Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 70
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR38 folk@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistar- blaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kant- inum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata. Madonna er farin að færa sig upp á skaftið í samskiptum við dóttur sína með því að fá lánuð föt af henni án þess að biðja um leyfi. Tónlistarkonan þekkta og dóttirin Lourdes, sem er fjór- tán ára, reka saman tískumerki fyrir táninga og fatastíll þeirra er svo svipaður að þær fá oft lánuð föt hvor hjá annarri. En Lourdes er ekki sátt þegar hún finnur ekki fötin sín og kemst að því að mamma gamla hefur látið greipar sópa í skápnum hennar. „Hún fær lánað hjá mér og ég fer í skápinn hjá henni. Ég má ekki taka föt án leyfis en hún er alltaf að gera það hjá mér,“ segir Lourdes, sem hyggst ræða málið af alvöru við móður sína ef hún lætur ekki af þessu athæfi sínu. Stelur fötum af dótturinni SAMHENTAR Madonna og dóttirin Lourdes eru með svipaðan fatasmekk og skiptast á fötum. NORDICPHOTOS/GETTY Sjónvarpsmaðurinn Þor- steinn Joð gerir heimildar- mynd um fyrsta útrásar- ævintýri Íslendinga. Hann leitar að leirtaui sem notað var á veitingastað í eigu íslenska ríkisins og Sam- bandsins. „Í gögnum sem Sólveig Ólafsdótt- ir sagnfræðingur hefur skoðað kemur fram að þegar staðnum var lokað, átján mánuðum eftir að hann var opnaður, var borðbún- aður og leirtau sent til Íslands. Það hefur sennilega komið til landsins með Brúarfossi haust- ið 1968 og ég er mjög spenntur fyrir þessum sögulegu munum,“ segir sjónvarpsmaðurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí 2009 er Þorsteinn að gera heimildarmynd um fyrsta útrásarævintýri Íslands, veit- ingastaðinn Iceland Food Center við Regent Street í London sem íslenska ríkið stofnaði ásamt Sambandinu og fleirum árið 1966. Nú er klipping myndarinnar á lokastigi og hún verður frumsýnd um páskana á Stöð 2 en Þorsteinn hefur mikinn áhuga á áðurnefndu leirtaui og borðbúnaði og langar að vita hvar það er niðurkomið. Þeim sem hafa einhverjar upplýs- ingar er bent á tölvupóstinn thor- steinnj@simnet.is og svo er sjón- varpsmaðurinn í símaskránni. „Þetta er um margt alveg geggj- uð saga og ótrúleg útrás þar sem lagt er upp með að sigra heiminn. Það var ekkert til sparað, rándýrt húsnæði, sérsaumaðir búningar á þjónustustúlkurnar og mat- seðill þar sem hákarl var í for- rétt og aðalréttirnir voru meðal annars kótilettur og Chicken in a basket, eða körfukjúklingur með frönskum.“ Myndin byggir á gögnum sem Sólveig fann á Þjóðskjalasafninu þegar hún var að flokka skjala- safn fjármálaráðuneytisins fyrir margt löngu og hafa tökur staðið yfir í eitt og hálft ár í Reykjavík og London. „Sólveig er einn aðal- sögumaðurinn í myndinni ásamt starfsfólki veitingastaðarins sem ég hafði uppi á og fleiri aðilum.“ freyrgigja@frettabladid.is Þorsteinn Joð leitar að leirtaui fyrstu útrásarinnar Á SLÓÐUM ÚTRÁSARINNAR Þorsteinn J. og Sólveig ásamt Hirti Svavarssyni og Bjarna Felix við tökur á heimildarmyndinni um Iceland Food Center, íslenska veitinga- staðinn sem átti að sigra heiminn í London. Þótt auðæfi Justins Bieber séu metin á hundrað milljónir dala getur hann ekki gengið um þær feitu hirslur eins og honum sýn- ist, því fjárhaldsmaður hans úthlutar honum mánaðarlega vasapeninga. Svo skemmtilega vill reyndar til að fjárhaldsmaður Biebers er mamma hans. „Peningarnir fara í fjárfestingar á ýmsum svið- um. Ég er bara með kreditkort og þegar heimildin klárast eru mínir vasapeningar bara búnir. Mamma stjórnar þessu bara.“ Bieber fær vasapeninga Hugh Hefner hefur tilkynnt að hann hyggist kvænast hinni brjóst- góðu Crystal Harris hinn 18. júní. Athöfnin fer að sjálfsögðu fram á Playboy-setrinu. Þetta kom fram í spjallþætti Piers Morgan á CNN. Bróðir Hughs verður svara- maður hans í brúðkaupinu og tveir yngstu synir hans, Marston og Cooper, verða fylgdarsveinar við athöfnina. Crystal ætlar hins vegar að hafa bestu vinkonu sína Önu sem brúðarmey og systur Crystal verða henni til halds og trausts. Hugh hefur tvívegis verið gift- ur, annars vegar Mildred Williams og hins vegar Kimberley Conrad. Aðeins sextíu ára aldursmunur er á parinu; Hefner er 84 ára en Crys- tal er 24 ára. Varla þarf að taka það fram að Crystal hefur prýtt síður Playboy-tímaritsins og þann- ig lágu leiðir þeirra saman. Hefner í það heilaga GENGUR KIRKJUGÓLF Hugh Hefner ætlar að ganga í það heilaga hinn 18. júní. Bróðir hans verður svaramaður. NORDICPHOTOS/GETTY EKKERT SPREÐERÍ Justin Bieber fær ekki að eyða peningunum sínum í rugl. Sjáðu og heyrðu Verzlinga segja þér allt sem þú vilt vita um skólann. Kíktu Sjáðu Opið hús í dag Verzlunarskóli Íslands | Ofanleiti 1 | 103 Reykjavík Kynningarmyndbönd á verslo.is Opið hús 24. febrúar 2011, kl. 17:00-19:00. Starfsfólk og nemendur sýna þér skólann og svara spurningum. 80 milljónir dollara eru auðævi grínistans Ricky Gervais metin á. Það er um tíu og hálfur milljarður íslenskra króna. Gervais kveðst þó gefa mikið af peningum sínum til góðgerðamála, til að mynda skattsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.