Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 31 FÓTBOLTI Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er viðureign AC Milan og Real Madrid. Þessi tvö lið hafa verið afar farsæl í þessari keppni. José Mourinho snýr líka aftur á sinn gamla heimavöll en hann er reyndar ekki að mæta lið- inu sem hann þjálfaði áður. AC Milan tapaði fyrri leiknum á Spáni en Zlatan Ibrahimovic, leik- maður Milan, segir að liðið hafi lært af fyrri leiknum. „Við þurfum að gera allt sem við gerðum ekki á Spáni til þess að vinna. Þeir voru miklu betri á meðan við vorum hægir og ekki nógu grimmir. Ef við spilum okkar leik þá munum við vinna þá og sýna við við erum með betra lið,“ sagði Zlatan sem talar yfirleitt í fyrirsögnum. Chelsea verður án Florents Malouda í kvöld er það fær rúss- neska liðið Spartak Moskvu í heim- sókn. Chelsea hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum og tryggir sig áfram í sextán liða úrslitin með sigri í kvöld. Chelsea verður ekki bara án Malouda í kvöld því Frank Lampard er enn meiddur. José Bosingwa er líka veikur en Brasilíumaðurinn Ramires er klár í bátana. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Malouda sé ekki alvarlega meiddur og hann reiknar með því að Malouda leiki gegn Liverpool um helgina. Lampard gæti einnig snúið til baka í þeim leik. „Það eru margir erfiðir leik- ir fram undan hjá okkur og ég vil ekki taka neina áhættu með Malouda,“ sagði Ancelotti en Malouda hefur leikið eins og eng- ill í vetur fyrir Chelsea. Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum er það sækir Shaktar Don- etsk heim í Úkraínu. Ekki bætir úr skák að Cesc Fabregas getur ekki spilað leikinn vegna meiðsla. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er líkur Ancelotti að því leyti að hann vill ekki taka áhættu með Fabregas. „Þó svo hann spili ekki þenn- an leik eru góðar líkur á því að hann geti spilað gegn Newcastle á sunnudaginn,“ sagði Wenger. Fabregas er ekki eini leikmað- ur Arsenal sem glímir við meiðsli þessa dagana því Alex Song, Andrei Arshavin og Denilson eru allir tæpir fyrir leikinn. - hbg Leikir kvöldsins E-riðill: CFR Cluj - FC Bayern FC Basel - AS Roma F-riðill: Chelsea - Spartak Moskva Sport 4 MSK Zilina - Marseille G-riðill: AC Milan - Real Madrid Sport + HD Auxerre - Ajax H-riðill: Partizan Belgrad - Braga Shaktar Donetsk - Arsenal Sport 3 Fjórða umferð Meistaradeildar Evrópu klárast í kvöld með átta leikjum: Milan er betra en Real Madrid AFTUR Á ÍTALÍU José Mourinho mun stýra liði í fyrsta skipti á San Siro í kvöld síðan hann fór frá Inter. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans. Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum. Mesta úrval landsins heima í stofu Það er Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr. Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 7000, siminn.is eða í næstu verslun. Sjónvarp Símans Sími Netið Sjónvarp Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA 12 ga – fyrir 25 skot. Verð: 3.490 Riffilskot. Verð: 1.090 – 50 stk. FÓTBOLTI Það hefur verið þrálát- ur orðrómur um að Chelsea ætl- aði sér að kaupa framherjann Fernando Torres frá Liver- pool í janúar. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur nú sleg- ið á sögusagnirnar með því að lýsa því yfir að hann ætli sér ekki að kaupa Torres. Það sem meira er þá ætlar Ancelotti ekki að láta til sín taka á leik- mannamarkaðnum í janúar. „Ég hef alltaf sagt að Torres sé ekki í framtíðarplönum okkar því við höfum mikla trú á ungu strákunum sem eru fyrir hjá félag- inu,“ sagði Ancelotti við fjöl- miðla í gær. „Svo erum við með frá- bæra framherja í Didier Drogba, Nicolas Anelka og Salomon Kalou. Fyrir utan bíða strákar eins og Daniel Sturridge og Gael Kakuta. Þess vegna þurf- um við ekki framherja.“ Ancelotti segir að þess utan sé hópur liðsins nógu stór til þess að berjast um bikara á öllum vígstöðvum. - hbg Chelsea ætlar ekki að versla er markaðurinn opnar: Chelsea mun ekki kaupa Torres frá Liverpool EKKI TIL CHELSEA Torres mun ekki spila í bláum búningi Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.