Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 80
36 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Landnámslagið: Lag ösku sem féll árið 871 hefur
lengi verið notað sem viðmið í fornleifarannsóknum.
Allt sem finnst neðan þessa lags er samkvæmt því talið
vera frá því fyrir landnám.
Sót frá bænum: Samkvæmt kenningum Páls
Theodórssonar gefur lag af sóti, sem fallið hefur frá
mannabústöðum, til kynna að landnám hérlendis hafi
hafist mun fyrr en fræðimenn hafa hingað til gert ráð
fyrir. Þess konar lag hefur fundist neðan við landnáms-
lagið svokallaða sem féll 871 og gefur til kynna að hér
hafi verið byggð allt frá árinu 720.
Þ
egar kemur að landnámi
gengur Íslandssagan eins
og við þekkjum hana út
frá tímasetningum Ara
fróða, sem segir í upphafi
Íslendingabókar: „Ísland
byggðist fyrst úr Norvegi á dögum
Haralds hins hárfagra [...] en það var
sjö tigum vetra hins níunda hundraðs
eftir burð Krists, að því er ritið er í
sögu hans.“
Þrátt fyrir að Ari fróði hafi ekki sett
þetta í letur fyrr en á tólftu öld skip-
ar ártalið 874 engu að síður einstakan
sess í vitund íslensku þjóðarinnar.
Páll Theodórsson, eðlisfræðingur við
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands,
telur hins vegar réttara að lesa söguna
um upphaf landnáms og þróun þess á
Íslandi af því sem niðurstöður forn-
leifarannsókna leiða í ljós og telur hann
sannað að fyrstu landnámsmennirnir
hafi sest að á Íslandi löngu fyrir árið
870. Kenningar Páls hafa hins vegar
mætt fálæti fornleifafræðinga.
Kolefnamælingum hafnað
Páll vísar í umfangsmiklar fornleifa-
rannsóknir sem fóru fram í Kvosinni
í Reykjavík og í Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum á árunum 1971-1979, þar
sem svokallaðri kolefni-14 aðferð var
beitt og liðlega 40 fornleifasýni voru
aldursgreind.
„Niðurstöðum þeirra var hins vegar
hafnað á grundvelli vafasamrar for-
sendu um séraðstæður á Íslandi, því
þær gáfu „of háan aldur“ og bentu til
búsetu á báðum stöðunum um 720,“
segir Páll. „Ég skoðaði mælingarnar
vandlega og komst að þeirri niðurstöðu
að allt benti til þess að aldursgreining-
arnar væru mjög traustar og kynnti
niðurstöðurnar í grein í Skírni 1997.
Greinin haggaði þó ekki við traustinu
á tímatali Ara fróða.“
Páll tók þráðinn upp að nýju fyrir
rúmu ári þar sem hann benti á, í Skírni,
að niðurstöður nokkurra fornleifarann-
sókna gæfu sterka vísbendingu um
byggð á Íslandi löngu fyrir 870.
„Af viðbrögðum fornleifafræðinga
og sagnfræðinga við greininni gat ég
ekki ráðið annað en að þeir teldu að hér
væri einungis um tilgátu að ræða, sem
gæti ekki staðist gegn allri þeirri vitn-
eskju sem styddi hefðbundið tímatal.“
Sótið segir sína sögu
Til að styðja mál sitt enn betur lagð-
ist Páll í frekari skoðun og komst þá
að því að tveir jarðfræðingar höfðu,
fyrir 22 árum, fundið fornan túngarð
við Húshólma við Krýsuvík sem hlyti
að hafa verið gerður fyrir 871, því ekk-
ert fannst af landnámsöskunni svoköll-
uðu í jarðveginum, en það er öskulag
sem féll líklega um árið 871 og hefur
verið notað sem viðmið í tímasetning-
um fornleifafræðinga. Gaf það því til
kynna að byggð hefði verið þar mörg-
um áratugum fyrr en hingað til hefur
verið miðað við.
„En það þarf beinni rök, beina sönn-
un, fyrir eldra landnámi og sönnun-
ina fann ég í sjö ára gamalli skýrslu
frá Fornleifastofnun Íslands sem fjall-
aði um uppgröft á fornum skála við
Aðalstræti. Þar var í fyrsta sinn beitt
örkolagreiningu í fornleifarannsókn
hér á landi. Örkol eru agnarsmá viðar-
kolskorn sem berast með reyk frá eldi,
þau eru sótið í reyknum og mætti því
eins kalla aðferðina sótgreiningu.
Rannsóknin í Kvosinni sýndi að í
sýnum sem voru tekin 5 sentimetr-
um fyrir neðan landnámslagið og
neðar var ekkert sót að sjá, þá var
engin búseta þarna. En 3 sentimetr-
um fyrir neðan landnámslagið kemur
sótið fram og allt upp að 3 sentimetrum
fyrir ofan lagið, en ekkert sót er í efstu
mælipunktunum, þannig að svo er sem
bærinn hafi verið fluttur þá.“
Þetta gefur til kynna búsetu á þess-
um stað áður en landnámslagið féll.
Ekki er auðvelt að finna nákvæmar
tímasetningar út frá jarðlögum, en
Páll telur að samkvæmt grófu mati sé
þó hægt að gefa sér að byggð þar hafi
hafist um 720 og lagst af um 1020.
