Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 6

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 6
6 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Hvatningarátakið „Allir vinna“ verður framlengt út allt þetta ár, samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðar- dóttir upplýsti þetta á kynningar- fundi vegna átaksins Ísland 2020, eftir ríkisstjórnarfund í gær. Undir hatti átaksins getur fólk meðal annars fengið endurgreidd- an virðisaukaskatt vegna viðhalds og endurbóta á eigin húsnæði. Jóhanna vísaði til könnunar Capacent um að þrír fjórðu aðspurðra hefðu tekið eftir átakinu og að rúmlega 40 prósent segðu lík- legra að þeir réðust í framkvæmd- ir vegna þess. Jóhanna segir 20 af áætluðum 28 milljörðum króna þegar hafa verið varið í átakið, en segir ekki gert ráð fyrir að leggja þurfi því til meira fjármagn. Þá upplýsti Jóhanna að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að stofna ráðherranefnd sem hún og Stein- grímur J. Sigfússon færu fyrir og tæki sérstaklega til uppbyggingar í atvinnumálum. „Starf hennar verð- ur tvíþætt, í fyrsta lagi snýst það um atvinnustefnu og sköpun starfa og í öðru lagi um vinnumarkaðsúr- ræði,“ segir hún og kveður að boð- aðir verði til þátttöku aðilar vinnu- markaðar og fulltrúar þingflokka, auk þess sem ráðherrar annarra ráðuneyta komi að starfinu eftir þörfum. Verkefni ráðherranefnd- arinnar segir Jóhanna einnig falla að og skarast við starf undir merkjum Ísland 2020. - óká Ríkisstjórnin samþykkir að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna“ út þetta ár: Ráðherranefnd taki á atvinnumálum STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögur stýrihóps Sóknar- áætlunar undir heitinu Ísland 2020. Um er að ræða stefnu sem felur í sér tuttugu mælanleg markmið um samfélagslega þróun. „Ég vil nota tækifærið og hrósa ríkisstjórninni fyrir þann kjark sem ábyggilega þarf til þess að leggja fram skýra framtíðarsýn. Það hefur ekki oft verið gert, hvað þá með skilgreindum mælanleg- um markmiðum þannig að taka megi stjórnvöld árlega til prófs og sjá hvernig miðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs Reykjavíkur, á kynningarfundi í Stjórnarráðinu í gær. Hann leiddi starf stýrihópsins. Dagur segir tillögurnar meðal annars fela í sér róttæka uppstokk- un á því hvernig fjárlög og fjárfest- ingar hafi hér verið ákveðin. „Í stað þess að gera þetta til eins árs eru allar þessar áætlanir sameinað- ar og lagðar fram til miklu lengri tíma.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra, sem sæti átti í stýri- hópnum, upplýsti að meðal þeirra markmiða sem ná ætti á næsta ára- tug væri að koma hlutfalli þeirra sem eru án formlegrar framhalds- menntunar úr 30 prósentum í tíu prósent. Hún sagði að í undirbún- ingsstarfi hópsins hefði sér þótt merkileg áhersla almennings, sem fram hefði komið á þjóðþingi, á að efla menntun. „Annað sem upp úr stendur er tækifærin sem fólk sá til atvinnusköpunar í þekkingariðn- aði, í skapandi greinum og einnig í ferðaiðnaði.“ Ítarlegar upplýsingar um Ísland 2020 er að finna á vef forsætisráðu- neytisins, en stefnumörkunin er sögð hafa orðið til í umfangsmiklu samráði, sem meðal annars fól í sér samtöl og samvinnu hundraða Íslendinga um land allt. Þátt tóku landshlutasamtök, sveitarfélög, verkalýðshreyfingin og samtök í atvinnulífi auk fulltrúa Alþingis og Vísinda- og tækniráðs. Gerð er sóknaráætlun fyrir hvern lands- hluta fyrir sig. „Ísland 2020 er afrakstur stefnu- mótunarfunda, vinnu sérfræði- hópa, stöðumats háskólastofnana og greiningar stjórnsýslunnar á því hvaða utanaðkomandi þættir gætu haft áhrif á þróun íslensks sam- félags á næstu árum. Þessi vinna var undir merkjum Sóknaráætlun- ar sem ríkisstjórnin efndi til árið 2009,“ segir í kynningu forsætis- ráðuneytisins. olikr@frettabladid.is ÁÆTLUN KYNNT Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, kynntu tillögur „Ísland 2020“ í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Setja sér mælanleg markmið til tíu ára Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um þróun íslensks samfélags og árangur í efnahagsmálum til ársins 2020. Árangur er mælanlegur í 20 liðum. Átakið „All- ir vinna“ hefur verið framlengt í ár og ráðherranefnd skipuð um atvinnumál. Markmið sóknaráætlunarinnar Ísland 2020 Samfélagsmarkmið sem ná skal fyrir árið 2020 1. Minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4 í 7,0 prósent. 2. Lækka hlutfall atvinnulausra (>12 mán.) niður fyrir 3 prósent. 3. Auka jöfnuð með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25. 4. Bæta stöðu jafnréttismála. Global gender gap index vísitalan verði nálægt 0,9. 