Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 36
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng HEILSURÁÐ AFREKSÍÞRÓTTAMANNA ● MINNI SÓSU, TAKK! Flestir Íslendingar eru hrifnir af sósum og þegar Brynjar Þór Björnsson körfuknattleiksmaður var yngri spáði hann lítið í (ó)hollustugildi þeirra. „Þegar ég tók mataræðið í gegn voru allar sósurnar sem við höfum með mat skornar við nögl. Sósan með lambinu, kokkteilsósan á hamborgarann eða bernaisinn. Þessu var öllu skellt til hliðar,“ segir Brynjar. „Það er einnig nauðsynlegt að passa sig á unnum kjötvörum svona eins og spægipylsu, skinku eða pylsum. Þær eru ekki næringarríkar og því ættu allir að borða eins lítið af þeim og þeir geta. Maður finnur það nú um hátíðarnar þegar maður borðar mikið af hangikjöti eða hamborgarhrygg að líkaminn er ekki hrifinn af gríðarlega söltum mat.“ Brynjar bætir svo við að hreyfingin sé náttúrlega mikilvæg með góðu mataræði. „Það er því lykilatriði að maður finni sér skemmtilega líkamsrækt. Körfubolti er frábær líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri enda þarf einungis tvo til að spila og hreyfingin sem fylgir er krefjandi.“ ● BORÐAR MEIRA EN GÓÐU HÓFI GEGNIR Sigurður „Gleði- gjafi“ Eggertsson handknattleiksmaður segist seint verða talinn rétti maðurinn til að miðla heilsuráðum því eins og þeir sem hann umgang- ist viti eigi sælgætisát hug hans allan. Hann er þó til í að reyna. „Sko, til að byrja með borða ég meira en góðu hófi gegnir. Þar sem ég er þannig náttúraður að safna ekki holdum er ótakmarkað át góð leið til orkusöfnunar fyrir krefjandi dag. Þó að vissulega slæðist inn óhollusta hlýtur bara í lok dags að vera kominn nokkurn veginn ráðlagður dagskammtur af öllu þessu helsta sem maður þarf til að við- halda sjálfum sér,“ segir Sigurður. „Fæðubótar- efnin forðast ég. Ég reyni svo að hreyfa mig eins mikið og líkaminn leyfir á hverjum degi en góð hvíld er þó ávallt gulls ígildi. Jóga er svo eitthvað sem ég hef ekki enn öðlast þroska til að iðka en vonandi kemur það með árunum.“ ● VERÐUR AÐ VERA GAMAN Mikið hefur verið að gera hjá Hrafnhildi Lúthersdótt- ur sunddrottningu á undanförnum misser- um. Íslandsmet hafa fokið, flugferðum fjölgað og æfingarnar taka alltaf sinn tíma. Heilsuráð hennar eru einföld. „Það sem hefur virkað vel fyrir mig í sundinu er aðallega að sofa vel og borða nóg, drekka nóg af vatni og stunda æfingarnar af sam- visku,“ segir Hrafnhildur. „Og svo auðvitað að hafa gaman af því sem ég er að gera.“ Ísland á mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu. Fyrst þarf þó aukna samvinnu milli aðila á því sviði, stuðla að gæðum og kynna sérstöðu landsins út á við segir Magnús Orri Schram, formaður Sam- taka um heilsuferðaþjónustu. „Það virðist vera almennt álit að Ísland eigi mikla möguleika á sviði heilsuferðaþjónustu. Það er alveg gríðarlegur áhugi á þessu viðfangsefni,“ segir Magnús Orri Schram, formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu, sem stofnuð voru í ársbyrjun árið 2010 í þeim tilgangi að skoða ofan í kjölinn og efla heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Að sögn Magnúsar Orra hefur Ísland mörg sóknarfæri í heilsu- ferðaþjónustu og vísar þar í óspillta náttúru, matvæli og jarðhita. „Við eigum mikið af heitu vatni og það getur orðið það sértæka sem vekur athygli ytra. Um leið getum við nýtt það aðdráttarafl sem það hefur til að styrkja aðra þætti heilsuferða- þjónustu hérlendis,“ segir hann og tekur sem dæmi um slíkt kortlagn- ingu Vatnavina á heitum laugum á Vestfjörðum til að byggja upp at- vinnuskapandi starfsemi tengda þeim. Fyrir það starf hlutu Vatna- vinir Eden-ferðamálaverðlaunin virtu á síðasta ári og Vestfirðir voru valdir á meðal 25 heitustu áfangastaða í heiminum. Magnús Orri segir þetta sýna hve mikilvægt er að markaðssetja sérstöðu Íslands. „Það er gríðar- leg samkeppni í heilsuferðaþjón- ustu um allan heim og mikið af glæsilegum pökkum í boði á verði sem við gætum líklega aldrei boðið. Við getum hins vegar mark- að okkur sérstöðu með því að ein- blína á samspil náttúrunnar við vellíðan eða lækningu. Bláa lónið er gott dæmi um slíkt. Þar gegnir náttúran veigamiklu hlutverki í upplifun gesta.“ Ekki er þó síður mikilvægt að leggja áherslu á að veita heilbrigðis- þjónustu til erlendra aðila, en hún er enn skammt á veg komin að sögn Magnúsar Orra. „Bæði má horfa til þess að nýta betur þá aðstöðu sem við höfum nú þegar byggt upp í heilbrigðisgeiranum eða byggja sérhæfða spítala sem nýtast við aðgerðir á erlendum sjúklingum.“ Hann telur að þetta gæti styrkt heilbrigðisþjónustuna og skilað meiri tekjum í þjóðarbúið. „Svo ekki sé talað um lengra ferðamannatímabil, því ferða- menn sem koma vegna lækninga eða til heilsubótar eru ekki eins háðir veðri og til í að greiða fyrir aukna þjónustu. Í stað þess að stefna hingað milljón ferðamönn- um innan fárra ára, eins og hefur verið markmið ferðaþjónustunn- ar, og á tilteknum árstíma, gætum við jafnað betur heimsóknir yfir árið, og aukið tekjur af hverjum. Markmiðið ætti frekar að vera að ná í milljón krónur út úr hverj- um ferðamanni en að ná í milljón ferðamenn. En áætlað er að tekj- ur af ferðamanni í heilsuferðaþjón- ustu séu tvöfaldar á við tekjur af venjulegum ferðamanni.“ - rve Heilsuparadísin í norðri Magnús Orri segir Bláa lónið, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og Jarðböðin við Mývatn dæmi um vel heppnað framtak á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar- verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 2. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 52 84 0 12 /1 0 • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Fersk sending Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:                  !   "#   $  %&'(     
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.