Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 6
6 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR VÍN Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallaraholu í austurríska smábænum Amstetten um 24 ára skeið og átti með henni sjö börn, seg- ist dreyma um frelsi. Þetta sagði Fritzl í viðtali við þýska blað- ið Bild, en þetta er í fysta sinn sem hann tjáir sig opinberlega eftir að hann var dæmdur til ævi- langrar fangavistar í fyrra. „Ég vildi gjarna fá tækifæri til að hugsa um eiginkonu mína því að hún var mér alltaf trú,“ sagði Fritzl, en bætti því við að hún hafi hvorki svarað bréfum hans né komið að heimsækja hann í fangelsið. Fritzl, sem er 75 ára, getur sótt um reynslulausn eftir 15 ár. - þj Röð námskeiða um skattamál Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðin og námskeiðsgjöld er að finna á kpmg.is 4. nóv. Virðisaukaskattskvaðir á fasteignir og upplýsingagjöf til skattyfirvalda 9. nóv. Virðisaukaskattur og bókhald, hvað fer helst úrskeiðis? 11. nóv. Skattaleg áhrif af eftirgjöf skulda og kaup á kröfum með afföllum 16. nóv. Skattskuldbindingar og samsköttun fyrirtækja 18. nóv. Afdráttarskattar hjá fjármála- fyrirtækjum 22. nóv. Kynning á reglum ESB um VSK 23. nóv. Álitamál tengd virðisauka- skattsskyldri starfsemi íslenskra fyrirtækja innan ESB 25. nóv. Afdráttarskattar af erlendri þjónustu 30. nóv. Nýgerðar breytingar á lögum um gjaldþrot og álitamál tengd frádráttarbærni krafna 2. des. Fyrirhugaðar breytingar á skattalögum SJÁVARÚTVEGUR Óánægju gætir hjá forvígismönnum samtaka í sjáv- arútvegi með ákvörðun Icelandic Group um að innleiða svonefnda MSC-vottun í þorsk- og ýsuveiðum við Ísland. MSC stendur fyrir Marine Stew- ardship Council sem er sjálfs- eignarstofnun sem heldur úti vottunarstaðli fyrir sjálfbærar fiskveiðar. Greiða þarf fyrir aðild að kerfinu. Icelandic Group tilkynnti um ákvörðun sína í lok síðasta mán- uðar, mánuði áður en íslenskt vottunarkerfi fyrir þorskveiðar, undir merkinu Iceland Responsi- ble Fisheries, verður tekið í notk- un. Í framhaldinu á það að ná yfir veiðar fleiri tegunda. Unnið hefur verið að íslenska vottunarkerfinu undir forystu Fiskifélags Íslands með þátttöku stjórnvalda. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er lítt hrifinn af MSC-kerfinu. Það sé þvingunarkerfi með óeðlilegum leikreglum. „Við teljum ófært að til þess að fá að eiga viðskipti með fisk séu menn þvingaðir til að borga þessum aðila lausnar- gjald. Það gengur ekki að einn aðili á alþjóðavísu ákveði hvort menn fái að selja ákveðnum aðil- um fisk.“ Íslenskur sjávarútveg- ur verði að vera frjáls frá slíku fyrirkomulagi. „Við hefðum kosið að Icelandic hefði látið reyna á íslenska kerfið sem byggir á viðmiðum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Með því verður sýnt fram á að við stundum ábyrg- ar veiðar en því fylgir ekki svona lausnargjald.“ Friðrik kveðst ekki vita hvort þessi afstaða LÍÚ og fleiri aðila í sjávarútvegi torveldi hráefn- isöflun Icelandic. Sambandið hafi ekki yfir félagsmönnum að segja. „Það eru vonbrigði að stjórn- endur Icelandic Group hafi tekið þessa ákvörðun nú rétt áður en íslenska vottunarkerfið er innleitt og að þeir hafi ekki verið tilbúnir að sjá hvernig því myndi reiða af,“ segir Arnar. Hann kveðst þó skilja að þrýstingur kunni að hafa verið á fyrirtækinu sem sé fjölþjóðlegt. „Þarna ráða markaðslegar ástæð- ur hjá stjórnendum en mín skoðun er að við eigum að standa saman um íslenska kerfið. Það hefur tekið of langan tíma að koma því á fót en nú sér fyrir endann á því.