Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 78
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR20 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Góð tannheilsa skiptir ekki síst máli hjá eldra fólki. Ný japönsk rannsókn hefur leitt í ljós að minnisleysi getur verið afleiðing tannmissis. Eldra fólk þarf að huga vel að tannheilsunni því samkvæmt glænýrri japanskri rann- sókn getur það að missa tönn haft áhrif á minnið. Þátttakendur í rann- sókninni voru fjögur þúsund talsins, 65 ára og eldri, og því fleiri tennur sem fólk hafði, því betra minni bjó það yfir. Þar skipti máli að tennurn- ar væru þeirra eigin upprunalegu tennur en ekki gervitennur. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar 31. desember síðastlið- inn og japanskur doktor sem hafði yfirumsjón með rannsókninni sagði að líklegt væri að sýking eða bólgur í tannholdi orsökuðu bólgur í heila. Þær bólgur hefðu svo áhrif á tauga- frumur þannig að minni skaðast. - jma Tannmissir og minnisleysi Góð tannheilsa skiptir ekki síst máli í ell- inni samkvæmt japönsku rannsókninni. Íþrótta- og Ólympíusambandið hefur gefið út veglegan bækling með líkamsæfingum fyrir eldri borgara. Í bæklingnum er að finna æf- ingar af ýmsum toga, fróðleik um heilbrigðar lífsvenjur og ráðlegg- ingar fyrir þá sem eru að hefja lík- amsrækt á efri árum. Aldrei er of seint að byrja enda er heilsurækt ein besta fjárfestingin sem hægt er að gera til að bæta lífsgæðin. Bæklinginn er hægt að nálgast bæði gegnum Íþróttasambandið og á vefsíðu þess, www.isi.is. - tg Æfingar fyrir eldri borgara Æfingar þurfa ekki að vera flóknar, tímafrekar eða erfiðar til að þær skili árangri og bættum lífsgæðum. Kostir þess að stunda líkamsrækt eru ótvíræðir, líka fyrir eldri borgara. Bæk- lingurinn er fullur af uppástungum að góðum æfingum. ●STÆRSTA VERKEFNIÐ ER SPECIAL OLYMPICS Íþróttastarf fatlaðra hefur staðið í miklum blóma síðustu ár og stendur glæsilegur árangur fatlaðra á alþjóðamót- um til vitnisburðar um það. „Markmið okkar er auðvitað að ná til allra fatlaðra einstakl- inga og fá þá til að stunda íþróttir,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjár- mála og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra, ÍF. „Það er algjör endurhæfing falin í því fyrir fatlaðan einstakling að æfa og keppa.“ Helsta innlenda verkefni Íþróttasambands fatlaðra á árinu er Íslandsmót sambands- ins í Hafnarfirði í mars. Af erlendum verkefnum ber hæst Special Olympics í Aþenu í júní, en Íþróttasambandið sendir um 60 þátttakendur til leiks. FÍ þarf að laga sig að breyttum aðstæðum og niðurskurði líkt og önnur aðildarsam- bönd Íþróttasambands Íslands. „Við finnum ekkert meira eða minna fyrir þessu en önnur sambönd,“ segir Ólafur. „Við setjum bara undir okkur hausinn og höldum ótrauð áfram. Við höfum verið svo heppin að njóta stuðnings bæði öflugra bakhjarla og almennings sem alltaf hefur tekið vel á móti okkur þegar við höfum eftir því leitað.“ - tg Íþróttasamband fatlaðra sendir árlega fjölda keppenda til útlanda þar sem þeir fara oftar en ekki mikinn. Myndin er tekin á Special Olympics í Sjanghaí árið 2007. MYND/ANNA KARÓLÍNA Nokkrar góðar ástæður til að velja NUTRILENK GOLD NutriLenk tryggir mér áframhaldandi ánægju og árangur í langhlaupum NUTRILENK Sigurjón Sigurbjörnsson langhlaupari NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Hver er munurinn á NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold ? NUTRILENK Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann. NUTRILENK Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið. Get ég tekið inn hvorutveggja? - Já það getur unnið mjög vel saman. NUTRILENK Gold er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. ---------------------------------------------- GOLD Skráðu þig á síðu na NUTRILENK fyrir liðina – því getur fylgt heppni! NUTRILENK Gold er góð forvörn, ákjósanleg fyrir fólk sem stundar álags- vinnu, álagsíþróttir og þar sem slitgigt er talin ættgeng. NUTRILENK Gold er framleitt á einstakan hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku efnin í NUTRILENK svo bestur árangur verði. NUTRILENK Gold viðheldur heilbrigði liða og beina, svo þú getur lifað heilbrigðari lífi án verkja og eymsla. NUTRILENK Gold inniheldur vatnsmeð- höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir liði og bein. Sigurjón hóf keppni í langhlaupum árið 1998 og hefur síðan hlaupið maraþon oftar en 10 sinnum. Í júní 2009 tók Sigurjón þátt í 100 km ofurmarþoni. „ Í september sama ár fór ég að verða aumur og stífur í ökklum, sem leiddi til eymsla í hásin og leist mér satt að segja ekki á ástandið. Ég sá NutriLenk Gold auglýsingu, sló til og prófaði, því fyrir mér er það mikið kappsmál að geta hreyft mig án vandræða og allt til vinnandi að viðhalda þeim lífsgæðum.“ Fékk nánast strax mikla bót „Eftir smá tíma á NutriLenk Gold hætti ég að finna til í ökklunum og er nú alveg laus við verki og stífleika í hásin. Ég hef notað NutriLenk Gold reglulega í meira en ár og ætla mér að halda því áfram.“ Keppir meira en áður og er margfaldur Íslandsmethafi „Síðan þá hef ég æft og keppt meira en nokkru sinni áður og verið að ná mjög góðum árangri í keppni. Til dæmis varð ég annar Íslendinga í heilmaraþoni í Reykja- víkurmaraþoninu. Nú á árinu setti ég Íslandsmet í mínum aldursflokki í maraþoni, hálfu maraþoni og 10 km hlaupi á braut og hef verið framarlega í flest öllum hlaupum sem ég hef tekið þátt í. Ég hlakka til að endurtaka þennan frábæra árangur með hjálp NutriLenk Gold.“ „Það er frábært að til sé náttúrulegt efni sem getur bætt liðheilsuna. Ég þreytist seint á því að benda hlaupafélögum mínum á NutriLenk, sér í lagi þeim sem eru á mínum aldri og farnir að kvarta yfir eyms- lum“ segir Sigurjón ánægður að lokum. Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.