Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 16

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 16
16 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Vinsælasta staðhæfing dægurumræðunnar er sú að karp stjórnmála-manna sé allt að drepa. Rökræður eru þó einn af horn- steinum lýðræðisins. Þær eru því ekki vandamál nema þegar ofvöxt- ur hleypur í rýrt innihald þeirra. Á gamlaársdag skrifuðu for- menn stjórnmálaflokkanna sam- tals tíu greinar bæði í þetta víð- lesna dagblað og hitt sem minna er lesið. Aukheldur ræddu þeir saman í tvo klukkutíma á Stöð 2 og forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á ljósvakanum. Í allri þessari umræðu var stærsta og flóknasta við- fangsefni stjórn- málanna ekki á dagskrá. Það er peningamála- stefnan sem allt annað veltur á. Ríkisstjórnin er þverklofin í málinu og því ráðlaus við val á leið úr þeim ógöngum sem peningastefnan leiddi þjóðina í. Í báðum stjórnar- andstöðuflokkunum eru einnig skiptar skoðanir. Þegar þannig er jafnt á komið með öllum getur þögnin vissulega verið vörn í skamman tíma. Í þessari áramótaþögn felst hins vegar hvorki vörn né sókn fyrir fólkið í landinu. Heimilin og fyrirtækin eru eftir sem áður í sömu óvissu um framtíðina. Þótt fólk sé leitt á karpi er rökræða um framtíðarstefnu á þessu sviði óumflýjanleg. Samstaða sem byggist á inni- haldsríkum niðurstöðum er lofs- verð. Aftur á móti er samstaða um ráðleysi ámælisverð. Það sem þeir þögðu um Stjórnmálaflokkarnir hafa þó ekki alfarið leitt umræðuna hjá sér. Illugi Gunnarsson flutti þannig afar athyglisverð erindi í nóvem- ber í félagsskap hagfræðinga og eins sjálfstæðismanna í Kópavogi þar sem hann afmarkaði með skýrum hætti í ljósi reynslunnar líklegustu leiðirnar án útilokunar á nokkrum kosti. Efnahagsráðherra skrifaði í desember áhugaverða Frétta- blaðsgrein þar sem hann nálg- aðist viðfangsefnið í ljósi nýrrar skýrslu frá Seðlabankanum um möguleikana í stöðunni og fylgi- fiska þeirra. Sú skýrsla kom að vísu fimm árum of seint. Það er til áminningar um hversu afdrifa- ríkt getur reynst að koma sér hjá því að taka á pólitískt snúnum viðfangsefnum. Framsóknarflokkurinn birti skýrslu um nýjar leiðir í peninga- málum fyrir röskum tveimur árum. Hún sýndi þá markvert pólitískt frumkvæði. Sjaldgæft er að flokkar láti það sem þeir gera best liggja í þagnargildi eins og varð í þessu til- viki. Ekkert ferskt hefur hins vegar komið úr röðum VG um þessi efni. Úr fræðasamfélaginu hefur Ragnar Árnason prófessor nýlega bent á að peningastefna Seðlabankans á árunum fyrir fall bankanna hafi skuldsett landið svo mikið að hrun hafi verið óumflýjanlegt. Hann stað- hæfði einnig að íslensk fyrir- tæki geti ekki staðist samkeppni erlendis frá með áframhaldandi fjármagnshöftum. Um þessa skýringu á hrun- inu og böli haftanna eru flestir á einu máli nú. Spurningin er: Hvaða leið á að velja inn í fram- tíðina? Vísir að málefnalegri umræðu Færar leiðir eru nokkrar. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir í nýlegri fræðigrein að líklegast sé að tvö kerfi standi af sér áföll: Annars vegar krónan í skjóli gjaldeyrishafta og hins vegar evra með aðild að Evr- ópusambandinu. Þetta hlýtur þó að fara nokkuð eftir því hvaða mark- mið menn setja sér. Minni áhersla á stöðugleika fjölgar leiðunum en eykur líkur á áföllum. Stöðugleikamarkmiðið er helsta kappsmál launþega. Atvinnufyrir- tækin horfa á stöðugleika og sam- keppnisstöðu. Fyrir hrun var ekk- ert tillit tekið til samkeppnishæfni venjulegra fyrirtækja við fram- kvæmd peningastefnunnar. Fyrir þá sök sætti hún gagnrýni frá tals- mönnum þeirra og launþega. Hins vegar voru hluthafar í eignarhalds- félögum og bönkum afar ánægðir meðan ævintýrið stóð sem hæst. Króna með gjaldeyrishöftum getur tryggt stöðugleika. Hún dregur á hinn bóginn úr hagvexti og rýrir kjörin. Þremur árum eftir að hrun krónunnar fór af stað eru enn engar horfur á útflutnings- hagvexti. Eigi að tryggja stöðug- leika með krónu án beinna hafta þarf gífurlega öflugan gjaldeyris- varasjóð og margs konar takmark- anir á bankaviðskiptum og útlána- starfsemi ásamt með mun