Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.01.2011, Qupperneq 6
6 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR ATVINNULÍF Mikið var um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þegar Félag kvenna í atvinnurekstri, FKA, afhenti sínar árlegu viður- kenningar. Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita, hlaut FKA-viðurkenninguna 2011. Undir stjórn Heiðu og félaga hefur fatahönnun Nikita náð fótfestu á erlendum markaði og þykir bera af á sínu sviði hvað snertir list- ræna útfærslu og vönduð vinnu- brögð. Margrét Pála Ólafsdóttir, leik- skólastjóri og stofnandi Hjalla- stefnunnar, hlaut hvatningarvið- urkenningu FKA. Hún er löngu landsþekkt fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum kvenna, geð- sjúkra, samkynhneigðra og ekki síst barna. Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gull- smiður í Gullkistunni við Frakka- stíg, fékk þakkarviðurkenningu FKA. Dóra fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í haust en rekur enn bæði verkstæði og verslun í mið- borg Reykjavíkur. Loks kom Gæfusporið 2011 í hlut Íslandsbanka, en Gæfusporið er ár hvert veitt íslensku fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórn bankans er nú hnífjafnt. Það var Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd FKA að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. - gb STJÓRNMÁL Líklegast er að einhver núverandi ráðherra VG gegni embætti mennta- og menningar- málaráðherra í fæðingaror- lofi Katrínar Jakobsdóttur. Katrín á von á sér í maí. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur málið verið rætt og skoðað á vett- vangi VG og stjórnsýslunnar. Eins og nú horfi sé ólíklegt að nýr maður taki sæti í ríkisstjórninni. Meðal annars hefur verið horft til fordæma. Eitt íslenskt er til en Árni M. Mathiesen var í fjórð- ungs starfi sem sjávarútvegsráð- herra í fæðingarorlofi sumarið 2001. Í Svíþjóð hefur verið venja að aðrir ráðherrar bæti á sig verkefnum ráðherra í fæðingar- orlofi. Á hinn bóginn er reiknað með að varamaður taki sæti Katrínar á Alþingi. Auður Lilja Erlings- dóttir, framkvæmdastjóri VG, er fyrsti varamaður flokksins í kjör- dæmi Katrínar. - bþs KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Fæðingarorlof ráðherra: Ólíklegt að nýr ráðherra komi í stað Katrínar ✃ ✃ ✁ ✁ Bruggari var tekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði landaframleiðslu í mið- borginni í fyrrinótt. Lagt var hald á tæplega 150 lítra af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Húsráðandi, karlmaður um sextugt, játaði sök. LÖGREGLUFRÉTT EGYPTALAND, AP „Þetta er úrslita- stund í sögu Egyptalands og ég verð að taka þátt með egypsku þjóð- inni,“ sagði Mohammed ElBaradei, fyrrverandi yfirmaður kjarnorku- eftirlits Samein- uðu þjóðanna, þegar hann kom til Egyptalands í gær. Fjölmenn mót- mæli hafa stað- ið yfir frá því á þriðjudag gegn Hosni Mubar- a k fo r s e t a , sem krafinn er afsagnar eftir þrjátíu ára valdatíð. Á annað þúsund manna hafa verið handteknir, hundruð særst í átök- um við lögregluna og að minnsta kosti fimm manns látið lífið. Mótmælin hófust í kjölfar sams konar mótmæla í Túnis undan- farnar vikur, sem urðu til þess að forseti landsins hrökklaðist frá völdum og flúði til Sádi-Arabíu. Stjórnarflokkurinn í Egypta- landi sagðist reiðubúinn til við- ræðna við mótmælendur en bauð þó enga eftirgjöf: „Lýðræðið hefur sínar reglur og ferli. Minnihlutinn þröngvar ekki vilja sínum upp á meirihlutann,“ sagði Safwat El- Sherif, framkvæmdastjóri Þjóðar- lýðræðisflokksins og náinn sam- starfsmaður Mubaraks. Mubarak sjálfur, sem orðinn er 82 ára, hefur hins vegar ekki látið sjá sig frá því mótmælin hófust. Talið er að hann vilji láta son sinn, Gamal, taka við af sér í næstu for- setakosningum, sem líklega verða haldnar í haust. ElBaradei sagðist ekki slá hend- inni á móti því að verða leiðtogi uppreisnar