“ Aðspurður kveðst Arnar vona að MSC-vottun Icelandic hafi ekki neikvæð áhrif á íslenskan sjávar- útveg. bjorn@frettabladid.is Segir Icelandic taka upp þvingunarkerfi Talsmenn útgerðarmanna og fiskvinnslustöðva eru ósáttir við að Icelandic taki upp alþjóðlegt vottunarkerfi. Íslensk vottun verður innleidd síðar í mánuðinum. VEITT Icelandic Group hefur ákveðið að taka upp svonefnt MSC-vottunarkerfi fisk- veiða. Íslenskt kerfi fyrir þorskveiðar verður tekið í gagnið síðar í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON ARNAR SIGURMUNDSSON JOSEF FRITZL Ómenni dreymir um frelsi: Fritzl vill hugsa um konu sína UMHVERFISMÁL Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður óskaði eftir því á síðasta fundi Þingvallanefndar að settar verði reglur um flug yfir þjóðgarðin- um. Sigurður bendir á að til séu reglur um vatnasvið Þingvalla- vatns og að reynt sé að takmarka bílaumferð. „Það er því svolítið hróplegt ef maður setur sig niður í náttúruna á sunnudegi með fjölskylduna ef það kemur þyrla fljúgandi yfir í tíma og ótíma. Þyrlan er kannski með vel borg- andi túrista en passar ekki við þá stemningu sem ætlun er að eiga,“ segir Sigurður. „Það þyrfti að vera einhvers konar takmörkun á því hvar sé hægt að fljúga og hvenær.“ - gar Mikil flugumferð raskar ró: Reglur um flug yfir Þingvöllum FÉLAGSMÁL Fyrsta endurhæfingar- íbúðin fyrir blinda og sjónskerta hér á landi var vígð í gær. Blindrafélagið sér um kostnað og rekstur íbúðarinnar en Þjón- ustu- og þekkingamiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sér um endurhæf- ingu einstaklinga og ráðgjöf. Íbúðin er í húsi Blindrafélags- ins og er ætluð til hæfingar og endurhæfingar fyrir blinda og sjónskerta Íslendinga. Fyrsti íbúinn flytja inn á fimmtudaginn kemur. - sv Íbúð fyrir blinda vígð í gær: Íbúi flytur inn á fimmtudag AÞENA, AP Tvær sprengjur sprungu fyrir utan sendiráð Rússlands og Sviss í Aþenu, höf- uðborg Grikklands, í gær. Lög- regla lagði hendur á að minnsta kosti þrjár sprengjur til viðbótar, sem stílaðar voru á sendiráð Hol- lands, Belgíu og Mexíkó. Yfirvöld handtóku tvo menn í kjölfar sprenginganna. Þeir voru með kassa með sprengjum og var annar stílaður á Nicolas Sar- kozy, forseta Frakklands. Annar maðurinn er eftirlýstur fyrir aðild að róttækum hópi anarkista sem kallar sig Conspiracy Nuclei of Fire og hefur lýst á hendur sér fjölda lítilla sprenginga og íkveikja á síðustu tveim árum. - sv Alda sprengjuárása í Aþenu: Sprengjur til fimm sendiráða BRETLAND, AP Bretar og Frakkar undirrituðu í gær samning til fimmtíu ára um náið samstarf í varnar- og öryggismálum. Samn- ingurinn felur meðal annars í sér samnýtingu flugmóðurskipa, sam- eiginlega viðbragðssveit sem skip- uð verður tíu þúsund hermönnum beggja ríkja, og nána samvinnu um kjarnorkuvopn. „Þessi ákvörðun á sér engin fordæmi,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, „og hún sýnir trúnað og traust milli ríkjanna á því stigi, að áður hefur ekki þekkst í sögunni.“ Það var Sarkozy sem undirritaði samninginn í London í gær ásamt David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands. Samningurinn er að hluta til- kominn vegna brýnnar nauðsynj- ar beggja ríkjanna til að draga harkalega saman útgjöld ríkisins í heimskreppunni. Cameron sagði á ríkisstjórnar- fundi að samvinna ríkjanna um tilraunir með kjarnorkuvopn muni ein og sér spara breskum stjórn- völdum hundruð milljóna punda. - gb Tímamótasamningur Breta og Frakka um varnar- og öryggismál til fimmtíu ára: Áður óþekkt trúnaðartraust SARKOZY OG CAMERON Leiðtogar Frakka og Breta með samninginn á milli sín. NORDICPHOTOS/AFP BRUNI Engar upplýsingar er að fá frá lögreglu um það hvað olli því að eldur kom upp í bíl á verkstæði við Eirhöfða aðfaranótt mánu- dags. Eldurinn læsti sig í húsið, sem stórskemmdist í brunanum. Vegfarandi varð eldsins var skömmu eftir miðnætti og var allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sent á vettvang í snatri. Bíllinn á verkstæðinu var alelda þegar að var komið. Greiðlega gekk að slökkva í honum en þá kom í ljós að eldurinn hafði teygt sig í þak húss- ins og logaði í einangrun og bitum. Húsið er þrískipt með eldvarnar- veggjum á milli og kviknaði eldur- inn í miðhlutanum. Árni Þór Sigmundsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að húsið sé mjög skemmt og rjúfa hafi þurft þakið á þremur stöðum. Enn sé ekkert hægt að fullyrða um orsök eldsins en tæknideild lögreglu vinni að rannsókn málsins. - sh Húsnæði við Eirhöfða: Eldsupptök eru enn ókunn KJÖRKASSINN Finnst þér þú borða nógu hollan mat? Já 52,3% Nei 47,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt/ur því að Norður- löndin sameinist í eitt ríki? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.