Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 53

Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 53
Lykilstörf í upplýsingatækni og hugbúnaðargerð Leitum að öflugum einstaklingum fyrir úrvals vinnuveitendur Síðumúla 5, 108 Reykjavík Sími 511 1225 Fax 511 1126 www.intellecta.is Oracle Starfið felst í rekstri Oracle gagnagrunna (DBA) fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Oracle (DBA) reynsla er æskileg en reyndir hugbúnaðarsérfræðingar sem hafa áhuga á að breyta til og starfa sem Oracle sérfræðingar koma vel til greina. Vottanir eru æskilegar en séu þær ekki fyrir hendi er gert ráð fyrir að viðkomandi öðlist slíkar gráður á fyrstu mánuðum í starfi. Gott tækifæri í boði. VMware og/eða Hyper-V sérfræðingar Við leitum að sérfræðingum með þekkingu á VMware og/eða Hyper-V. Viðkomandi munu vinna við innleiðingar og þróun viðkomandi lausna. Hæfniskröfur: Tæknileg þekking og reynsla af innleiðingu og rekstri ofangreindra lausna. Áhersla er á metnað til að veita fyrsta flokks þjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi tæknilegar vottanir. Í boði er spennandi starf hjá einu af öflugustu upplýsingatæknifélögum á landinu. Java hugbúnaðarþróun Öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með fjölbreytt verkefni hér heima og erlendis óskar að ráða öflugan Java forritara. Unnið er skv. Agile Scrum aðferðafræðinni og námskeið í boði fyrir þá sem vilja tileinka sér þau fræði. Topp starf og mikil tækifæri í boði. Hugbúnaðarsérfræðingur/arkitekt Starfið felst í hönnun, forritun og samþættingu kerfa. Leitað er að öflugum fagmanni með a.m.k. fimm ára reynslu í faginu. Góð þekking á .NET, C# og SQL er nauðsynleg. Topp starf í boði. Kerfisstjóri Leiðandi þjónustufyrirtæki leitar að reyndum sérfræðingi í starf kerfisstjóra. Leitað er að einstaklingi sem ræður við flókin verkefni, getur sinnt leiðtogahlutverki og vill skara fram úr í faglegum vinnubrögðum. Þekking á m.a. vefþjónum (IIS), Archive Directory, SCRUM og ITIL er nauðsynleg. Gott tækifæri í boði. Hugbúnaðarprófanir Öflugt fyrirtæki leitar að sérfræðingi í hugbúnaðarprófunum. Í starfinu felst meðal annars ábyrgð á framkvæmd prófana og samskiptum við hugbúnaðarsérfræðinga. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með a.m.k. þriggja ára reynslu af prófunum eða þróun hugbúnaðar. Þekking á uppbyggingu og framkvæmd sjálfvirkra prófana æskileg. Unnið er skv. AgileScrum aðferðafræðinni. Kerfis- og þarfagreining Öflugt fjármálafyrirtæki leitar að sérfræðingi á upplýsingatæknisvið sem sérhæfir sig í þarfagreiningum og tengdum verkefnum; greinir þarfir notenda, býr til frumgerðir og kynnir fyrir viðskiptavinum, gerð gagna fyrir viðtökuprófanir, þjálfun og kennsla notenda á viðkomandi kerfi, verkefnastjórnun o.fl. Viðkomandi yrði vörustjóri einstakra kerfa. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun í verk-, tölvunar- eða viðskiptafræði, gott vald á íslensku og ensku í rituðu máli ásamt færni á sviði upplýsingatækni. Þekking innan fjármálageirans er æskileg sem og nám í verkefnastjórnun. Hópstjóri - Service desk Öflugt fjármálafyrirtæki leitar að einstaklingi sem getur byggt upp og stýrt u.þ.b. 10 manna hópi sem annast “first level support” og tengd verkefni. Leitað er að einstaklingi með reynslu af sambærilegu starfi á sviði upplýsingatækni. Leiðtogahæfni, reynsla í þróun og endurhönnun verkferla er nauðsynlegt að hafa ásamt metnaði til að veita fyrsta flokks þjónustu. Þekking á ITIL er æskileg. Marel - Dynamics AX forritun Marel leitar að reyndum Axapta forritara. Í boði er fjölbreytt starf við þarfagreiningu, hönnun og forritun á rekstrar upplýsingakerfum Marel samstæðunnar. Starfið krefst ferðalaga þar sem lausnirnar eru að mestu þróaðar á Íslandi og svo innleiddar í starfsstöðvum Marel erlendis. Viðkomandi fær að njóta sín í fjölbreyttum verkefnum. Marel - tækjaforritun Marel leitar að reyndum forritara í hugbúnaðarþróun og tengd verkefni við þróun á vél- og hugbúnaðarlausnum fyrir kjötiðnaðinn. Í boði er fjölbreytt starf við greiningu, hönnun og forritun lykilkerfa og miklir möguleikar fyrir réttan aðila. Lausnirnar eru þróaðar í teymi sérfræðinga hér heima og erlendis. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ferðast og njóta sín í teymisvinnu. Verkfræði- eða tölvunarfræðimenntun er æskileg. Concord forritun Concord XAL sérfræðingur óskast í þróun og þjónustu hjá öflugu þjónustufyrirtæki með umfangsmikla starfsemi. Leitað er að reyndum og færum Concord forritara sem hefur áhuga á að þróa lykilupplýsingakerfi fyrirtækisins og metnað til að veita fyrsta flokks þjónustu. Gott tækifæri í boði. Hugbúnaðarsérfræðingar Óskum eftir að komast í samband við háskólamenntaða hugbúnaðarsérfræðinga sem vilja leita nýrra tækifæra á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni. Meðal viðskiptavina okkar á sviði upplýsingatækni eru fjölmörg fyrirtæki af ýmsum stærðum í ólíkum atvinnugreinum. Í boði eru fjölbreytt störf og margvísleg tækifæri. Hafðu samband við ráðgjafa Intellecta og kannaðu málið. Upplýsingar um störfin veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 578 1145. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is fyrir 18. janúar nk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.