gegn Mubarak, ef hann yrði beðinn um það. ElBaradei er einn öflugasti talsmaður lýðræð- isumbóta í Egyptalandi og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2005 fyrir framlag sitt til baráttunn- ar gegn notkun kjarnorka í hern- aðartilgangi. Hann er einkum tal- inn njóta stuðnings millistéttanna í Egyptalandi, sem ekki er víst að dugi honum til forystu lýðræðis- byltingar. Það sem skipt getur sköpum um möguleika mótmælendanna til að hafa áhrif er að Bræðralag mús- lima, stærsti stjórnarandstöðuhóp- ur landsins, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við mótmælin. Búist er við fjölmennum mótmælum að loknum föstudagsbænastundum í moskum landsins í dag. Órói er víða í löndum araba- heimsins í kjölfar mótmælanna í Túnis. Fjölmenn mótmæli hafa verið í Jemen og víðar óttast leið- togar um framtíð sína. gudsteinn@frettabladid.is Stjórnin lofar viðræðum en alls engum breytingum Mohammed ElBaradei tekur þátt í mótmælunum í Egyptalandi gegn Hosni Mubarak forseta. Bræðralag múslima hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur. Mubarak hefur ekki látið sjá sig og svarar engu. MYND MUBARAKS RIFIN Mótmælendur eyðilögðu stóra mynd af Hosni Mubarak forseta í Alexandríu. NORDICPHOTOS/AFP MOHAMMED ELBARADEI hefur Hosni Mubarak hald- ið fast um valdataumana í Egyptalandi. 30ár AÐ LOKINNI AFHENDINGU Árni Páll Árnason og Hafdís Jónsdóttir lengst til hægri ásamt verðlaunahöfunum Birnu Einarsdóttur, Margréti Pálu Ólafsdóttur, Dóru Guð- björtu Jónsdóttur og Aðalheiði Birgisdóttur. Lengst til vinstri er svo Linda Svanbergs- dóttir frá Secret North, sem hlaut styrk til náms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þrjár konur og einn banki fengu viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri: Fatahönnun Nikita þykir bera af SAMFÉLAGSMÁL Öryggismál á vist- heimilum og sambýlum í borginni hafa verið tekin til endurskoðun- ar samhliða flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Meðal þess sem er til athugunar er hvort rétt sé að hafa neyðarhnappa á slíkum heimilum. Fréttablaðið sagði frá því í vik- unni að barnshafandi starfskona á skammtímavistun fyrir fatlaða hefði orðið fyrir alvarlegri árás vistmanns um síðustu helgi. Hún var ein á næturvakt á heimilinu þar sem sjö manns gistu. Henni tókst að forða sér undan árásar- manninum við illan leik og loka sig af í öðru herbergi í þann mund sem hann réðst á hana með stól. Elfa Björk Ellertsdóttir, upp- lýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að 40 nýir starfsstaðir bætist við verk- svið borgarinnar með tilfærslunni. Nú sé verið að samþætta alla verk- ferla sem til staðar voru hjá ríki og borg og við þá vinnu sé eðlilegt að fara í raun yfir þá frá grunni. „Það er ýmislegt sem kemur þarna upp, til dæmis notkun örygg- ishnappa,“ segir Elfa og ítrekar að mál sem þessi séu tekin mjög alvar- lega. - sh Verið er að endurskoða öryggismál á heimilum fyrir fatlaða: Neyðarhnappar til athugunar RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga um ára- mót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Finnst þér rétt að tengja kjara- viðræður við lagasetningu um sjávarútvegsmál? Já 24,1 Nei 75,9 SPURNING DAGSINS Í DAG Er álitshnekkir að stjórnlaga- þingsmálinu fyrir þjóðina? Segðu þína skoðun á visir.is MENNTUN „Heimili og skóli, lands- samtök foreldra, krefjast þess að ríkisstjórn og sveitarfélög landsins tryggi gæði skólastarfs á öllum skólastigum á landinu og gangi ekki á lögbundin rétt- indi skólabarna nú þegar skera á niður útgjöld hins opinbera.“ Þetta segir í ályktun sem Heim- ili og skóli hafa sent frá sér vegna niðurskurðar í skólum landsins. Þá er kallað eftir „raunveru- legu samráði“ við foreldra áður en teknar eru ákvarðanir um breytingar á skólastarfi. - óká Foreldrar vilja samráð: Tryggja verður gæði skólastarfs KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.