Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 42
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær fóstra mín og systir okkar, Jakobína Fanney Þórhallsdóttir sem lést þann 26. október, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 13.00. Frímann Svavarsson, Guðjón Þórhallsson, Svavar Þórhallsson og Gunnlaugur Þórhallsson. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir Mosgerði 14, 108 Reykjavík, lést á Landakoti 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13. Arnór G. Jósefsson Sigursteinn Jósefsson, Ólöf Hilmarsdóttir Reynir Jósefsson, Unnur Bergþórsdóttir Ólafur G. Jósefsson, Anna María Markúsdóttir Arndís Jósefsdóttir, Jón Ragnarsson börn, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingi R. Jóhannsson löggiltur endurskoðandi og skákmeistari, Sævargörðum 2, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landakots laugardaginn 30. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. nóv. kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigþrúður Steffensen og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sæmundur Kristinn Klemensson Vatnsholti 7a, Reykjanesbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, 28. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Soffía G. Ólafsdóttir Ólafur Gunnar Sæmundsson Hjálmfríður Kristinsdóttir Klemenz Sæmundsson Katrín Sigurðardóttir Hlíðar Sæmundsson Guðjónína Sæmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Sigurðsson Snorrabraut 33, Reykjavík, sem lést þann 26. október 2010, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Sandra Róbertsdóttir Arnfinnur Róbert Einarsson Helga Júlíusdóttir Sigrún Stella Einarsdóttir Örn Didier Jarosz Helena Hörn Einarsdóttir Ásgeir Þór Tómasson afa- og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir frá Klúku í Miðdal, síðar til heimilis á Hólmavík, lést föstudaginn 29. október á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 11. Sverrir Guðbrandsson Guðbrandur Sverrisson Lilja Þóra Jóhannsdóttir Þórður Sverrisson Ingibjörg Elísa Fossdal Matthildur G. Sverrisdóttir Ingimundur Benediktsson Aðalbjörn Guðm. Sverrisson Ekaterina Mishchuk Björn Halldórs Sverrisson Helga Berglind Gunnarsdóttir Ragnar Rúnar Sverrisson Dýrfinna Petra Hansdóttir Heiðrún Rósa Sverrisdóttir Ragnar Guðmundur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Friðriksson frá Ystabæ í Aðalvík, Aðalgötu 5 í Keflavík, lést á Garðvangi í Garði laugardaginn 30. október sl. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudag 9. nóvember kl. 11 árdegis. Anney Guðjónsdóttir Elsa Kjartansdóttir Axel Ingvarsson Guðjón Bjarnason Guðrún Halla Jónsdóttir Helga Bjarnadóttir Hrafn Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástvinur okkar, Betúel Betúelsson Fjarðarseli 11, lést á Landspítala Fossvogi 28. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir Stefán Örn Betúelsson Ólöf Berglind Halldórsdóttir Guðjón Arnar Betúelsson Hanna Kristjana Gunnarsdóttir Hildur Björk Betúelsdóttir John Mar Erlingsson og barnabörn. Elskulegi faðir okkar, afi, sonur, bróðir, mágur og vinur, Guðmundur Teitur Guðbjörnsson frá Svalbarði á Vatnsnesi, andaðist sunnudaginn 24. október sl. Útförin fer fram í Tjarnarkirkju föstudaginn 5. nóvember n.k. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörn Breiðfjörð og Sigurlaug Helga Árnadóttir. Sýning á verkum fiðlusmiðsins Hans Jóhannssonar og fjölda annarra framsækinna norrænna hönnuða, myndlistarmanna og handverksfólks stendur yfir í Scandinavia House í New York um þessar mundir. Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára afmæli American Scandinavian Foundation og þess að tíu ár eru síðan Scandinavia House var opnað á Park Avenue. Þar má sjá verk norrænna arkitekta, vöruhönnuða, grafískra hönnuða, fatahönnuða, ljósmyndara og myndlistarmanna. Auk Hans eru sex íslenskir hönnuðir með verk á sýningunni en sýningin hans fær þó sérstakt vægi. Hvernig stendur á því? „Sýningarstjórar sýningarinnar starfa fyrir norsku arkitektastofuna Snöhetta, en starfsmenn hennar teiknuðu meðal annars Óperuhúsið í Ósló og taka þátt í uppbyggingunni á Ground Zero þar sem tvíburaturnarnir í New York stóðu. Þeir höfðu samband við mig en ég held að það hafi vakið athygli þeirra að ég hef verið að leika mér svolítið við að búa til strokhljóðfæri sem vísa í arkitektúr og fagurfræði nútímans. Þá hef ég líka unnið með hljóðfæri sem byggja á náttúrulegum formum plantna, skordýra og ávaxta svo dæmi séu tekin. Þetta er svona gæluverkefni en mitt aðal- starf er þó að smíða hefðbundnar fiðlur, víólur og selló,“ segir Hans. Hann segir hefðbundnar fiðlur endurspegla nákæm- lega byggingarlist barokktímans. „Ég hef hins vegar leikið mér að því að búa til strokhljóðfæri með vísun í byggingar- list samtímans ásamt því að nota tækni og aðferðafræði sem er aðgengileg í dag.“ Hans segir suma fiðlusmiði til dæmis hafa tileinkað sér nútíma sveiflufræði við að mæla hreyfingu hljóðfæra sinna sem segir til um hvernig þau muni hljóma. „Þetta er í raun sama aðferð og menn nota við að byggja hús og brýr. Á sýningunni er ég með tvö hefðbundin hljóðfæri og tvær prótótýpur af nýstárlegum fiðlum ásamt þrívíðum skyssum með frekari hugmyndum.“ Hans segir þó alls enga ástæðu til að skipta hefðbundnum hljóðfærum út fyrir ný. „Það er hins vegar gaman og nauð- synlegt að fá að leika sér og gera tilraunir.“ vera@frettabladid.is HANS JÓHANNSSON: SÝNIR NÝSTÁRLEG STROKHLJÓÐFÆRI Í SCANDINAVIA HOUSE Sýnir í New York HEFÐIR OG NÝJUNGAR Hans sýnir bæði hefðbundin hljóðfæri og nýstárlegar prótótýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýningin „Dancing to the top” eftir skoska ljósmynd- arann Brian Sweeney stend- ur nú yfir í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35. Myndirnar eru grafísk- ar ljósmyndir unnar í sam- vinnu við Graphical House í Glasgow. Brian Sweeney hefur stundað ljósmyndun í 20 ár og hefur víða komið við á ferlinum, haldið fjölda sýn- inga og unnið til verðlauna fyrir myndir sínar. Hann bjó í Reykjavík um tíma og vann þá með fjölda íslenskra tón- listarmanna til dæmis App- arat, Trabant, Botnleðju og fleirum. Einnig gerði hann myndaseríuna „Great Stadi- ums of Iceland“ sem vann til Adidas verðlauna. Myndirnar á sýningunni fjalla um hjólreiðar, sem Brian stundar af ástríðu með félögunum. Þær sýna hraðann og frelsið við það að hjóla um fjöll og firnindi. Sýningin er opin mið- vikudaga til laugardaga frá klukkan 14 til 17 og stendur til 20. nóvember. Nánari upplýsingar um Sweeney er að finna á www. sweeneypix.com og www. briansweeneyphotography. com Dansað á toppinn HJÓLAÐ AF ÁSTRÍÐU Myndirnar sýna hjólreiðar í ýmsu ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.