5. Auka vellíðan og góða andlega heilsu. Meðaltal WHO 5 kvarða fari úr 64 í 72. 6. Hlutfall 22-66 ára fólks án formlegrar framhaldsmenntunar fari úr 30 niður í 10 prósent. 7. 4 prósent landsframleiðslu fari í rannsóknir, þróun og nýsköpun. Hlutfall framlags fyrir- tækja í samkeppnissjóði og markáætlanir verði 70 prósent á móti 30 prósenta framlagi ríkisins. 8. Ísland verði meðal 10 efstu þjóða í rafrænni stjórnsýsluvísitölu Sameinuðu þjóðanna. 9. Hátækniiðnaður skapi 10 prósent af landsframleiðslu og 15 prósent útflutningsverðmæta. 10. A.m.k. fimmtungur eldsneytis í sjávarútvegi verði vistvænn og einnig í samgöngum. 11. Ísland taki að sér sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. 12. Vistvæn nýsköpun verði helsta vaxtargrein næsta áratugar, með 20 prósenta árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011. 13. 75 prósent nýrra bifreiða, undir fimm tonnum, gangi fyrir vistvænu eldsneyti. 14. Hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10 prósent. 15. Lesskilningur íslenskra grunnskólanemenda og læsi á stærðfræði og raungreinar verði sambærilegur við 10 efstu þjóðir á PISA kvarða OECD. Efnahags- og þróunarmarkmið sem ná skal fyrir árið 2020 1. Skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60 prósent af landsframleiðslu. 2. Verðbólga verði ekki meiri en 2,0 prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst. 3. Skammtímavextir verði ekki meira en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem þeir eru lægstir. 4. Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu. 5. Vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætíð sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu. STJÓRNSÝSLA Fulltrúar Sólheima í Grímsnesi og sveitarfélagsins Árborgar hittust hjá ríkissáttasemj- ara í gær til að ræða fyrirkomulag varðandi rekstur stofnunarinnar. Á fundinum kynntu Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmda- stjóri Sólheima, og Ásta Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Árborg- ar, sjónarmið sín fyrir Magnúsi Stefánssyni ríkissáttasemjara. Munu þau í framhaldinu afla frekari gagna fyrir næsta fund. „Það var rætt um að fara með þetta mál eins og önnur mál hjá sáttasemjara, að aðilar taka sér hlé í að ræða við fjölmiðla á meðan við- ræður standa yfir og beina öllum fyrirspurnum á sáttasemjara,“ sagði Guðmundur Ármann eftir fundinn. Ekki náðist í Ástu síðdegis í gær. Með Guðmundi á fundinum var Guðmundur Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra og framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs, sem situr í stjórn Sólheima. Með Ástu sat fundinn Arna Ír Gunnarsdóttir frá Svæðisskrifstofu um málefna fatl- aðra á Suðurlandi. Magnús Jónsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, var á fundinum og mun verða ríkissátta- semjara til fulltingis í málinu. - gar Fulltrúar Árborgar og Sólheima lögðu spilin á borðið hjá ríkissáttasemjara: Fjölmiðlabann í Sólheimamáli SEST AÐ SAMNINGABORÐI Rekstur Sólheima eftir færsluna á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga var rædd- ur hjá ríkissáttasemjara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í fyrrinótt. Um var að ræða hass, marijúana og amfetamín en talið er að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á peninga sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefna- sölu. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og játaði hann sök. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. - jss Fíkniefni í Kópavogi: Fíkniefnasali var handtekinn Almennur skilafrestur á tilnefningum (ábendingum) vegna Blaðamannaverðlauna ársins 2010 er til föstudagsins 21. janúar 2011 kl. 16:00. Eins og áður eru verðlaunin eru veitt í þremur flokkum en þeir eru þessir: Besta umfjöllun ársins 2010 Rannsóknarblaðamennska ársins 2010 Blaðamannaverðlaun ársins 2010 Almenningur getur komið með tilnefningar með því að fara inn á vef Blaðamanna- félagsins www.press.is á þar til gert tilnefningarsvæði. Tilgreina þarf nafn blaðamanns eða blaðamanna, miðil, hvað tilnefnt er fyrir, hvenær það birtist og rök fyrir tilnefningunni. Einnig er hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla 23, 108 Reykjavík, ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Dómnefnd mun síðan fara yfir tilnefningarnar og tilkynna um verðlaunahafa 26. febrúar nk. Blaðamannaverðlaun 2010 Blaðamannafélag Íslands KJÖRKASSINN Ætlar þú að fylgjast með HM í handbolta? Já 37,8% Nei 62,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að þetta ár verði betra fyrir þig en hið síðasta? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.