Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 3. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 S K O Ð U N Hið fjárhagslega hrun sem skók heiminn haustið 2008 hefur haft gríðarleg áhrif á hagkerfi fjöl- margra landa ásamt því að hafa áhrif á ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga. Þessi áhrif standa enn og munu seint ganga að fullu til baka. Ekki þarf að fjölyrða um þau áhrif sem hrunið hefur haft hér á Íslandi. Einn þáttur sem hefur komist í umræðuna er ímynd Íslands í útlöndum. MEÐ AUGUM ÍSLENDINGA Í nóvember 2007 skipaði for- sætisráðherra nefnd sem átti að gera úttekt á skipan ímyndar- mála Íslands og kom sú skýrsla út snemma árs 2008. Þau ein- kunnarorð sem þar voru lögð til voru Kraftur, frelsi og friður. Þar er meðal annars talað um að frelsi sé einn af þeim kost- um sem einkennir íslenskt viðskiptalíf. Skýrslan var gagnrýnd tölu- vert í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og þar er minnst á að til að draga fram sanna ímynd Íslands hefði þurft að ræða við útlendinga. Nær að- eins var rætt við Íslendinga sjálfa. Í febrúar 2007 sagði þá- verandi forsætisráðherra að ljóst væri að alþjóðlegt orðspor og ímynd væru mikilvæg fyrir lítið þjóðfélag eins og Ísland. Í þessu er ákveðið misræmi falið, því ógerlegt er að skoða alþjóð- lega ímynd Íslands einungis með því að spyrja okkur sjálf og því nauðsynlegt að líta út fyrir land- steinana til að kanna hina raun- verulegu ímynd Íslands, en ekki hver við höldum að hún sé eða vonum að hún sé. RANNSÓKN Á UMFJÖLLUN Í byrjun september lauk und- irritaður við rannsókn sína á enskri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland og íslenskt viðskipta- líf. Teknar voru saman allar blaðagreinar um Ísland úr fimm helstu dagblöðum Eng- lands frá árinu 2007 og 2009 og þær bornar saman til að varpa ljósi á hvort umfjöllunin hefði breyst á einhvern hátt og ef svo væri, hvað hefði breyst. Eftir- taldir miðlar voru valdir: The Times, The Independent, Fin- ancial Times, The Guardian og The Daily Telegraph. Þær blaðagreinar sem fjölluðu um ís- lenskt viðskiptalíf voru sérstak- lega teknar út og bornar saman. Þeim var skipt í þrjá flokka eftir því hvort þær fjölluðu um ís- lenskt viðskiptalíf á jákvæðan, neikvæðan eða hlutlausan hátt. Jákvæðu og neikvæðu greinarn- ar voru svo greindar nánar til að athuga hvort greina mætti helstu umfjöllunarefnin sem sköpuðu annað hvort jákvæða eða neikvæða umfjöllun. JÁKVÆÐNI ÁRIÐ 2007 Niðurstöðum má skipta í tvo hluta. Fyrri hlutinn sýnir að á árinu 2007 voru jákvæðar frétt- ir í meirihluta þar sem jákvæð- ar fréttir voru þrefalt fleiri en þær neikvæðu. Þegar árið 2009 er skoðað er greinilegt að algjör kúvending hefur átt sér stað þegar kemur að eðli umfjöllunar fjölmiðla um Ísland og íslenskt viðskiptalíf. Á árinu 2009 var aðeins ein jákvæð grein skrif- uð á móti hverjum 11 neikvæð- um. Til viðbótar varð greinileg heildaraukning, 68 prósent, á skrifuðum greinum um Ísland á árinu 2009 miðað við 2007. Til samanburðar var rann- sókn birt í skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis þar sem skoð- uð var íslensk fjölmiðlaumfjöll- un á árunum 2006-2008. Í þeirri rannsókn voru jákvæðar frétt- ir í hlutfallinu sex á móti hverri neikvæðri, helmingi fleiri en hjá enskum fjölmiðlum á árinu 2007. