Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 3. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 V I Ð T A L Nýherji hf. Borgartún 37 / Kaupangur Mýrarvegi, Akureyri Sími 569 7700 www.netverslun.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 9 3 6 Hugbúnaður Microsoft hefur uppfært verkfærakistuna fyrir Office 2010. Í henni eru fjölmargar nýjungar sem hjálpa fyrirtækjum að koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og aðgengilegan hátt. Það eru margar gildar ástæður fyrir því að fá sér Office 2010 skrifstofuhugbúnaðinn. Fjarstýrðu kynningunni Nýttu þér Broadcast Slideshow þegar þú vilt kynna vöru og þjónustu með PowerPoint í gegnum vefinn. Þú stýrir kynningunni í gegnum þína tölvu og viðskipavinir fylgjast með á sínum skjá. Komdu á skipulagi Haltu utan um hugmyndir og glósur í OneNote og leyfðu öðrum að sjá eða breyta með OneNote Shared Notebook á vefnum. Aukin samvinna Með Office 2010 geta fleiri en einn unnið í sama skjalinu hvort sem það er í gegnum netið, tölvuna eða farsímann. Myndrænni gögn Öflugri myndbirting gagna í Excel töflureikni. Nú getur þú eytt meiri tíma í greiningu gagna í stað útfærslu þeirra. Kynntu þér fleiri frábærar nýjungar Office 2010 á www.nyherji.is BETRI VERKFÆRI V enjulegt fólk fær marg- ar hugmyndir á hverjum degi. Sumar þeirra valda því að fólk kemst í eins konar vímu, vakir langt fram eftir nóttu og leggur annað til hliðar til að gera þær að veru- leika. En erfitt getur verið að koma hlutunum í verk. Við það dregur úr vímunni. Til að viðhalda henni fær sami maður aðra hugmynd. Hann kemst aftur í vímu og legg- ur allt í sölurnar fyrir hugmynd- ina. Sú fyrsta drabbast niður og verður líklega að engu. Líklegt er að sömu örlög bíði líka nýju hugmyndarinnar. Einhvern veginn á þessum nótum lýsti Scott Belsky því í fyrirlestri á dögunum, hvernig hugmyndaríkt, frjótt og skapandi fólk virðist fá hverja hugmyndina á fætur annarri en koma engu í verk. Sjálfur hafði hann geng- ið með hugmyndina í maganum í nokkur ár áður en hann lét til skarar skríða. ÓL HUGMYND Í NOKKUR ÁR Belsky var rétt rúmlega tvítugur þegar hann fékk hugmyndina; var með háskólagráðu í umhverfis- verkfræði og hönnun og vann við skipulags- og leiðtogaþróun hjá bandaríska fjárfestingarbankan- um Goldman Sachs. Einmitt þar fékk hann nokkrar hugmyndir sem geta hjálpað einstaklingum við að koma frjóu ímyndunarafli sínu í réttan farveg. Þeirra helst er fyrirtækið Behance Network, sem er regnhlíf nokkurra stuðn- ingsdeilda við skapandi fólk og margir Íslendingar nota. „Ég settist oft niður með vinnu- félögum mínum eftir vinnu og hlustaði á þá segja mér frá nýj- ustu hugmynd sinni, skáldsögu eða viðskiptahugmynd, sem aldrei urðu að neinu. Næst þegar við settumst aftur niður sögðu þeir mér frá annarri hugmynd. Ég varð mjög pirrður á þessu, að þeir skyldu aldrei koma sér í að gera eitthvað úr hugmyndunum. Mér fannst í raun að þeir sem fá góðar hugmyndir eigi að prófa þær. Það væri samfélagsleg ábyrgð skap- andi fólks. Mér fannst ég verða að gera eitthvað,“ segir Belsky, sem fór í viðskiptanám með áherslu á skapandi greinar við Harvard-há- skóla og þróaði hugmynd sína þar. Þar hitti hann samverkamann sinn Matias Corea, aðalhönnuð og með- stofnanda Behance Network. BÓK SEM HJÁLPAR Í vor kom út í Bandaríkjunum bók Belskys sem fengið hefur íslenska heitið Frá hugmynd til veruleika og er nýkomin út hér. Þar kynn- ir höfundur ýmsar leiðir sem fólk getur notað til að gera eitthvað úr hugmyndum sínum. Meginhugmynd Belskys er sú að enginn sé fæddur með þann eig- inleika að skapa og framkvæma. Ekkert mál sé að fá hugmyndir, annað að gera eitthvað úr þeim. Á bak við bókina