Fréttablaðið - 08.01.2011, Qupperneq 58
8. janúar 2011 LAUGARDAGUR10
ræstingar!
Störf við
Sportís leitar að hæfileikaríku fólki til starfa í söludeild og verslunum sínum.
Sportís hefur á boðstólum úrvalsvörur fyrir útivist og hreyfingu, s.s. Asics og
Casall, auk eigin framleiðslu undir íslenska vörumerkinu Cintamani.
www.cintamani.is
SPORTÍS EHF.
Tveir verslunarstjórar í Cintamani
Við leitum að tveimur verslunarstjórum í verslanir okkar, annars vegar í Bankastræti 7 og
hins vegar í verslun okkar í Kringlunni. Þeir þurfa að hafa reynslu og menntun sem nýtist í
starfinu, kunna að virkja samstarfsfólk sitt til góðra verka og hafa fullkominn skilning á
þjónustuhlutverki okkar. Verslunarstjóri ber ábyrgð á rekstri, starfsmannahaldi, innkaup-
um og áætlanagerð. Við gerum kröfu um nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni, sjálfstæði,
þjónustulund og faglega framkomu. Góð tölvu- og tungumálakunnátta er skilyrði.
Starfsfólk í söludeild Sportís
Við leitum að jákvæðum, skipulögðum einstaklingum með prýðilega þjónustulund til starfa
í söludeild fyrirtækisins. Starfið felur í sér dagleg samskipti við viðskiptavini okkar við
kynningu og sölu á vörum Sportís ehf. auk þátttöku í gerð söluáætlana og önnur tilfallandi
verkefni. Við gerum kröfu um heiðarleika, stundvísi og reglusemi, góða enskukunnáttu og
almenna tölvuþekkingu.
Starfsfólk í afgreiðslustörf
Sportís leitar að þjónustuliprum einstaklingum með áhuga á útivist og íþróttum til að
afgreiða í verslunum sínum. Reynsla af afgreiðslustörfum, enskukunnátta og tölvuþekking
kemur sér vel. Við gerum kröfu um stundivísi, heiðarleika, reglusemi og snyrtimennsku.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið bodvar@cintamani.is fyrir 15. janúar 2011.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
VIÐ STEFNUM
HÁTT
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
HEILSULEIKSKÓLINN KÓR
KÓPAVOGI
Heilsuleikskólinn Kór óskar eftir að ráða.
• Leikskólakennara eða annað uppeldismenntað
starfsmann í 100% starf.
• Aðstoðar Matráður 50% starf vinnutími fyrir hádegi.
Í leikskólanum er unnið eftir heilsustefnunni með
áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun.
Unnið er með jákvæð og gefandi samskipti og er
góður andi ríkjandi í skólanum.
Hafir þú áhuga á að vinna í lifandi og metnaðarfullu
starfsumhverfi með skemmtilegu fólki þá hafðu
samband.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita:
Bjarney K. Hlöðversdóttir leikskólastjóri
í síma 570 4940
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn
á www.skolar.is
Heilsuleikskólar Skóla:
Hamravellir, Háaleiti,
Kór og Krókur.
Leikskóli á „Heilsubraut“
Ungbarnaleikskólinn Ársól.