Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 12

Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 12
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is Skuldatryggingarálag íslenska rík- isins var í gærmorgun 2,53 pró- sentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingar- álag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættu- fælni í kjölfar óeirða í Norður-Afr- íku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum,“ segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóða- markaðir hafi síðustu daga verið lit- aðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúr- lega hækkað snarlega.“ Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatrygg- ingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í sam- ræmi við aukinn óróleika á mörk- uðum,“ segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatrygg- ingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörð- un forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart,“ segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinn- ar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar,“ segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að sam- þykkja nýjasta Icesave-samning- inn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka.“ Þá segir Ásdís líklegt að hreyf- ingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterk- ari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi.“ olikr@frettabladid.is Markaðurinn bíður átekta Skuldatryggingarálag Íslands hefur aðeins lítillega hækkað þrátt fyrir að forsetinn hafi um helgina vísað Icesave-samningnum til þjóðarinnar. Í fyrra varð mikil sveifla á álaginu. Greinendur eru reynslunni ríkari. Þróun skuldatryggingarálagsins frá ársbyrjun 2009 jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb 2009 2010 2011 1.000 800 600 400 200 Álag á skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins var í hæstu hæðum í byrjun árs 2009, en lækkar svo allt fram í ársbyrjun 2010 þegar forseti Íslands vísar í fyrsta sinn lögum um Icesave til þjóðarinnar. Lengst til hægri má svo sjá að viðbrögðin við ákvörðun forsetans núna um helgina voru óveruleg. Auður Björk Guðmunds- dóttir, fram- kvæmda- stjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS, Hrefna Ösp Sigfinns- dóttir, fram- kvæmdastjóri eignastýring- ar hjá Lands- bankanum, og Linda Jóns- dóttir, fram- væmdastjóri fjármögnunar og fjárstýring- ar hjá Marel, hafa verið skip- aðar í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Í tilkynn- ingu sem sjóðurinn sendi frá sér í gær eru þær allar sagð- ar hafa víð- tæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Úr stjórn Framtaks- sjóðsins hafa gengið Auður Finnbogadótt- ir, Guðfinna Bjarnadótt- ir og Vilborg Lofts. - óká AUÐUR BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR HREFNA ÖSP SIGFINNSDÓTTIR LINDA JÓNSDÓTTIR Breytingar hjá Framtakssjóði: Konur koma í kvenna stað MILLJARÐAR DANSKA KRÓNA er sú upphæð sem talið er að danskur almenningur eigi inni á bankareikningum þar í landi. Þetta jafngildir 16.500 milljörðum íslenskra króna, tæpum þremur milljónum króna á hvert mannsbarn. 773

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.