Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 8
8 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði árs- ins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mán- aða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Einkamál eru höfðuð telji ein- hver sig eiga kröfu á einstakl- ing eða fyrirtæki, í langflestum tilvikum er um peningakröfu að ræða, segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs Íslands. Hann segir að smærri mál vegna lágra skulda rati í mun minna mæli til héraðsdómstóla eftir að breyt- ingar voru gerð- ar á þingfesting- argjaldi. Áður þurftu þeir sem höfða vildu einka- mál að greiða 3.900 króna gjald til að fá málið þingfest. Í ár var gjaldið tæplega fjórfaldað, og er nú um 15 þúsund krónur að lágmarki. „Það var ótrúlega mikið af einkamálum sem vörðuðu lágar upphæðir,“ segir Símon. Langsamlega flest einkamál eru útkljáð án þess að sá sem stefnt er taki til varna, og lýkur þeim málum ekki með formleg- um dómi. Starfsmaður dómsins fer yfir kröfurnar og metur hvort þær eigi við rök að styðjast. Ef svo er lýkur málinu með áritun dóm- stólsins sem staðfestir að kröf- urnar séu teknar til greina, segir Símon. Mikil fækkun þessara minni einkamála dregur afar lítið úr álagi á dómstólana, segir Símon. Afgreiðsla þeirra hafi verið í höndum aðstoðarmanna dómara, þó dómarar beri alltaf endanlega ábyrgð á afgreiðslu málanna. „Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auð- vitað ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélag- inu fækki,“ segir Símon. Þetta hafi með öðrum orðum þær afleiðingar að fólk sitji uppi með smærri kröf- ur og geti ekki sótt rétt sinn með góðu móti sökum kostnaðar. Símon segir að þetta ætti að auka þrýstinginn á stjórnvöld um að taka upp svokallaða smámála- meðferð með svipuðum hætti og gert hafi verið á hinum Norður- löndunum. Þar getur fólk borið minni mál upp við dómstóla í gegnum vefinn án fulltingis lögmanna, og fengið úrlausn sinna mála án mikils til- kostnaðar. Vilji sá sem stefnt er bregðast við stefnunni geti hann gert það með því að setja fram sín rök í málinu í stuttu máli, sem og gögn sem styðja hans málstað. Þegar það er komið er dæmt í málinu, en haldi stefndi ekki uppi vörnum lýkur því með sama hætti og í smærri málum nú, með áritun dómstólsins. Símon segir að dómsmálaráðu- neytið sé nú að meta hvort þessi leið verði farin hér á landi. Þörf- in fyrir þetta úrræði hafi auk- ist mikið, eins og endurspeglist í tölum yfir fjölda mála. „Fólk sér einfaldlega að það er glapræði að stefna inn málum vegna lágra fjárhæða, og það þarf að vera til úrræði fyrir það fólk,“ segir Símon. Ákærumálum frá lögreglustjór- um landsins hefur fækkað hjá héraðsdómstólunum undanfar- in ár. Alls voru um 1.500 ákær- ur þingfestar fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við um 2.500 á sama tímabili árið 2008. Auknar heimildir lögreglu- stjóra til að ljúka málum án atbeina dómstóla skýra að mestu þessa fækkun að mati Símons Sigvaldasonar, formanns dóm- stólaráðs Íslands. Reglunum var breytt á síðasta ári, og hafa skil- að sér í minna álagi hjá dómstól- um vegna til dæmis umferða- lagabrota. Einnig gæti haft áhrif harðari viðbrögð við síbrotamönnum, segir Símon. Þeir séu nú yfir- leitt stöðvaðir fyrr, oftar settir í síbrotagæslu og sitji lengur inni eftir hverja innbrotahrinu. Það skili sér í færri innbrotum. Einkamálum fækkar Einkamálum sem hafa verið höfðuð það sem af er ári hefur fækkað um nær helming frá því í fyrra. Litlu málin hverfa svo þetta dregur lítið úr álagi segir formaður dómstólaráðs. Hækkun á þingfestingargjaldi skýrir fækkunina. SÍMON SIGVALDASON FRÉTTASKÝRING: Breytingar á fjölda einkamála og ákærumála Fleiri málum lokið hjá lögreglustjórum Ákærumál frá lögreglu og saksóknurum 1999 2004 2010 2.500 1.500 1.000 1.506 2.030 1.501 20.000 15.000 10.000 5.000 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Þingfest einkamál hjá héraðsdómum 7.736 10.378 13.761 19.087 16.490 9.322 12.939 9.788 10.315 13.085 9.722 17.275 Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auðvit- að ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélaginu fækki. SÍMON SIGVALDASON FORMAÐUR DÓMSTÓLARÁÐS 320.000.000 200.000.000 +120.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 320 MILLJÓNIR Fyrsti vinningur stefnir í 200 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 120 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 3. NÓVEMBER 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Tvöfal dur 1. vinn ingur F í t o n / S Í A AT HU GI Ð AÐ S ÖL U LÝ KU R NÚ K L. 17 ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.