Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 94

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 94
50 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ávinna, 6. stefna, 8. lengdarmál, 9. fúsk, 11. tveir eins, 12. hólf, 14. brambolt, 16. í röð, 17. spil, 18. pota, 20. skammstöfun, 21. bylgja. LÓÐRÉTT 1. grjótfylling, 3. tveir eins, 4. nennu- leysi, 5. sigað, 7. agn, 10. kirna, 13. tálknblað, 15. há bygging, 16. gap, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. afla, 6. út, 8. fet, 9. kák, 11. tt, 12. klefi, 14. brölt, 16. hi, 17. níu, 18. ota, 20. fr, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. púkk, 3. ff, 4. letilíf, 5. att, 7. tálbiti, 10. ker, 13. fön, 15. turn, 16. hol, 19. að. Ég skilja ekki hvernin ég fallaði í íslensku. Ein- kunnir Þetta er bara stað- reynd, meira að segja einræðisherrar hafa verið saklaus börn. Heldurðu að Hitler hafi verið fallegt barn? NEI! PALLI! Geturðu nefnt eina góða ástæða fyrir því að þú lætur tóma mjólkurfernu aftur inn í ísskápinn??? Ruslatunn- an er full. Já. Hefurðu séð nef- háraklipp- urnar mínar elskan? Já, þær eru á skrifborðinu í vinnuher- berginu. Geturðu verið aðeins nákvæmari? Góðmennska, hjartahlýja og náungakær-leikur eru ekki skrásett vörumerki sem kristindómurinn á einkarétt á. Allt þetta einkenndi gott fólk löngu áður en kristin- dómurinn kom til sögunnar og einkennir enn allt gott fólk, óháð því hvaða trúarbrögð það aðhyllist – ef einhver. Ég trúi því vissu- lega að sannkristin manneskja hafi þetta til að bera. En ég er jafnsannfærður um að góðir múslimir, góðir hindúar, góðir búdd- istar og góðir trúleysingjar – allt gott fólk – auðsýni dag hvern góðmennsku, hjartahlýju og náungakærleik. Ég trúi því reyndar að það sé einmitt það sem geri það gott fólk. ÞESS vegna fer það ósegjanlega í taug- arnar á mér þegar prestar og sjálf- skipaðir boðberar kristindómsins bera hann á borð innblásnir af siðferðilegu mikilmennskubrjálæði. Þegar talað er niður til annarra, hæðst að og gert lítið úr öðrum trúarbrögðum eða lífsskoðun- um og látið er í veðri vaka að fólk sé siðferðislega á æðra plani en annað fólk fyrir það eitt að vera nafnkristið. Við skulum hafa það hugfast að miskunnsami Samverj- inn var ekki kristinn. Samt er hann hin stóra fyrirmynd kristinna manna um rétta breytni. ÞETTA siðferðilega yfir- læti þeirra, sem hve einarðast álíta sjálfa sig sannkristna, fer í taugarnar af mér af þremur meginástæðum. Í FYRSTA lagi felst, að mínu mati, þver- sögn í slíkri afstöðu. Með því einu að benda á annan og segja „Ég er á siðferði- lega hærra plani en þú“ er viðkomandi búinn að setja sjálfan sig skör neðar en þann sem bent er á á hinu siðferðilega plani. Í ÖÐRU lagi er slík framkoma einfaldlega ekki kristileg. Hún einkennist ekki af þeirri auðmýkt og hógværð sem einkenna ætti framgöngu kristinna manna. Ég vona svo sannarlega að það geri okkur betri að vera kristið fólk. En um leið og við erum farin að telja okkur trú um að það geri okkur ekki bara betri, heldur betri en annað fólk, þá erum við búin að taka okkur stöðu faríseans í musterinu sem bað: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður.“ Í ÞRIÐJA lagi tel ég slíka framkomu fæla fólk í burtu. Ef við viljum að trúin bjóði ekki bara vænisýki og gremju heldur frið og sátt við Guð og menn, þá verður fram- ganga okkar að einkennast af því. Göngum því fram í hógværð og auðmýkt. Eflum friðinn og réttum fram sáttahönd, ekki steyttan hnefa. Siðferðilegt yfirlæti S k a g f i r s k a s ö n g s v e i t i n Söngfólk óskast Létt og skemmtileg verkefni á dagskránni ! Æft er á mánudögum, fyrsta æfi ng er mánudaginn 6 sept. Skemmtilegt starfsár framundan. Upplýsingar gefur Ingunn í síma 897 9595 Eða email: ingunnsi@simnet.is ARNARHÓLL kápa / frakki Ný útfærsla á 40 ára gamalli fl ík frá Vír vinnufatagerð. Arnarhóll er gerður úr 100% bómull en er fóðraður með highloft fl ísfóðri sem hægt er að hneppa af. Skjólgóð hetta með böndum umhverfi s andlit, hnepptur stormlisti og tveir stórir vasar að framanverðu. Fæst líka í mosagrænu. Verð: 36.000 kr. Stærðir: XS - 2XL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.