Fréttablaðið - 03.11.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 03.11.2010, Síða 24
MARKAÐURINN 3. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T 1 Austurríki 25,0 2 Ástralía 30,0 3 Bandaríkin 39,2 4 Belgía 34,0 5 Bretland 28,0 6 Danmörk 25,0 7 Finnland 26,0 8 Frakkland 34,4 9 Grikkland 24,0 10 Holland 25,5 11 Írland 12,5 12 Ísland 18,0 13 Ítalía 27,5 14 Japan 39,5 15 Kanada 29,5 16 Kórea 24,2 17 Lúxemborg 28,6 18 Mexíkó 30,0 19 Noregur 28,0 20 Nýja-Sjáland 30,0 21 Portúgal 26,5 22 Pólland 19,0 23 Slóvakía 19,0 24 Spánn 30,0 25 Sviss 21,2 26 Svíþjóð 26,3 27 Tékkland 19,0 28 Tyrkland 20,0 29 Ungverjaland 19,0 30 Þýskaland 30,2 1221 3 15 18 11 5 26 7 22 28 10 1416 2 20 6 17 4 30 25 8 24 19 13 27 23 1 29 9 Tekjuskattshlutfall fyrirtækja innan aðildarríkja OECD 2010 Reglum um frádráttarbærni arðs á milli félaga var breytt í byrjun árs. Eftir breytinguna er fyrirtækjum óheimilt að draga frá tekjustofni sínum móttekinn arð og söluhagn- að frá öðrum hlutafélögum, svo sem dótturfélögum í öðrum löndum. Arður og söluhagnaður var áður al- mennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagn- að ytra. Með breytingunni, sem tók gildi í janúar, verður félag sem á meira en tíu prósent í dótturfélagi að jafna tap sitt áður en arður er fluttur á milli. Þetta telja skattasérfræðingar erfitt í framkvæmd, ekki síst fyrir þær sakir að vegna reglna um jöfn- un yfirfæranlegs taps fyrri ára á móti arði er fyrirtækjasamstæðum sem eru í fjár- hagslegri endurskipulagningu gert erfitt um vik. Þetta getur valdið því að arður frá dótturfélög- um berst ekki til móðurfélags hér. Það tefur fyrir endurskipulagningu fyrirtækisins og getur valdið því að utanaðkomandi, fjárfestar sem við eðlileg- ar aðstæður gætu hugsað sér að leggja fyrirtæk- inu til fé, snúa sér annað. Pim Peters, skattasérfræðingur Marels, segir tvísköttun arðgreiðslna fáheyrða í hinum vest- ræna heimi, ef frá er skilin lítils háttar álagning í Þýskalandi. „Í venjulegum heimi er hagnaður ekki skattlagð- ur tvisvar. Í okkar tilviki hefur hagnaðurinn verið skattlagður í Hollandi áður en hann er sendur til höfuðstöðvanna á Íslandi. Það er klárt mál að þetta kemur í veg fyrir að dótturfélögin sendi hagnað heim,“ segir Peters og leggur áherslu á að hann telji líklegt að fá ef nokkur íslensk fyrirtæki með starfsemi erlendis hafi sent fé heim af þessum sökum. Peters segist hafa skilning á ætlun stjórnvalda, þau þurfi meiri pen- inga í kassann um þessar mundir. Hann telur hins vegar að horfa eigi á álögurnar í stærra samhengi. „Ef arður og söluhagnaður fyrirtækja skilar sér ekki heim munu skuld- bindingar fyrirtækja í alþjóðleg- um rekstri hvíla á móðurfélögunum í langan tíma – hagnaður erlendra dótturfélaga greiðir þær ekki niður. Markmið skattlagningarinnar, að auka skatttekjur ríkissjóðs, nær því ekki fram að ganga, Þvert á móti eru áhrifin á hinn veginn.