Kylfingur - 24.04.1989, Síða 35

Kylfingur - 24.04.1989, Síða 35
kylfingur 35 Sigurvegarar í 1. flokki kvenna og karla: Aðalheiður Jörgensen og Frans P. Sigurðsson. 3. sæti á 252 höggum og Ásgerður í 4. sæti á 256 höggum. Steinunn Sæmundsdó’ttir lék ágætlega á lokadegi og sigraði næsta örugglega. Lék hún samtals á 329 höggum og var 5 höggum á undan næstu konu, sem var Ásgerður Sverrisdóttir, en hún lék allra kvenna best á þessum degi eða 78 höggum. Ásgerður var þvi á 334 höggum, höggi á undan Karen Sævarsdóttur, sem hafnaði i 3. sæti, höggi á undan Ragnhildi Sigurðardóttir. Þessar konur skáru sig mjög úr í meistara- flokki kvenna. Keppnin í 1. flokki karla var skemmtileg allan tímann. Þar sigraði Frans Páll Sigurðsson GR, og var sigur hans verðskuldaður, þar sem hann var eini keppandinn i þessum Rokki, sem lék alla hringina undir 80 höggum. Frans lék samtals á 313 höggum. í 2. sæti varð Hörður Arnarson GK á 315 höggum, og 3. sætinu náði Arnar Baldursson GÍ með frábærum leik á siðasta degi og umspil við Magnús Karlsson GA og Viðar Þorsteinsson GA, sem voru á sama skori en hlutu 4. og 5. sæti. Mikil barátta var í 1. flokki kvenna, og færðist forystan á milli keppenda frá degi til dags. En að lokum stóð Aðalheiður Jörgensen GR uppi sem sigurvegari, lék samtals á 370 höggum. í 2. sæti hafnaði Erla Adolfsdóttir GG á 373 höggum, en Ágústa Guðmundsdóttir GR varð 3. á 377 höggum. Oskar Ingason GR varð sigur- vegari í 2. flokki karla á 332 högg- um, en Ólafur Jónsson NK sótti fast að honum á síðasta degi og hafnaði í 2. sæti á 333 höggum samtals. í 3. sæti varð hins vegar Jens Jensson GR á 335 höggum samtals. í 2. flokki kvenna varð Elísabet Á. Möller GR öruggur sigurvegari á 394 höggum. Jafn örugg í 2. sæti varð Jóhanna Waagfjörð GR á 401 höggi, en í 3. sæti varð Gerða Halldórsdótt- ir GS á 408 höggum. í 3. floki karla varð baráttan geysi- hörð á milli tveggja efstu manna og lauk ekki fyrr en í umspili, þar sem þeir urðu jafnir á 350 höggum eftir 72 holur. En í umspilinu sigraði Odd- ur Jónsson GA og hlaut því 1. sætið, en Hallgrímur T. Ragnaiisson GR varð að láta í minni pokann og hafnaði í 2. sæti. 3. sætið hlaut Úlfar Ormarsson GR á 356 högg- um. Atvinnukylfingar á íslandi eru ekki margir, en nokkrir þeirra sem eru við kennslu hér tóku þátt í móti, sem leikið var á sama tíma og Lands- mótið. Má segja, að hér hafi verið um eins konar sýningarmót að ræða. Þar lék John Drummond GR lang- best og var á 301 höggi. Mótið fór hið besta fram, og voru keppendur íþróttinni til sóma. Ekki var vitað annað en öllum, nema ein- um, hefði þótt mótið hafa tekist til á hinn besta máta. Verðlaunahafar með forseta GSI. IÉeIsI iTv

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.