liggur rann- sóknarvinna höfundar, sem skoð- aði venjur og vinnubrögð afkasta- mikilla einstaklinga og hópa í ýmsum atvinnugreinum. Þar á meðal eru listmálarar og rithöf- undar. Sjálfur tekur Belsky landa sinn rithöfundinn James Patter- son sem dæmi. Hann sé ætíð með margar skáldsögur í vinnslu á hverjum tíma og hafi átt þær all- margar í efstu sætum vinsælda- lista. Niðurstaða Belskys er sú að skipulag og tímastjórnun skipti mestu máli fyrir þá sem vilji koma hugmynd sinni út í heiminn. Ekki þurfi nein sérstök séní til þess. Lykilatriðið er áunnið skipu- lag á borð við það sem Patterson styðjist við. Hitt er tengslanet- ið því enginn getur framkvæmt það sem hann vill án hjálpar frá öðrum. „Ef við teljum okkur vera með góðar hugmyndir ætti að þvinga okkur til að koma þeim á fram- bæri. Það er auðvelt núna með öllum tólunum á Netinu, Twitter, Facebook og með bloggi. Margir fá góðar hugmyndir, sem aldrei verða að veruleika. Það er synd. Við þurfum því að búa til fleiri leiðir fyrir fólk til að koma hug- myndum sínum á framfæri,“ segir Belsky og leggur áherslu á að sér finnist það synd að fólki sé ekki kennt að skipuleggja sig fyrr en seint á lífsleiðinni. Nær væri að byrja á því í grunnskólum. „Það er merkilegt að við kenn- um fólki ýmis tungumál, stærð- fræði og sögu en ekki hvernig eigi að skipuleggja sig. Það er leynit- ólið sem nýtist til að koma hlut- unum í verk,“ segir hann. „Þeir bestu í skipulagi á eigin lífi búa að reynslu frá skólaárum sínum, þá sérstaklega í tengslum við fé- lagslíf sitt og íþróttir utan hefð- bundins skólatíma. Það er ávallt á þeim vettvangi sem fólk þarf að skipuleggja sig. Sú reynsla nýtist þeim líka síðar í lífinu.“ Fyrirlestur Scott Belsky má nálgast hér: http://the99percent. com Varð pirraður út í aðgerðaleysi Bandaríkjamaðurinn Scott Belsky segir rétta skipulagið lykilinn að því að gera hugmyndir að veruleika. Hann hefur unnið ötullega að því að hjálpa fólki að koma hlutunum í verk. Nýverið kom út bók hans um leiðina til árangurs og aðferðir afkastamikilla einstaklinga. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Belsky um hugmyndaauðgi og mikilvægi skipulags. Í bókinni Frá hugmynd til veruleika dregur Scott Belsky upp nokkrar leiðir sem nota má til að koma hugmynd- um í verk. Þetta eru ekki hugmyndir hans sjálfs heldur samantekt frá öðrum – það nýjasta í geiranum segja þeir sem til þekkja. Og fátt er þar nýtt undir sólinni; vinnusemi er leiðin til árangurs. Þeir sem ekki leggja sig alla fram ná skammt. Helstu leiðina setur hann fram í formi eftirfarandi formúlu: Frá hug- mynd til veruleika = (hugmynd) + skipulag og framkvæmd + leiðtoga- færni. Formúlan helst í hendur við það sem Belsky nefnir 99%-regluna. Þar er árangur eitt prósent hugmynda og 99 prósent vinnusemi og skipulag. Undirritaður studdist við kerfi eins af undirfyrirtækjum Behance Network er nefnist Aðgerðaskrefin (e. Action Method). Þetta er fyrirtæki sem býður upp á skipulagsstjórnun. Á vefsíðu fyrirtækisins má finna forrit sem net- verjar geta nýtt til að flokka hugmyndir eftir efni og tímasetja þær á fremur einfaldan hátt. Bæði má nota ókeypis takmarkaða útgáfu eða fá fulla útfærslu og greiða fyrir það. Sambæri- legt skipulagskerfi má jafnframt kaupa í pappírsútgáfu. Áhugasamir geta kynnt sér Aðgerðaskrefin á slóðinni http://www.actionmethod.com/ S K I P U L A G I K O M I Ð Á H U G M Y N D I R N A R SCOTT BELSKY Kenna verður fólki skipulag og mikilvægi tímastjórnunar í grunnskóla, segir Scott Belsky. Hann hefur skrifað bók sem á að hjálpa fólki að gera eitthvað úr hugmyndum sínum. Vinnusemi er lykillinn að árangri, segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.