Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 48
Jarðarberjahristingur:
1 bolli jarðarber
½ banani
½ bolli safi úr greipaldini
½ bolli létt vanillujógurt, frosin
½ bolli tófú
1 msk. möndlusmjör
Sletta af hunangi eða agavesírópi ef
vill.
Öllu hrært vel saman í blandara.
Grænn orkudrykkur:
4 gulrætur
15 spínatlauf
10 steinseljustilkar
6 sellerístilkar,
1 msk. sítrónusafi
Mulinn klaki
Pressið safann úr öllu saman í
safapressu. Bætið sítrónusafanum
út í og hrærið vel. Hellið yfir klaka í
glösum og berið fram strax.
TVEIR HRESSANDI DRYKKIR
MYND/NORDICPHOTOS GETTY
Hvaderimatinn.is er gagnleg heimasíða sem gefur notendum kost á að útbúa
matseðil fyrir vikuna eða mánuðinn með nokkrum einföldum handtökum og
því næst innkaupalista. Síðan hefur einnig að geyma uppskriftir, húsráð og
ábendingar um tilboð og afslátt á veitingastöðum.
Fyrsta matarfræðiritið
er líklega La Physio-
logie du Goût (Eðli
bragðsins)
eftir Frakk-
ann Jean
Anthelme
Brillat-Savarin
frá 1825. Hún fjallar
um samband skilning-
arvitanna og matar.
Þó daginn sé örlítið tekið að
lengja er enn langt til vors.
Þreyta og slen einkennir oft
þessar fyrstu vikur eftir há-
tíðarnar og mörgum reynist
erfitt að koma sér fram úr á
morgnana.
Ískaldir og frískandi ávaxta- eða
grænmetisdrykkir geta gefið
okkur þá orku sem vantar upp á
til að komast í gegnum daginn.
Víða á vefnum er að finna góðar
uppskriftir að góðum safa. Einnig
má láta hugmyndaflugið ráða og
blanda úr því sem til er í ísskápn-
um í það og það skiptið.
Ef blandari eða safapressa er
til á heimilinu þarf ekki að vera
flókið að útbúa hressandi og hollt
orkuskot.
- rat
Fjördrykkir í
skammdeginu
Móðurmjólkin er besta næringin fyrir ungbarnið og er
ráðlagt að hún sé eina næring þeirra fyrstu sex mán-
uðina, að D-vítamíni undanskildu. Eftir það er mælt
með að við bætist grautar, grænmeti, ávextir og fleira.
www4.landspitali.is
www.is.wikipedia.
org