Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 3. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Bundinn í einn mánuð. D Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 2,35%A 12,35% 12,00% Vaxtaþrep 3,30% 12,75% 12,75% Vaxtareikningur 2,55%B 12,80% 12,80% MP-1 10,85 til 3,40%C 12,35% 12,35% PM-reikningur 12,55 til 3,75% 13,05% 13,10% Netreikningur 3,75% D 13,20% 13,20% Sparnaðarreikningur 3,45% 11,25% Ekki í boði. Bandaríski tryggingarisinn AIG greiðir á næstunni 37 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 4.100 milljarða íslenskra króna, inn á lán sem stjórnvöld veittu fyrir- tækinu við upphaf fjármálakrepp- unnar fyrir tveimur árum. Fyrirtækið hefur gripið til ráð- stafana til að safna fénu, meðal annars selt eitt stærsta dótturfélag sitt, American Life Insurance Co., og skráð Asíuarm sinn, AIA Group, á hlutabréfamarkað. Viðskiptin eru hluti af umfangs- mikilli endurskipulagningu á efnahagsreikningifélagsins. Gert er ráð fyrir að þegar ferlinu ljúki snemma á næsta ári muni banda- ríska fjármálaráðuneytið eiga 92 prósenta hlut í félaginu en selja svo hlutabréf sín á hlutabréfa- markaði í smáum skömmtum. Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post sagði í vikubyrjun stjórn- völd gera ráð fyrir hagnaði af lán- veitingunni til AIG. Lánveitingar og lánalínur til AIG og dótturfé- laga námu þegar mest var 182,5 milljörðum dala í maí í fyrra. - jab FORSTJÓRINN BRÚNAÞUNGUR Robert Benmosche, forstjóri AIG, sem tók við fyrir rúmu ári, ætlar á næstunni að greiða inn á risalán sem stjórnvöld veittu fyrirtækinu til að forða því frá hruni. MARKAÐURINN/AFP AIG greiðir upp í skuldahítina „Hugmynd okkar er að gera þetta að alvöru aug- lýsingabransahúsi, húsi skapandi iðnaðar. Hér er hátt til lofts, veggirnir steyptir og hægt að ganga út í Öskjuhlíð í góðu veðri,“ segir Andrés Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri almannatengsla- og kynningarfyrirtækisins Góðra samskipta. Fyrirtækið flutti í síðustu viku í burstabæinn Þór- oddsstaði við Skógarhlíð, sem áður hýsti starfsstöð Saga Fjárfestingarbanka í Reykjavík. Góð samskipti deila húsinu með markaðsstof- unni Vert, sem skipuð er reynslumiklum mönnum úr markaðs - og auglýsingageiranum; fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsmála hjá Ölgerðinni, for- stöðumanni markaðsmála hjá Tryggingamiðstöðinni og Icelandair, og fyrrverandi sölu-og markaðsmanni hjá SkjáEinum, að öðrum ótöldum. Hjá Góðum samskiptum vinna tveir og sjö hjá Vert. Andrés gerir ráð fyrir að fólki muni fjölga á næstu mánuðum. - jab NÝIR ÍBÚAR Horft er til þess að eins konar hugmyndahús skap- andi iðnaðar verði á Þóroddsstöðum, segir einn leigjenda þar. MARKAÐURINN/GVA Þorgils Jónsson skrifar Þó að ástand mála á Íslandi sé slæmt um þessar mundir bjóðast víða tækifæri sem gætu hjálpað við endurreisn efnahagslífsins. Eitt af því sem helst er rætt eru þeir miklu möguleikar sem felast í stór- auknum skipaferðum milli Asíu og Norður-Evrópu um hina svokölluðu norðausturleið sem liggur frá Beringsundi, meðfram ströndum Rússlands og suður með Noregi. Þó slíkar siglingar séu ekki hafnar að miklu marki munu fleiri tækifæri gefast í framtíðinni þar sem hafís á svæðinu hefur hopað stöðugt í hálfa öld. Til dæmis kom skip nýlega til hafnar í Kína eftir að hafa siglt frá Noregi, en það var 15 dögum fljótara í ferðum heldur en ef hefðbundin leið væri farin í gegnum Súesskurðinn og suður fyrir Indland. Landfræðileg staða Íslands gefur fjölmörg ný tækifæri tengd skipaferðum um norðausturleiðina. Meðal annars gæti Ísland þjónað bæði austurströnd Norður-Ameríku og Norður-Evrópu sem umskipun- arhöfn fyrir vörur frá Asíu. Staða Íslands í þessu tilliti hefur ekki farið fram hjá helstu viðskiptalöndum Íslands þar sem hún var tvímælalaust talin með helstu kostum Íslands þegar aðildarumsókn Íslands var rædd á