Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 5 Sörur geymast vel í frysti ef þær eru faldar fyrir sísvöngum og sykurþurfandi. Því er upplagt að byrja jólabaksturinn á þeim. Það tekur sinn tíma en er ekki eins vandasamt og margir halda. Aðalatriðið er að stífþeyta eggin og leyfa kökunum að kólna á milli þess sem lögin eru sett á. Þeirra tími mun koma BOTNAR 3 eggjahvítur (stífþeyttar) 3½ dl flórsykur 200 g möndlur (fínhakkaðar) Stífþeytið eggjahvíturn- ar. Blandið flórsykri og fínhökkuðum möndlum létt saman við. Setjið í litla toppa á bökun- arplötu og bakið í um átta mínútur við 180 gráður. Kökurnar eru kældar vel í ísskáp eða úti á svölum. KREM 3 eggjarauður (stífþeyttar) 4 msk. kakó 3 msk. síróp 100 g íslenskt smjör (lint) Stífþeytið eggjarauðurn- ar. Blandið öðrum hrá- efnum varlega saman við. Setjið kremið á botnana og stingið þeim aftur í kæli. HJÚPUR 200 g Síríus suðu- súkkulaði Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dýfið kremhliðinni ofan í. „Ég er nú ekki vanur að gefa hand- unnar jólagjafir en á því verð- ur breyting þessi jól því ég er að verða búinn að prjóna þær allar. Maður bjargar sér í kreppunni,“ segir Bergþór Pálsson og brosir við. Upphaflega kveðst hann hafa lært að prjóna þegar strákurinn hans var á 1. ári og hann vann sem næturvörður á Landssímanum við Austurvöll. „Mig vantaði eitthvað að gera á nóttunni og ræstingakonurnar tóku sig til og fitjuðu upp á flík fyrir mig. Svo prjónaði ég áfram alla nóttina. Þær leiddu mig í gegn- um útaukningar og úrtökur og ég prjónaði ýmislegt á strákinn minn þetta sumar en svo aldrei meir – þar til í fyrravetur. Þá var ég í litlu hlutverki í Óli- ver í Þjóðleikhúsinu þannig að ég hafði góðan tíma á milli þess sem ég fór á svið. Þá datt mér í hug að prófa að prjóna mér vesti.“ Bergþór segir vestisprjónið eiga sér þá forsögu að honum hafði verið boðið í þrítugsafmæli þar sem gestirnir voru beðnir að koma í gömlum íslenskum þjóð- búningum og hann hafi fengið leigt vesti með prjónuðum framstykkj- um. „Mig langaði að eignast slíkt vesti og auglýsti á fésbókinni eftir einhverjum sem vildi prjóna það fyrir mig. Þá spruttu upp tugir eða hundruð vinkvenna sem ég kunni ekki við að velja á milli þannig að ég hugsaði: ég geri þetta bara sjálfur, bjó til snið og byrjaði.“ Bergþór kveðst hafa fengið föður sinn til að kenna sér að fitja upp á ný. Síðan hafi hann notið leiðsagnar Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur leikkonu þar sem hann sat að tjaldabaki í Þjóð- leikhúsinu. „Ég kallaði alltaf í Vigdísi Hrefnu þegar ég þurfti á hjálp að halda. Hún er snillingur í prjónaskap enda er hún ömmu- barn Vigdísar Pálsdóttur sem sá um tímaritið Hug og hönd, og ég lauk við vestið sem var auðvit- að margprjónað því ég þurfti svo oft að rekja upp,“ segir Bergþór sem lét ekki þar við sitja heldur prjónaði tvö vesti til viðbótar en saumaskapurinn er eftir. „Upp úr þessu fór Vigdís Hrefna að lána mér gömul blöð með stelp- upeysum svo ég gæti prjónað á litlu afastelpuna mína. Síðan hef ég alltaf verið með eitthvað á prjónunum milli þess sem ég kem fram á sviðið í Rígólettó í Íslensku óperunni.“ Prjónaskapurinn er bæði skemmtileg og róandi iðja, að mati Bergþórs, einkum ef hann er ekki of einfaldur. „Ef maður er að fást við kaðla eða annað mynstur sem markar skil þá finnst manni allt ganga hraðar,“ segir Bergþór og brosir hæversk- lega þegar honum er hrósað fyrir kunnáttuna. „Það er nú svo skrít- ið að þegar maður er búinn að læra grunninn þá er ekkert rosa- legt mál að bæta trikkum eins og köðlum við.“ gun@frettabladid.is Prjónar allar jólagjafirnar Bergþór Pálsson óperusöngvari dustaði rykið af áratuga gamalli prjónakunnáttu fyrr á þessu ári. Nú liggja eftir hann fjölmargar flíkur svo jólapakkarnir frá honum verða mjúkir þetta árið. „Mig vantaði eitthvað að gera á nóttunni og ræstingakonurnar tóku sig til og fitjuðu upp á flík fyrir mig,“ segir Bergþór um upphafið að eigin prjónaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MÍN SKOÐUN ALLA VIRKA DAGA KL. 13 – 15 Jólastjarna er vinsælasta pottaplantan á Íslandi. Árlega seljast um sextíu til sjötíu þúsund plöntur. Farið var að rækta jóla- stjörnur á Íslandi 1965 en algengustu afbrigðin í dag eru Sonora og Lilo. heimild: www.landbunadur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.