Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 16
16 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþol- andi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundr- ungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér full- vel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnu- grein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dög- unum liggur fyrir. Mælt var með samn- ingaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að til- lögum sáttanefndarinnar, dregur ríkis- stjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða fram- kvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta tak- markaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársauka- fulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagn- rýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynleg- ar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hag- kvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvæg- ast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarð- anir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir. Sýndarmennska um sáttanefnd? Stjórnmál Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður Upplýsingar Eftirfarandi mátti lesa á síðu Seðla- bankans á mánudag: „Í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyr- ismál nr. 87/1992, með síðari breyt- ingum, og ákvæði 17. gr. reglna nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, hefur Seðlabanki Íslands lokið endurskoðun á gildandi regl- um nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, sbr. auglýsingu nr. 843/2010, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 29. október 2010. Eins og fram kemur í auglýsingunni taldi Seðlabankinn ekki þörf á að breyta núgildandi regl- um og veitti efnahags- og viðskipta- ráðuneytið samþykki sitt fyrir því, með bréfi, dags. 27. október 2010. Reglur nr. 370/2010, um gjaldeyris- mál, haldast því óbreyttar.“ Slappt Svona framsetning er vægast sagt ferleg og í raun móðgun við fólk. Ríkis- stofnunin ætti að sjá sóma sinn í að setja upplýs- ingar sínar fram þannig að sem flestir skilji. Hall …eitthvað Besta flokknum er annt um að sögu kvenna sé gert hærra undir höfði í Reykjavík. Í því skyni slær hann sér á brjóst og sendir út fréttatilkynningu um að nú sé í skoðun að setja skjöld á styttuna af Ingólfi Arnar- syni, þar sem segi: „Hallgerður Fróðadóttir var fyrsta landnáms- konan á Íslandi. Þetta er stytta af manninum hennar.“ Vanda- málið er bara það að eiginkona Ingólfs hét Hallveig Fróðadóttir, ekki Hallgerður. En það er kannski aukaatriði, svo lengi sem þetta er kvenmannsnafn. bjorn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Fæst í HAGKAUP- Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Akureyri Heildsöludreifing: Vörusel ehf. – vorusel@gmail.com Einstakir eiginleikar Ultra Aloe Vera mýkir, nærir og gefur húðinni þann raka sem hún þarf. Mest selda fótakrem í Bandaríkjunum Hugsaðu vel um húðina... ...með Miracle of Aloe kremin sem virka F yrirlestur Michaels Porter, prófessors við Harvard- háskóla, í Háskólabíói í fyrradag blés viðstöddum bjartsýni í brjóst. Porter, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, telur að jarðvarmageirinn hér á landi geti orðið drifkrafturinn í endurreisn efnahagslífsins. Virkjun jarðvarma í þágu orkufreks iðnaðar – ekki þó endilega bara álvera – sé sá kostur sem geti skilað Íslandi skjótustum ávinningi og jafnframt liggi gríðarleg tækifæri í útflutningi tækni og þekkingar á sviði jarðvarma. Michael Porter hvatti Íslend- inga til að láta af sjálfsvorkunn- inni, hætta að velta sér upp úr kreppunni og hverjum hún væri að kenna og horfa þess í stað fram á veginn. Rannsóknir hans og samstarfsmanna hans, í félagi við fjölda íslenzkra fyrirtækja, stofnana og háskóla, hafa sýnt fram á að á sviði jarðvarmans, ekki sízt virkjunar háhitasvæða, nýtur Ísland ákveðins samkeppnisforskots og orðstírs sem farið hefur víða. Porter hvatti stjórnvöld til að taka höndum saman við atvinnu- lífið og marka stefnu, sem styddi við svokallaðan jarðvarmaklasa á Íslandi sem samanstendur af orkufyrirtækjunum, fyrirtækjum sem selja þeim þekkingu, tækni og ráðgjöf og menntastofnunum sem sjá geiranum fyrir hæfu vinnuafli. Porter og samstarfsmaður hans, Christian Ketels, bentu á hætt- una sem það fæli í sér ef Íslendingar sætu eftir í þróun jarðvarma- orku. Íslenzkir sérfræðingar í nýtingu jarðvarma væru eftirsóttir og færu þá til erlendra fyrirtækja, sem nýttu þekkingu þeirra. Prófessorinn hvatti meðal annars til þess að haldið yrði áfram að efla samkeppni í orkuvinnslu innanlands, greitt yrði fyrir erlendum fjárfestingum í orkugeiranum og regluverkið einfaldað. Framtíðarsýn Porters er studd bæði rannsóknum og reynslu. Hann segir réttilega að Íslendingar eigi að skammast sín, nýti þeir ekki þau gífurlegu tækifæri sem liggi í jarðvarmageiranum. Sú spurning vaknaði þó óhjákvæmilega í huga margra, sem hlustuðu á Michael Porter, hvort rödd hans næði eyrum núverandi ríkisstjórnar. Margt af því sem stjórnin aðhefst nú er þvert á þessa framtíðarsýn. Síðast í Fréttablaðinu í dag lýsir Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, því yfir að flokkurinn vilji að ríkið eignist HS orku og beiti jafnvel eignarnámi til að útiloka erlent eignarhald á fyrirtækinu, þótt nefnd á nefnd ofan hafi komizt að þeirri niðurstöðu að slíkt stangist á við lög. Ekki verður séð að það samrýmist áherzlu Porters á að efla nýsköpun með vaxandi samkeppni í orkuvinnslu innanlands, þegar stefnt er að því að koma henni allri í hendur hins opinbera á ný. Af sama toga er það þegar VG reynir að leggja stein í götu fjárfestinga erlendra iðnfyrirtækja og nánast allrar orkuvinnslu, hvaða nafni sem hún nefnist. Að minnsta kosti annar stjórnarflokkurinn hefur engan áhuga á framtíðarsýn í orkumálum, heldur vill halda jarðvarmageiranum í fjötrum fortíðar – og skammast sín ekki einu sinni fyrir það. Michael Porter blæs Íslendingum bjartsýni í brjóst - en hlusta stjórnvöld á hugmyndir hans? Jarðvarmaklasi í fjötrum fortíðar? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.