harðari aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármál- um. Við getum þá þurft að velja milli gjaldeyrisvarasjóðs og mikil- vægra velferðarviðfangsefna. Evran krefst einnig viðvarandi aðhaldssemi í stjórn peningamála og í ríkisbúskapnum. Hún kallar þó ekki á að velferðarverkefn- um verði fórnað fyrir gjaldeyr- isvarasjóð. Á hinn bóginn þarf vinnumarkaðurinn að sýna fram á sveigjanleika þegar breytingum á samkeppnisstöðu verður ekki mætt með gengislækkunum. Öllum leiðum fylgja þrautir. En hjá valinu verður ekki komist. Þrautirnar verða mestar ef þegja á málið í hel með staðhæfingum um að önnur mál séu nú brýnni. Þeir sem þannig tala segja ekki satt og ráða ekki heilt. Leiðirnar og þrautirnar ÞORSTEINN PÁLSSON A lþýðusambandið leggur upp með að auka kaupmátt launafólks í nýhöfnum viðræðum um nýja kjarasamn- inga á almenna vinnumarkaðnum. Samtök atvinnulífs- ins hafa bent á að launahækkanir hér á landi hafi á árabilinu 2005-2009 verið miklu meiri en að meðaltali í OECD-löndunum, eða um 32 prósent í samanburði við um tíu prósent. Á móti hefur ASÍ bent á að á sama tíma hafi kaupmáttur almennings hrunið. Hann náði hámarki um leið og góðærið, árið 2007, en hrundi á árunum 2008 og 2009. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í Frétta- blaðinu í gær að líklega hefðu launamenn hvergi í heiminum farið verr út úr bankahruninu en Íslendingar. Hann benti jafn- framt á þá staðreynd að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunarinnar er vegna hruns krónunnar; það þurrkaði upp 15 prósent af dag- vinnulaunum fólks. Vegna minni atvinnu hafa ráðstöfunartekjur heimilanna minnkað enn meira en sem því nemur, eða um rúmlega tuttugu prósent. Í umræðum um bankahrunið er stundum talað eins og það sé raunhæft markmið að koma lífskjörum almennings fljótlega aftur í sama horf og þau voru árið 2007. Það er því miður aðeins óskhyggja. Þau lífskjör byggðust á útblásnu bóluhagkerfi og hátt skráðum gjaldmiðli. Það mun taka langan tíma að ná aftur sama kaupmætti og það viðurkennir forseti Alþýðusambandsins. Hann segir að fyrir millitekjufólk, sem hefur orðið fyrir enn meiri kaupmáttarskerðingu en fólk með lágar tekjur, taki sennilega áratug að vinna upp skerðingu síðustu ára. Gylfi bendir á það sem ætti að vera orðið augljóst fyrir þjóð sem áratugum saman hefur búið við óstöðugt efnahagsumhverfi, þar sem umsamdar kjarabætur hafa horfið út í buskann þegar gengi krónunnar hefur fallið: „Það er engin launung að það efna- hagsumhverfi og gjaldmiðill sem byggt verður á þarf að vera eitt- hvað traustara en það sem tíðkast hefur hingað til svo að tryggt verði að það sem vinnist hverfi ekki aftur tíu árum seinna.“ Þetta er lykilatriði við gerð kjarasamninga. Þar dugir ekki að horfa til skamms tíma, heldur verður að skoða allt umhverfi vinnumarkaðarins til lengri tíma. Launahækkanir munu enga þýðingu hafa ef ný dýfa gjaldmiðilsins tekur þær aftur af fólki. Allt tal um að skapa íslenzkum almenningi sambærileg lánakjör og fólk í nágrannalöndunum býr við, með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar, er sömuleiðis út í bláinn ef við ætlum áfram að búa við lítinn, sveiflukenndan gjaldmiðil. Þess vegna ætti það að vera skýr krafa bæði verkalýðshreyf- ingar og vinnuveitenda að ríkisstjórnin haldi áfram vegferð sinni í átt til ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Engum hefur tekizt að sýna fram á betri kost til að tryggja stöðugleika. Hinir mörgu spádómar um hrun evrunnar og upplausn evrusvæðisins eru ótímabærir. Þeir sem telja að allt sé að fara til fjandans á evru- svæðinu mættu gjarnan skoða aðeins betur hvernig okkur hefur farnazt hér á krónusvæðinu. Hvernig tryggjum við kjörin til langs tíma? Krónan og kaupmátturinn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Komdu í Yoga Styrkur og jafnvægi Góð slökun - rétt öndun - njótum andartaksins og dveljum í núinu. 11. jan hefst nýtt námskeið í Sjúkraþjálfaranum Strandgöta 75 Hafnarfirði. Kennt þriðjudaga kl. 18.15 og fimmtudaga kl. 18.15. Skráning í síma 6910381 - Sanngjarnt verð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.