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leggur þá spurningu fram hvort fjölmiðlar hafi verið helst til of hliðhollir íslensk- um fyrirtækjum og átt það til að hjálpa til við að kveða niður neikvæðar umfjallanir. Ekki skal því svarað hér en áhuga- vert er þó að helmingi fleiri jákvæðar fréttir voru á móti hverri neikvæðri frétt í íslensk- um fjölmiðlum en þeim ensku. Hafa ber þó í huga að einhver skekkjumörk felast í saman- burði á þessum tveimur rann- sóknum þar sem þær eru fram- kvæmdar af mismunandi aðilum á mismunandi tímum. VIÐ ERUM EKKI ÍSLAND Seinni hluti niðurstaðna felst í nánari skoðun á þeim greinum sem voru annað hvort jákvæð- ar eða neikvæðar gagnvart Ís- landi og íslensku viðskiptalífi. Blaðagreinarnar voru flokk- aðar niður eftir umfjöllunar- efni þeirra og innihaldið metið með það að markmiði að flokka saman greinar sem höfðu álíka viðfangsefni. Með þessu er hægt að fá yfirsýn yfir þau málefni sem eru í brennidepli og fá mesta umfjöllun í ofangreindum dagblöðum. Stærsti málefnaflokkurinn fyrir árið 2009 er „Ísland í sam- anburði“, þ.e þar sem önnur lönd sverja af sér allan samanburð við Ísland. Í þessum flokki er orðið Ís- land notað sem samheiti fyrir eitthvað ákaflega slæmt og það að annað land sé borið saman við Ísland er álitið vera hin argasta móðgun við umrætt land og full- trúar ríkisstjórna þeirra landa sem „lenda í því“ að vera líkt við Ísland keppast við að sverja af sér slíkan samanburð. Eftir- farandi tilvitnanir eru dæmi úr þessum flokki: „It’s a mess. It is not quite Ice- land but there is a real issue“. (The Times) „One journalist who suggested Britain’s economy was starting to resemble that of Iceland. Mr. Brown bridled and – in what sounded like a threat - he warn- ed the reporter to be ‘very caut- ious about the words you use‘.“ (Financial Times) Í næsta flokki var Íslandi oft líkt við sjúkdóm sem fyrirtæki og einstaklingar voru svo óhepp- in að verða fyrir. Dæmi um til- vitnun er: „Leaving us in the unwhole- some company of Iceland.“ (The Guardian) „Exposure to Iceland.“ (Financ- ial Times) Aðrir flokkar sem greindir voru fjalla um Ísland sem sam- heiti fyrir hrunið, um Ísland í sömu andrá og glæpsamlegt at- hæfi, vantraust og stundum var talað um Ísland í sömu andrá og Bernie Madoff. Sem dæmi um ofangreinda flokka eru eftirfarandi tilvitn- anir: „Exposure to nasties from Ice- land to Madoff.“ (Financial Times) „Can anyone remember recent opportunities to sink your sur- plus cash in Iceland, and what happened thereafter?“ (The Times) ÞAÐ SEM AÐRIR SEGJA Ljóst er að erlend fjölmiðlaum- fjöllun er mikilvæg fyrir Ísland og íslenskt viðskiptalíf. Hér var aðeins stiklað á helstu niður- stöðum úr rannsókninni og nei- kvæði hlutinn skoðaður þar sem hann gefur kannski áhugaverð- ustu upplýsingarnar miðað við stöðu þjóðfélagsins í dag. Mikil- vægt er að fylgjast með þessari umfjöllun því hún er afar mik- ilvægur hluti þess sem kalla mætti heildarímynd Íslands. Við getum ekki gert ráð fyrir að vita hvað öðrum finnst um okkur án þess að fylgjast með því hvað þeir segja um okkur. Ef við fylgjumst reglulega með þessum upplýsingum er hægt að stýra þeim skilaboðum sem við sendum út frá okkur á áhrifarík- ari og beinskeittari máta. Þessi rannsókn var unnin með þetta að markmiði og það er von höf- undar að þessi stutta grein hafi sýnt fram á mikilvægi þess að líta út fyrir landsteinana til að skilja okkar eigin ímynd sem þjóð. Erlend umfjöllun um Ísland og viðskiptalífið O R Ð Í B E L G Bragi Hinrik Magnússon við- skiptafræðingur Greinin er unnin upp úr lokaverkefni hans í stjórnunar- og skipulags- greiningu við Warwick Business School í Bretlandi. Bæði námskeiðin hefjast 8. nóvember Fyrirlestur 6. nóvember Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 17:20 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma Síðasta námskeið fyrir jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.