Fréttablaðið - 03.11.2010, Page 54
34 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGURBESTI BITINN
„Ég fékk póst frá fanga á Litla-Hrauni sem leist
svo vel á átakið og ætlar ásamt öðrum föngum að
baka smákökur og færa mæðrastyrksnefnd,“ segir
útvarpsmaðurinn Ómar Eyþórsson.
Ómar hóf vitundarátakið Hjálpum okkur í morgun-
þætti sínum á Xinu á mánudaginn. Hann hvetur
fólk til að styrkja góðgerðarstarfsemi innanlands
og hefur fengið mikil viðbrögð, meðal annars frá
Litla-Hrauni, en fanginn sem hafði samband er nú í
óða önn að hafa samband við fyrirtæki til að útvega
hráefni í mikinn bakstur. Fangarnir hyggjast gefa
smákökurnar fyrsta desember næstkomandi.
Fangarnir höfðu samband við bakarann og sjón-
varpskokkinn Jóa Fel, sem hefur lofað að vera
þeim innan handar, en það yrði ekki í fyrsta skipti.
„Ég hef einu sinni farið á Hraunið. Þá fór ég að
kenna þeim að búa til konfekt,“ segir Jói. „En
það er spurning hversu mikið þeir þurfa á mér að
halda – kannski eru þeir það góðir bakarar að ég er
óþarfur.“ - afb
Fangar gefa smákökur
FÖNGUNUM INNAN HANDAR
Jói er ekki viss um að fangarnir
þurfi á hjálp að halda við smá-
kökubaksturinn, en hyggst vera
þeim innan handar. Ómar á Xinu
segist hafa fengið mikil viðbrögð
við átakinu Hjálpum okkur.
„Þetta er gott í ferilskrána,“ segir Jóhann G.
Jóhannsson, fyrrum Óðmaður, sem fékk sér-
stök heiðursverðlaun í alþjóðlegu lagakeppn-
inni Song of the Year fyrir lagið No Need For
Goodbye.
Lagið er að finna á tvöföldu plötunni Johann
G in English sem kom út fyrr á árinu og hefur
að geyma bestu lög Jóhanns í eigin flutningi
og einnig þrjátíu þekktra tónlistarmanna. Það
kom upphaflega út undir nafninu Kveðjuorð á
fimmtu sólóplötu Jóhanns, Á langri leið, sem
kom út í fyrra.
„Þótt þú lendir ekki í efstu sætunum er þetta
mikilsverð viðurkenning í þessari keppni,“
segir Jóhann, sem samdi lagið á Spáni árið
1997. „Ég hef svo sem fengið samsvarandi
viðurkenningu áður og komist í eitt af fimm
efstu sætunum en með þessar keppnir eins og
margar aðrar þá tekur sigurvegarinn allt.“
Hann segir þessi heiðursverðlaun mjög upp-
örvandi fyrir sig sem tónlistarmann. „Mér
fannst þetta skemmtilegt núna vegna þess að
ég er svolítið ánægður með þetta lag og það
er gott að fá staðfestingu á því að það þyki
eitthvað varið í það.“
Jóhann hefur einu sinni átt eitt af fimm
bestu lögunum í Song of the Year. Þá náði I´m
Gone, af plötunni Langspil, öðru sætinu í flutn-
ingi söngkonunnar Stinu August. Lagið er einn-
ig á sólóplötu hennar Concrete World sem kom
út í sumar. Sömuleiðis náði Jóhann á topp fimm
í annarri alþjóðlegri lagakeppni með slagarann
Don´t Try To Fool Me í flutningi Regínu Óskar.
- fb
Fékk verðlaun í lagakeppni
JÓHANN G. JÓHANNSSON Óðmaðurinn fyrrverandi fékk
sérstök heiðursverðlaun í keppninni Song of the Year.