„Ég tel að með þessari rannsókn
sé nú loks sannað að landnám er mun
eldra en fram til þessa hefur verið
talið.“
Þöggun fræðasamfélagsins
Þó að Páll hafi talað fyrir þessari kenn-
ingu í rúman áratug finnst honum sem
fræðasamfélagið líti framhjá þeim vís-
bendingum sem fram hafa komið.
„Það liggur við að ég sé sá eini sem
heldur fram eldra landnámi en það
byggi ég á traustum fornleifarann-
sóknum. Meðal þeirra fræðimanna
sem þetta mál snertir beint hafa grein-
ar mínar fram til þessa hlotið lítinn
hljómgrunn. En nú er staðan vonandi
breytt. Ég lít svo á að eldra landnám
sé staðreynd.“
Páll segir nú mögulegt að komast til
botns í málinu með óyggjandi hætti,
annars vegar með örkolagreiningu og
hins vegar með nákvæmri kolefni 14
aldursgreiningu, en á Raunvísinda-
stofnun hefur verið þróuð einfölduð
útgáfa af tækjum til aldursgreiningar
sem gefi um tvöfalt meiri nákvæmni
í aldursgreiningu en erlendar
rannsóknar stofur bjóða upp á.
Efnagreiningastofa Háskóla Íslands
mun sjá um rekstur aldursgreininga-
stofunnar og segist Páll vonast til
þess að starfsemin hefjist á fyrri hluta
þessa árs.
Rannsóknir Páls snúa reyndar ekki
Kenningum um landnám kollvarpað
Hefðbundnar kenningar um landnám Íslands líta framhjá eindregnum vísbendingum um að búseta hafi hafist hér á landi löngu
fyrir 874. Þetta er megininntakið í skrifum Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem segir í viðtali við Þorgils Jónsson að margt
bendi til þess að upphaf landnáms megi rekja allt aftur til ársins 720.
KALLAR Á ENDURHUGSUN Páll Theodórsson eðlisfræðingur hefur sett fram byltingarkenndar
kenningar um upphaf landnáms á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í Landnámu segir að áður en norrænir menn komu til Íslands hafi írskir munkar, paparnir, haft hér
búsetu. Upp úr miðri níundu öld fór svo að bera á ferðum annarra sem settust svo hér að á endanum.
einungis að leitinni að elstu búsetu
og þróun landnáms, heldur einn-
ig rannsókn á útbreiðslu, nýtingu og
hopun skóga hér á landi, sem hann
hefur unnið að í tvö ár í samvinnu við
Skógrækt ríkisins.
„Örkolagreiningin mun í senn auð-
velda og styrkja þennan rannsóknar-
þátt. Nú þegar svo álitlegir rannsókn-
armöguleikar blasa við er æskilegt að
breikka þann hóp sérfræðinga sem
kemur að rannsóknum komandi ára.
Þar gætum við fengið með okkur forn-
leifafræðinga, sagnfræðinga, jurta-
fræðinga og jarðfræðinga.“
Umbylting Íslandssögunnar
En fari svo að kenningar Páls um eldra
landnám verði viðurkenndar, mun það
ekki kalla á allsherjar endurskoðun á
upphafi Íslandsbyggðar?
„Það er annarra að svara því,“ segir
Páll. „En sjálfur er ég á þeirri skoð-
un. Svo er rétt að benda á að ekkert
segir að landnám hafi endilega hafist
í Reykjavík, því aðrir staðir, sem enn
hafa ekki verið rannsakaðir, eru allt
eins líklegir. Jörðin geymir alla þessa
sögu, okkar er að lesa hana!“
Páll hyggst þó sjálfur draga sig út úr
þessum málum, enda orðinn 82ja ára,
og segist þurfa að ganga frá lausum
endum í starfi sínu.
„Ég þarf sennilega þrjú ár enn, en ég
hef verið að segja það í sex ár,“ segir
Páll og hlær við. „Þetta er þó komið það
langt að ég er viss um að nú fer þetta að
ganga, sama hvar ég verð staddur.“
Ég tel að
með þessari
rannsókn
sé nú loks
sannað að
landnám er
mun eldra
en fram til
þessa hefur
verið talið.
■ Naddoður var sá fyrsti sem kom
hingað til lands, og var það um
miðja níundu öld. Hann villtist
af leið milli Noregs og Færeyja
og kom hér að landi. Hann
nefndi landið Snæland.
■ Garðar Svavarsson hafði heyrt
af fundi Naddoðs og sigldi því
vestur um haf. Hann er sagður
hafa siglt umhverfis landið og
nefndi það Garðarshólma.
■ Náttfari hét maður sem kom
til landsins með Garðari og
varð eftir með þræl og ambátt.
Hann ætti í raun að teljast fyrsti
landnámsmaðurinn því hann
bjó hér allt til æviloka.
■ Hrafna-Flóki Vilgerðarson kom
hingað til lands, sennilega um
árið 865, og hafði hér vetur-
setu. Hann flutti aftur til Noregs
eftir ár, en hafði þá gefið land-
inu nafnið Ísland.
■ Landnám Íslands er jafnan
miðað við komu Ingólfs Arn-
arsonar árið 874. Hann hefur
þann sess í Íslandssögunni að
vera álitinn fyrsti landnáms-
maðurinn.
■ LANDKÖNNUÐIR OG LANDNÁM ÍSLANDS SAMKVÆMT ARA FRÓÐA: