Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 33
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 7MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2010 beinum hætti. Í fjárlögum hvers ríkis séu fólgin pólitísk skilaboð og verði ekki snert við þeim. Þess í stað geti sjóðurinn komið með ráð og ábendingar um það sem betur megi fara til að ná fram ákveðnum markmiðum í þjóð- arbúskapnum. Stjórnvöld hvers lands eru ekki bundin af ábend- ingum AGS. Þvingunarúrræðum má þó beita, svo sem að neita að samþykkja endurskoðun áætl- unar með stjórnvöldum þeirra ríkja sem AGS vinnur með hverju sinni. ALLIR GERA MISTÖK Í skoðun Viðskiptaráðs frá í gær er bent á sautján skattaleg atriði sem betur megi fara og auðvelt ætti að vera að lagfæra. Bæði eru það nýleg mistök og eldri vanda- mál sem hafa dagað uppi. Málin eru fyrst og fremst hagnýt, en ekki bundin pólitík, hvorki til hægri né vinstri. „Við höfum búið okkur til flækjur sem koma niður á rekstrar- umhverfi fyrirtækja, ekki síst í al- þjóðlegri starfsemi,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands. Hann bendir á að tiltölulega einfalt mál ætti að vera að laga tæknilegar ambög- ur á skattkerfinu sem hafi ekkert pólitískt vægi. „Nálgun á skattabreytingarnar í fyrra var verulega gagnrýni verð. Tveir virkir dagar voru gefnir til umsagnar. Þrátt fyrir það komu góðar ábendingar frá fjölda aðila um það sem betur mátti fara. Nokkrum dögum síðar varð frumvarpið að lögum án þess að í raun hefði verið tekið tillit til gagnrýni í umsögnum,“ segir hann og bendir á að þegar yfir- völd leggi í breytingar á skatta- löggjöf sé eðlilegt að gera það í samstarfi við hagsmunaaðila og gefa til þess rýmri tíma. Það hafi ekki verið gert í fyrrahaust. „Það er ekkert óeðlilegt þótt menn geri mistök,“ segir Finnur Oddsson og bendir á mikilvægi þess að færa þau sem fyrst til betri vegar. Stjórnvöld gera fátt til að hvetja erlend fyrirtæki til að fjárfesta hér, hvort heldur er með bein- um hætti í fyrirtækjarekstri eða með lánveitingum, að sögn Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra á skatta- og lögfræðisviði endur- skoðendaskrifstofu Deloitte. FJÁRFESTAR FÆLDIR FRÁ „Það er orðið svo rosalega mikið af miklum breytingum að erfitt er að fylgjast með,“ segir hún og nefnir sem dæmi afdráttarskatta á vaxtagreiðslur til erlendra aðila sem valdi því að fimmtán prósenta aukaskattur hafi óvænt lagst ofan á lántökukostnað ís- lenskra stórfyrirtækja sem hafi tekið erlend lán. Við þetta bæt- ast gjaldeyrishöft, sem valdi því að fjárfestar viti ekki með vissu hvort þeir geti farið með fé sitt úr landi hætti þeir við fjárfest- inguna. Það sé miður enda virð- ist sem Íslandi sé hægt og bítandi ýtt út af heimskortinu. Stjórn- endur fyrirtækja séu viljugri til að fjárfesta í rekstri í öðrum löndum þar sem skattaumhverfið sé stöðugt og hagstætt. PLÁSTRUÐ LÖG Vala segir að þrátt fyrir tíðar breytingar á skattalögum sem hafi það markmið eitt að auka skatttekjur ríkissjóðs hafi önnur atriði dagað uppi. Þar á meðal hafi lög um virðisaukaskatt ekki verið aðlöguð að reglum annarra ríkja svo árum skipti. Lög um virðisaukaskatt voru sett árið 1988, fyrir 22 árum, og byggja að mestu á frumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi þrem- ur til fjórum árum fyrr. Þau hafa verið löguð stöku sinnum síðan þá og eru sambærileg lögum og reglum um virðisaukaskatt sem voru í gildi í Evrópu í kringum 1990. Endurskoðun þeirra hér hefur legið á borði fjármálaráðu- neytis í um ár. „Við höfum mikið af þjónustu og rafrænum viðskiptum sem ekki sjást og fer ekki í gegnum hefðbundinn toll. En þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki, sem geta lent í því að þurfa að greiða virðisaukaskatt í tveimur ríkjum,“ segir Vala. Þykkt lag af ryki á lögum um virðisaukaskatt Tíðar skattabreytingar fæla fjárfesta frá landinu. Sum lög hér eru svipuð sambærilegum lögum og voru í gildi í Evrópu fyrir tuttugu árum. VILL BLÁSA RYK AF GÖMLUM LÖGUM Íslensk fyrirtæki gætu lent í því að þurfa að greiða virðisaukaskatt í tveimur ríkjum. „Við erum með mjög gamlar reglur um virðisaukaskatt,“ segir Vala. MARKAÐURINN/GVA FINNUR ODDSSON Ekkert er óeðlilegt við það að gera mistök, segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann mælir með því að illa ígrundaðar skattabreytingar sem komið var með hraði í gegnum Alþingi í fyrra verði lagaðar. MARKAÐURINN/VILHELM Skárra skattaumhverfi í Svíþjóð Breyting á fyrirtækjasköttum í fyrra skilaði þveröfugri niðurstöðu. Ríkið varð af milljarðatekjum. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að upptaka skatts á vaxta- greiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi sína hér í fyrrahaust. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Það jafngildir skattgreiðslum tæplega 740 manna með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun. Fyrirtækin voru með litla eigin- lega starfsemi hér, en sinntu fjár- stýringu fyrir félög innan viðkom- andi samstæðu. Alexander G. Eðvardsson, for- stöðumaður skattasviðs hjá KPMG, segir þetta sorg- legt en sýna að breytingar á sköttum fyrirtækja sem innleiddar voru með hraði í fyrrahaust hafi valdið tjóni. Menn hafi ætlað að ná fram ákveðnum mark- miðum með skattinum. Áhrifin hafi verið önnur en til var ætlast. „Tjónið varð í raun tvöfalt. Fyrirtækin fóru og skatttekjur ríkissjóðs lækkuðu og vaxtagjöld íslenskra félaga juk- ust þar sem skattinum var í raun velt yfir á félögin,“ segir hann og bendir á að í raun hafi samkeppnis- hæfni landsins truflast við skatta- breytinguna. Hann telur ekki ósennilegt að fyrirtækin erlendu hafi sett sam- bærilega starfsemi og var hér á laggirnar í Svíþjóð eða í öðrum löndum sem hafi hagstæðari tví- sköttunarsamninga við heimalönd þeirra en hér og tiltölulega gott skattaumhverfi. Líkt og sést á myndinni með úttektinni er tekju- skattur á fyrirtæki í Svíþjóð 8,3 prósentustigum hærri en hér. „Prósentuskattur á fyrirtæki segir ekki allt,“ segir Alexander. ALEXANDER Erlend fyrirtæki sáu hag í því að hætta starfsemi hér í fyrra og hefja rekstur í Svíþjóð þrátt fyrir hærri tekjuskatt á fyrirtæki þar en hér. MARKAÐURINN/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.