Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 26

Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 26
fi — fi fi - O fc fi KRAFTUR OG Arnold Palmer er í dag álit- inn bezti og jafnframt þekkt- asti golfleikari heimsins. Fyrir 10 árum síðan veldur hann byltingu í golfleik, er hann brýtur sér leið á toppinn með ,,kraftsveiflunni“ svoköll- uðu, sem flestir hinna yngri golfleikara tileinka sér nú. Palmer hefur leikið golf síð- an hann var 5 ára gamall. Hann hefur trausta sveiflu, töluverða krafta og nóg sjálfstraust. Hann vann Meistaramót áhugamanna í 'Bandaríkjunum 1954 og MASTERS-keppnina 1958, 4 ár- um eftir að hann gerðist at- vinnumaður. Kanadisku Opnu- keppnina vann hann á fyrsta ári sínu sem atvinnumaður. Undirstöðuatriðin í golfi fékk Palmer frá föður sínum, sem Aræð i er golfkennari við Latrobe Golf- klúbbinn í Pennsylvaníu. Síðan Palmer gerðist atvinnumaður, hefur hann lagt að baki marga stóra sigra og eignazt aragrúa aðdáenda meðal bandarískra golfunnenda. Þeir hafa gert hann að eins konar dýrlingi íþróttarinnar og fylgja honum eftir í keppnum, tugþúsundum saman.. Þessir áhorfendur hans eru nefndir einu nafni, ,,her Pal- mers“, enda leikur hann djarft og teigskot hans eru meðal þeirra lengstu, sem sjást meðal atvinnumanna í golfi. Skömmu eftir að hann hóf atvinnuferil sinn, bætti hann öryggi sitt og högglengd í teigskotum, með þvi að færa boltann örlítið nær vinstra fæti og slá hann á upp- leið í sveiflunni. Með þessu móti urðu teigskotin fastari og hærri og minna rennsli á boltanum, er hann kom niður. Palmer er þekktur fyrir harð- an „endasprett“ í keppnum, og á hann þeim árangri einna mest að þakka, hve góður hann er að „pútta“. Bobby Jones, einn frægasti golfleikari allra tíma, heldur þvi fram, að Palmer sé bezti „púttarinn“,sem hann hafi komizt í kynni við. Hann vann fyrstu Masters-keppni sína 1958, með því að leika þrjár síðustu holurnar á „birdie". Síðan hef- ur hann endurtekið þetta í ótal keppnum og hvetja áhorfendur hann óspart til dáða, er líða fer að leikslokum. Golfíþróttin á sívaxandi vin- sældum að fagna um allan heim. Árið 1963 sýna hagskýrslur í Bandaríkjunum, að verðmæti seldra golfáhalda það ár nam helmingi meira en verðmæti seldra áhalda í öllum öðrum íþróttagreinum til samans. Að- sókn að atvinnukeppnum vex ört og hækka peningaverðlaun- in að sama skapi. í dag eru at- vinnumenn 1 golfi hæstlaunuðu íþróttamenn heimsins. Undanfarin 3 ár hefur Arnoid Palmer glímt við að vinna „slemmuna" svokölluðu, en það er að vinna á sama árinu þrjár eða allar af eftirfarandi keppn- um: Bandarísku Opnu-keppn- ina, Masters-keppnina, Atvinnu- manna-keppnina og Brezku Opnu-keppnina. Þetta hefur að- eins tveim mönnum tekizt áður, þeim Bobby Jones og Ben Ho- gan. Stærstu sigrar Arnold Palmer hafa verið að vinna Masters- keppnina 4 sinnum, Bandarísku Opnu-keppnina 2 sinnum, Brezku Opnu-keppnina 1 sinni, auk fjölda annarra keppna. Síð- ustu þrjú ár hefur sigurvegur- unum í þessum 4 stærstu keppn- um verið boðið að keppa saman að hausti ár hvert, í sérstakri keppni, þar sem veitt eru fyrstu verðlaun 50.000 dollarar, eða yfir 2 milljónir íslenzkra króna. Palmer er sá eini, sem hefur unnið ,sér rétt til þáttöku í öll skiptin. Samkeppnin meðal atvinnu- 24

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.