Kylfingur - 24.04.1989, Síða 9

Kylfingur - 24.04.1989, Síða 9
KYLFINGUR 9 skeið og eitt 3. stigs námskeið með samtals um 100 nemendum á aldrin- um 10—14 ára. Námskeiðin tókust mjög vel undir stjórn Jóns H. Karls- sonar og Ragnhildar Sigurðardótt- ur. I byrjun vors sóttu'þau námskeið á vegum GSÍ um unglingastarfsemi og kennslu í golfi, sem stjórnað var af sænskum leiðbeinendum og var í alla staði mjög gagnlegt. Rósmund- ur Jónsson sótti einnig þetta nám- skeið. Það má merkja, að golfskól- inn er þegar farinn að skila vaxandi fjölda unglinga inn í starfsemi klúbbsins og líkur á, að veruleg aukning verði á yngri kylfingum. Mótahald fyrir unglinga 15 ára og yngri var með hefðbundnum hætti þ.e. haldin voru mót mánaðarlega og auk þess 4 daga mót Jóns Agnars. Þess utan voru farnar skipulegar keppnisferðir á opin mót í Leirunni i mai og til Selfoss í ágúst, og lauk þeirri ferð með grillveislu í Öndverð- arnesi. Á síðasta ársþingi GSÍ var aldurs- skiptingu unglingaflokka i mótum GSÍ breytt á þann veg, að eldri flokkur skildi skipaður unglingum 19—21 árs en yngri 18 ára og yngri (var áður 15 ára). Þessi ráðstöfun varð til þess að unglingar á aldrinum 13—15 ára misstu tækifæri til keppni við jafningja sína, þ.e. þeir lentu í flokki með mun eldri ungling- um. Áformað er að bæta úr þessu og stofna nýjan flokk 14 ára og yngri á næsta golfþingi. Þessi breyting hefði það einnig í för með sér, að ungling- ar 19—21 árs fjarlægðust nokkuð aðra unglinga í starfsemi klúbbsins, og væru þeir að mestu leyti í meist- araflokksverkefnum. Undirbúningur keppenda okkar í GSI-mótin, þ.e. unglingameistara- mótið og sveitakeppni unglinga', var í megindráttum með þeim hætti, að unglingar með 15 í forgjöf og lægra sóttu fasta vikulega kennslutima hjá J- Drummond í mars og apríl, auk þess sem þeir höfðu æfingaaðstöðu mnanhúss hjá honum. Síðan var endurtekin 4 tíma kennslulota í júni. Keppnisvellir voru heimsóttir í hópferðum eftir atvikum 5 til 1 degi fyrir mót. Árangur okkar manna var ekki góður í unglingameistaramótinu, sem haldið var á Hellu. í flokki 18 ára og yngri áttum við bestan árang- ur um 20. sæti. I flokki 19—21 árs áttum við 2 keppendur, sem voru í 6.—8. sæti. Flestir keppenda okkar í þessum flokki voru uppteknir í stigamóti annars staðar. En í stúlknaflokki varð Ragnhildur Sig- urðardóttir í 2. sæti. í sveitakeppni unglingagekk hins- vegar heldur betur. GR sendi 2 sveit- ir í flokk 18 ára og yngri, sem keppt var í á Akranesi. Önnur sveitin hafn- aði í 3. sæti en hin í 7. sæti af tólf. I sveitakeppni 18—21 árs sendi GR 2 sveitir á Hvaleyrarvöll og bar A- sveit okkar sigur úr bítum og B- sveitin hafnaði í 3. s^eti, sem er glæsilegur árangur. „Stroke — saver.“ Á vegum GR er verið að vinna að gerð ,,stroke-savers“, þ.e. hand- hægs bæklings með fjarlægðar- merkingum á hverri braut. Það er belgískt fyrirtæki, sem hefur einka- rétt á gerð þessara ,,stroke-savera“, eins og sjá má á golfvöllum víða um heim. Fólk frá þessu belgíska fyrir- tæki er búið að vera hér á vellinum í nokkra daga og mæla hann allan hátt og lágt, jafnframt því sem það hefur fengið nákvæmar loftmyndir af svæðinu. Bæklingur þessi verður síðan seldur i versluninni fyrir 200-300 krónur og getur þann- ig orðið klúbbnum nokkur tekju- lind. En auðvitað er aðalatriðið, að með bæklingnum verða allar mælingar auðveldar. Hér tel ég vera um mjög gott mál að ræða fyrir GR. Að lokum vil ég þakka meðstjórn- endum mínum og öllum félags- mönnum fyrir ánægjulegt sam- starf. Flutt af Hannesi Guðmundssyni, formanni GR á síðasta aðalfundi. Frá verðlaunaafhendingu ífirmakeppni 1988.

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.