“ Pim Peters slær á sögusagnir þess efnis að mælt hafi verið með því að Marel flytji höfuðstöðvar sínar til annars lands þar sem skattaumhverfið er hagstæðara, svo sem til Hollands. „Það stendur ekki til. Skattaum- hverfið hér var mjög hagstætt áður. Ég hef meiri trú á stjórnmálum á Íslandi en þetta og Íslandi al- mennt. Það er einfaldara að afnema skattlagning- una,“ segir hann en tekur fram að öðru máli gegni um ný fyrirtæki, nýjar fjárfestingar hér. „Ef ég stýrði nýju fyrirtæki og sæti um borð í flugvél í leit að álitlegu landi til að koma því á laggirnar og hefja starfsemi þá myndi mér hugnast síst að lenda flugvélinni í Reykjavík. Þótt þið hafið átján prósenta tekjuskatt á fyrirtæki, þá er skattur á arð dótturfélaga fráhrindandi,“ segir hann. „Það eru til mörg lönd sem bjóða betur þótt tekjuskatt- sprósentan sé hærri.“ Spurður hvar Peters hugnist helst að lenda flug- vélinni svarar hann: „Þetta er erfið spurning, heim- urinn er stór.“ Myndi ekki lenda flugvél sinni á Íslandi Skattasérfræðingur Marels segir skattaumhverfi fyrirtækja hafa verið gott. Breyting eftir síðustu áramót hafi verið til hins verra. 1 Vaxtagjöld af skuldum 2 Skattlagning á fámenn hlutafélög 3 Breyttar frádráttareglur vegna arðs og söluhagnaðar 4 Tekjuskattur erlendra aðila með takmarkaða skattskyldu 5 Afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila 6 Skattur á gengishagnað á innlánsreikningum í erlendri mynt 1 2 6 5 4 3 12 Nokkrar skattabreytingar PIM PETERS Skattasérfræðingur Marels segir ekki í bígerð að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins vegna óhag- stæðra skatta sem eiga engan sinn líka í hinum vestræna heimi. Einfaldara sé að leggja skattinn af. MYND/PIM PETERS F lest þeirra ríkja sem glímt hafa við samdrátt í kjöl- far fjármálakreppunnar hafa dregið úr skattaá- lögum bæði á íbúa land- anna og fyrirtæki. Hér á landi virðist farið í þver- öfuga átt, skattar á almenning og fyrirtæki hafa verið hækkaðir. Því til viðbótar hafa ýmsar nýjar álögur verið færðar á fyrirtæk- in eða eru í bígerð á næstu mán- uðum, svo sem afdráttarskattar á vaxtagreiðslur til erlendra aðila og skattur á eftirgjöf skulda, sem talið er tefja fyrir fjárhags- legri endurskipulagningu – jafn- vel ýtt þeim fyrirtækjum fram af grafarbakkanum sem hefði mátt bjarga. Þá eru ótaldar til- lögur starfshóps á vegum fjár- málaráðuneytis, sem leggur til að tekjuskattur á lögaðila verði hækkaður úr 18 prósentum í 20. Þeir sem rætt hefur verið við í tengslum við umfjöllunina segja þetta hafa þyngt róður fyrirtækja í núverandi ástandi til muna. AGS LÍTIÐ UM MÁLIÐ AÐ SEGJA Í umfjöllun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, AGS, frá í sumar segir að skattkerfið hafi verið í meg- inatriðum ágætt þar til því var breytt á síðasta ári. Flækjustig hafi þá aukist og mælt er til þess að ákveðnir þættir verði látnir ganga til baka. Á meðal þeirra nýju skatta sem AGS gagnrýnir eru vaxta- greiðslur til erlendra aðila, sem mælst er til þess að verði felld- ir burt eða lækkaðir verulega. Á hinn bóginn styður AGS hækkun tekjuskatts í 20 prósent. Sendinefnd AGS hefur oft lýst því yfir að hún hafi lítið um fjárlagafrumvarp stjórnvalda og skattlagningu að segja með Stjórnvöld virðast hafa valið ranga leið Ríkisstjórnir víða um heim hafa mildað skatt- kerfi sitt og dregið úr álögum á fyrirtæki til að blása lífi í hagvöxt og færa efnahagslífið til betri vegar. Öðru máli virðist gegna hér á landi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoð- aði þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattaumhverfi fyrirtækja og ræddi við nokkra þeirra sem standa í miðjum svelgnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.