vettvangi ESB. Þá hafa bæði Rússar og Kínverjar lýst því yfir að Ísland gæti leikið lykilhlutverk með aukinni um- ferð um Norður-Íshaf. Til dæmis hafa Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, talað fyrir auknu samstarfi milli ríkja sinna og Íslands í þessum efnum. Enn um sinn er þó töluvert í að nokkuð áþreifan- legt fari að gerast með þessar hugmyndir. Fjárfestingarstofa, nú Fjárfestingarsvið Íslands- stofu, lét gera úttekt á möguleikum Íslands í þessu sambandi og að sögn Þórðar H. Hilmarssonar, for- stöðumanns var ekki talið fýsilegt að fara út í stór- felldar fjárfestingar um sinn. „Ísinn á þessu svæði er enn það þykkur yfir vetrartímann og vegna kostn- aðar við ísstyrkingu skipa er þessi siglingaleið ekki samkeppnishæf við þær sem nú eru notaðar.“ Hins vegar segir Þórður að í framtíðinni verði fylgst vel með þróun mála og ugglaust verði rætt um þessa möguleika á pólitískum vettvangi. „Eigi Ísland að gegna hlutverki sem umskipun- arhöfn fyrir siglingar yfir Norður-Íshafið þarf að marka landinu stefnu, útvega verulega fjármuni til uppbyggingar umskipunarhafnar og að fá erlenda fjárfesta til að koma hingað,“ segir Þórður að lokum. Málin séu hugsuð út frá viðskiptalegum forsendum, en pólitík skipti líka máli til að Ísland verði áfram álitinn raunhæfur kostur. Miklir möguleikar í N-Íshafssiglingum Nýjar siglingaleiðir um Norður-Íshaf gefa góð fyrirheit um möguleika Íslands sem alþjóðaflutningamiðstöðvar. ÞÓRÐUR H. HILMARSSON N O R Ð A U S T U R L E I Ð I N Leiðin frá Kína til Norður-Evrópu er um 40 prósentum styttri ef farið er um Norður-Íshafið. Það mun gefa Íslandi mikla möguleika á komandi árum, ef hafís heldur áfram að hopa, en þó er enn langt í land. Qingdao, Kína Ísland Norðaust- ur leiðin Su ðu rlei ðin Norður Ameríka FJÁRVAKUR – FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA EHF. REYKJAVÍKURFLUGVELLI I 101 REYKJAVÍK SÍMI 50 50 250 I FAX 50 50 259 FJARVAKUR@FJARVAKUR.IS WWW.FJARVAKUR.IS ÞESSAR TVÆR BRÉFAKLEMMUR ERU EKKI ALVEG EINS FJÁRVAKUR ER EKKI EINS OG ÖNNUR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI Fjárvakur er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í umsjón bókhalds, launavinnslu og annarra fjármálaferla. Rúmlega 100 starfsmenn Fjárvakurs á Íslandi og í Eistlandi búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á fjármálaferlum og vinnslu og dreifingu fjárhagsupplýsinga. Fjárvakur veitir trausta alhliða fjármálaþjónustu og ráðgjöf til meðalstórra og stórra fyrirtækja í þeim tilgangi að auka gæði og áreiðanleika upplýsinga og lækka kostnað. Fyrirtækið býður viðskiptalausnir í fremstu röð og framúrskarandi þjónustu. Notast er við niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun til að viðhalda og auka ánægju viðskiptavina. KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI ÍS L E N S K A S IA .I S I C S 5 13 40 0 9. 20 10 Um eitt þúsund Íslendingar munu koma saman á Þjóðfundi í Laug- ardalshöll á laugardag þar sem vonast er eftir að sjá meginsjón- armið og áherslur almennings um stjórnskipan landsins, stjórnar- skránna og breytingar á henni. Meðal skipuleggjenda Þjóð- fundarins er Guðjón Már Guð- jónsson, sem kom að Þjóðfundi Mauraþúfunar á síðasta ári, en hann sér um tæknilega útfærslu og aðferðafræði fundarins. „Þrátt fyrir að ég sé mikill upp- lýsingatæknimaður munum við nota mjög gamaldags verkfæri í alla vinnslu á fundinum þar sem það verður meira eða minna unnið á pappír,“ segir Guðjón í samtali við Markaðinn. Hann bætir því við að þrátt fyrir það hafi skipulagn- ingin verið afar flókin, en gögnin eigi svo að standa öllum til boða. „Þar munu frambjóðendur sem og aðrir geta unnið nánar úr gögnumnum. Ég hef mikla trú á því að það komi margt gott út úr þessu.“ Gamaldags vinnsla en hátækniaðferðafræði Nýir leigjendur á Þóroddsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.