Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 68

Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 68
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is > FYNDIN FÓTBOLTAMYND Uma Thurman og Jessica Biel hafa báðar samþykkt að leika í kvikmyndinni Playing the Field á móti Gerard Butler. Myndin fjallar um mann sem hyggst bæta upp fyrir tapaðan tíma með syni sínum með því að þjálfa knattspyrnuliðið hans. Kevin Costner hefur undanfarin ár verið samnefnari fyrir sjálf- umglaðar og vondar kvikmyndir. Það er sorglegt, því Costner átti frábæra spretti á níunda áratug síðustu aldar en gleymdi sér við að horfa á sjálfan sig. Costner á þó von, því bandaríski kvikmynda- gerðarmaðurinn Zach Snyder og snillingurinn Christopher Nolan eru nú að velta því fyrir sér að fá Costner til að leika stórt hlutverk í næstu Ofurmennismynd. Það var fréttasíðan Collider sem greindi fyrst frá þessum áhuga á Costner en hún sagðist ekkert vita hvaða hlutverk nafn Costners hefði verið spyrt við. Vefsíðan Lat- ino Review birti hins vegar frétt á sinni vefsíðu um að Nolan og Snyder hefðu rætt sín á milli um að Costner léki fósturföður Ofur- mennisins, Jonathan Kent. Blaða- menn Empire Online skutu sér inn í fréttina í gær og sögðust ekkert hafa á móti Costner í hlutverk- ið; hann myndi smellpassa í hlut- verk hins afslappaða og rólega Kents, sem missir ekki svefn yfir smáatriðum. Costner í Superman COSTNER Gæti hafa landað pabbahlut- verki í næstu Ofurmennismynd. Íslenskir kvikmyndahúsagestir þurfa ekki að kvarta undan skorti á fjölbreytileika í íslenskum kvikmyndahúsum. Háskólabíó sýnir gamlar og góðar á mánudögum, í Bíó Paradís er hægt að sjá klassíkina á hvíta tjaldinu og stóru kvikmyndahúsin frumsýna fjórar en ákaflega ólíkar kvikmyndir um helgina. Fyrst ber að nefna kvikmyndina Never Say Never sem fjallar um popptröllið Justin Bieber, þennan sextán ára strák frá Kanada sem trúir á Guð, er á móti fóstur- eyðingum og hefur sigrað heiminn. Á meðan ungviðið dillar sér í takt við sykraða tóna Biebers hræðir Anthony Hopk- ins líftóruna úr eldra liðinu í kvikmyndinni The Rite. Breski Óskarsverðlaunahafinn með bandaríska ríkisborgararéttinn fær í myndinni að kljást við kunnuglegt stef úr hryllingsmyndum, nefnilega djöfulinn og andsetið fólk. Yngsta kynslóðin hefur það síðan bara huggulegt í einum af hliðarsölun- um og nýtur þess að horfa á Space Chimps 2 eða Geimapa. Myndinni er leikstýrt af John H. Williams sem framleiddi allar Shrek- myndirnar. Deitmynd helgarinnar er loks How Do You Know eftir meistara James L. Brooks þar sem stórstjörnurnar Reese Witherspoon, Owen Wilson og Jack Nicholson fara með helstu hlut- verkin. Þótt sorglegt sé fær myndin samt einungis 5,3 á imdb.com. Fjörug frumsýningarhelgi Kiefer Sutherland og Charlie Sheen eiga tvennt sameigin- legt. Þeim tókst báðum næst- um að rústa ferli sínum með eiturlyfjaneyslu og brennívini og var báðum bjargað af sjón- varpi. Sutherland blés miklu lífi í sinn feril sem Jack Bauer í 24 og Charlie Sheen á fyrir sínum reikningum með þáttaröðinni Two and a Half Men. Nú er Sutherland kominn á kreik með nýjan sjónvarpsþátt sem ber nafnið Touch og er úr smiðju Tim King, sem á heið- urinn af Heroes-æðinu. Um er að ræða svokallaðan „pilot“ eða prufuþátt sem síðar verður að veruleika ef allir eru hrifnir. Touch segir frá presti sem kemst að því að einhverfur og mál- laus sonur hans sér fyrir óliðna atburði. Sutherland er um þessar mundir að leika á Broadway í That Championship Season og mun því byrja á þáttaröðinni í maí þegar sýningum lýkur. Sutherland getur ekkert kvart- að undan verkefnaleysi því hann leikur stórt hlutverk í nýrri kvik- mynd Lars von Trier, Melanch- olia, og þá er náttúrlega í bígerð kvikmynd um Jack Bauer og hans 24 stundir. Kiefer undirbýr nýja sjónvarpsseríu Í GÓÐUM MÁLUM Kiefer Sutherland leikur í prufuþætti af Touch fyrir Fox-sjónvarpsstöðina sem gæti farið í framleiðslu ef allt gengur að óskum. Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkyns- stjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verð- laun kvikmyndabransans og sú við- urkenning sem flestir kvikmynda- gerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokk- uð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjón- varpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvik- myndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frá- bær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademí- unni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spá- dómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Ósk- arinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaunun- um og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokk- uð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu ÓSKAR FELLUR FYRIR KÓNGI LÍTIL SPENNA Að mati Thariqs Khan, kvik- myndaspekúlants Fox-frétta- stofunnar, ríkir lítil spenna í helstu flokkum Óskarsins. Colin Firth og Natalie Portman fara heim með styttuna góðu, og það sama gerir Christian Bale. The King‘s Speech verður valin kvikmynd ársins og Khan hallast að því að Melissa Leo hljóti gullhúðaða karlinn sem besta leikkona í aukahlutverki. sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helm- ingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsend- ingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmunds- son og Skarphéðinn Guðmunds- son lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dregl- inum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.is BIEBER OG HRYLLINGUR Justin Bieber syngur sig inn í hug og hjörtu kvikmyndahúsagesta á meðan Anthony Hopkins reynir að hræða líftóruna úr eldra fólkinu í The Rite. Eftirlæti Mógúlkeisaranna mb njarkan an M t a e pes undi n öndæg gri baðd úffe ,kan mumkar, chi, il, bu mmú íddk m maagarog m anl ráefni nnflu ndlI add atgæ ðing ullyrða tt ust -Inr sé afjelag insem anva ahúing aug eo i ak Lostæti á nýjum matseðli RAAN MANJARABAT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.