„Ísland er frábær staður og algjör-
lega einstakur þótt þið gerið ykkur
ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna
Íslands,“ segir Gregory Hughes,
ævintýramaður frá Liverpool, í
samtali við Fréttablaðið. Gregory
er maður augnabliksins í bresk-
um bókmenntum. Fyrsta bók
hans, Unhooking the Moon, hlaut
hin virtu Booktrust Teenage-verð-
launin en það eru helstu verðlaun-
in á Bretlandi fyrir táninga. Greg-
ory er því hálfgerður Þorgrímur
Þráins þeirra Breta um þessar
mundir. Sigurinn hefur vakið tölu-
verða athygli í Bretlandi en bókin
sjálf er hins vegar að mestu leyti
skrifuð í agnarsmárri þakíbúð í
vesturbæ Reykjavíkur, rétt hjá
Hótel Sögu fyrir fjórum árum.
„Ég get ómögulega munað
hvað gatan heitir. En ég man að
ég kallaði leigusalann minn allt-
af Höskuld, þangað til hann sagði
mér að það væri nafnið hans í raun
og veru. Hann var verkfræðingur
og hafði unnið eitthvað í Þýska-
landi. Hann var næstum eini mað-
urinn sem ég talaði eitthvað af viti
við. Við drukkum oft kaffi saman,“
segir Hughes. Rithöfundurinn
hafði heimsótt Ísland eina helgi og
heillaðist af þjóðinni. Hann ákvað
því að koma hingað aftur og fá sér
vinnu en það gekk heldur brösug-
lega, honum bauðst bara að vinna
í fiski og á því hafði hann ekki
áhuga. Hughes ákvað því að skrifa
bókina sem hann hafði lagt drög að
í Kanada. „Ég lifði á 35 pundum
á viku, um sex þúsund krónum,
fékk mér eldavélarhellu í Rauða
kross-búðinni og potta og pönnur
í IKEA. Og svo var ég bara góður,“
útskýrir Gregory en þar sem engin
sturtuaðstaða var í íbúðinni skellti
hann sér reglulega í sund í Vest-
urbæjarlauginni. „Og svo leyfði ég
mér að fara í Háskólabíó einu sinni
í mánuði.“
Gregory viðurkennir að hann
hafi lifað hálfgerðu munklífi í þá
átta mánuði sem hann bjó hér. „Ég
eignaðist ekki einu sinni kærustu.
Allir sögðu við mig að ég ætti að
ná mér í fallega íslenska kærustu.
En það leit engin við mér. Sem
betur fer. Því ef ég hefði ekki lifað
þessu einsetulífi mínu þá hefði
ég sennilega aldrei náð að skrifa
þessa bók,“ segir Gregory og bætir
því við að það væri æðsti draumur
hans ef bókin yrði þýdd og gefin út
á íslensku. freyrgigja@frettabladid.is
GREGORY HUGHES: DRAUMUR EF BÓKIN YRÐI GEFIN ÚT Á ÍSLENSKU
Lifði munklífi á Íslandi
og skrifaði verðlaunasögu
SAKNAR LANDSINS Þrátt fyrir að hafa búið í hálfgerðri kytru í vesturbæ Reykjavíkur
þá segist Gregory Hughes sakna Íslands, hann hafi notið þess að lifa munklífinu hér.
„Það er lambakjöt, helst í kola-
gröf uppi á hálendinu. Meðlætið
er hefðbundið. Bökuð kartafla
og íslenskt grænmeti.“
Aron Reynisson, framkvæmdastjóri Arctic
Trucks.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN
Í RASSVASANUM
Má bjóða ykkur meiri Vísi?
Meiri Vísir.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!
Gregory Hughes
fær 2.500 pund
í sinn hlut fyrir
Booktrust Teenage-verðlaun-
in en fyrir þann pening gæti
hann búið á Íslandi í 71 viku
miðað við síðustu fjárhags-
áætlun sína.
71
LUMAR ÞÚ Á
HANDRITI?
Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka
auglýsa eftir skáldsögum fyrir börn og unglinga,
að lágmarki 50 blaðsíður að lengd. Skilafrestur er
til 1. febrúar 2011. Verðlaunin nema 500.000 kr.
auk höfundarlauna.
Handritum skal skila í fjórriti til:
Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík
Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn
höfundar fylgi með í umslagi.
www.forlagid.is
Æsispennandi ævintýri úr Múmíndal
í sígildri þýðingu Steinunnar Briem.
LÍFIÐ Í
MÚMÍNDAL
Fyrir
aðdáendur
á öllum
aldri
NÝ
KILJA