambandsins og
einstakir meðlimir stjórnarinn-
ar hafa af fremsta megni leitazt
við að halda uppi áróðri fyrir
útbreiðslu golfíþróttarinnar.
Þannig hefur verið haft sam-
band við ýmsa aðila utan þeirra
staða, þar sem nú eru golfvell-
ir, svo sem á Akranesi, í Styk-k-
ishólmi, á Seyðisfirði og Eiðum
og Húsavík, með það fyrir aug-
um, að koma í náinni framtíð
á golfvöllum og aðstöðu til golf-
iðkana á þessum stöðum. For-
maður og varaformaður sam-
bandsins hafa sótt tvo sam-
bandsráðsfundi Í.S.Í. á síðast-
liðnu starfsári og hafa átt þess
kost að skiptast á skoðunum við
fulltrúa frá öðrum sérsambönd-
um og íþróttagreinum og gera
þeim grein fyrir gildi golfíþrótt-
arinnar. Er óhætt að fullyrða
það, að skilningur leiðtoga ann-
arra íþróttagreina hefur farið
vaxandi á gildi golfíþróttarinn-
ar, eins og í ljó.s kom fram á
Sambandsþinginu, sem haldið
var á Akureyri nú fyrir
skemmstu, í ræðum þingfull-
trúa. En hér verður Golfsam-
bandið og .stjórn þess og aðrir
velimnarar golfíþróttarinnar að
halda áfram og heimsækja þá
staði, sem áður hafa verið
nefndir til þess að kynna mönn-
um betur íþróttina og athuga
með aðstöðu fyrir iðkun henn-
ar á þessum stöðum.
Golfklúbbur Reykjavíkur
taldi á .síðastliðnu ári 240 fé-
laga, og hafði félagatala aukizt
úr 175 á árinu. Auk þess mun
nokkur frekari aukning hafa
orðið á félagatölu það sem af
er þessu ári, enda hefur aðstaða
til golfiðkana batnað allmjög á
vellinum við Grafarholt í
Reykjavík, en þar hefur nú
einnig verið hafin bygging
klúbbhúss.
Golfklúbbur Akureyrar
taldi á síðastliðnu starfsári 60
félaga, og hafði tala félaga auk-
izt um 2, en það sem af er þessu
ári, hefur golfleikurum á Akur-
eyri fjölgað, einkum eru það
yngri menn og unglingar, sem
við hafa bætzt, og er það góðs
viti.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
taldi á árinu 58 félaga, og
hefur aukning einnig þar orðið
20