Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 26
Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, leggur af stað í ferðalag til Norður-Úganda í Afríku á laugardag. Hún slæst þar í för með starfsmönn- um Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem eru með verkefni í landinu sem miðar að því að að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar yfir 30.000 barna í Pader-héraði fram til ársins 2011. „Við ætlum að heimsækja skóla þarna úti og sjá hvernig börnin hafa það. Síðan ætla ég að lesa upp úr barnabókum mínum, Mörtu smörtu fyrir eldri börnin en Jóladýrunum fyrir yngri börnin og sýna þeim myndirnar í henni eftir Brian Pilkington. Svo segi ég krökkunum aðeins frá börnunum á Íslandi,“ útskýrir Gerð- ur og getur þess að hennar hlutverk verði auk þess að skrásetja það sem fyrir augu ber í ferð- inni. „Ég ætla að halda úti bloggi á Eyjunni og mun setja inn nýjar færslur á hverjum degi. Fyrsta færslan birtist reyndar strax í gær.“ Mikil stríðsátök hafa verið í Norður-Úganda síðastaliðna tvo áratugi, sem hafa leitt til umtalsverðra hörmunga, mannfalls og eyði- leggingar. Þúsundir manna eru eða hafa dvalið í flóttamannabúðum og hreinlætisaðstaða, heil- brigðisstarf og menntun er verulega ábótavant í landinu. Í Pader-héraði einu er til að mynda einn kennari fyrir hver rúmlega 100 börn og aðeins 30 prósent nemenda ljúka grunnnámi, eða 17 prósent stúlkna og 43 prósent drengja. Spurð hvort hún kvíði fyrir ferðinni, segist Gerður Kristný hafa litlar áhyggjur af eigin öryggi þar sem hún muni ferðast í hópi með þaulreyndu fólki, Jakobi Halldórssyni kvik- myndatökumanni og Petrínu Ásgeirsdóttur og Helga Ágústssyni, framkvæmdastjóra og formanni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Ég er fyrst og fremst forvitin að sjá hvernig börnin hafa það. Sjálf veit ég lítið um Norður-Úganda og þegar ég ætlaði að afla mér upplýsinga kom mér verulega á óvart hvað lítið er til af bókum um landið. Það er greinilega ekki mikil ástæða til að gefa út bækur um það fyrir ferðamenn.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Gerður Kristný kemur til Afríku og kveðst hún því hlakka mikið til fararinnar. „Ég er ákaflega spennt, þar sem ég þekki marga sem ferðast hafa um álfuna og snúið aftur alveg heillaðir, haldnir eins konar Afríkusýki,“ segir hún og útilokar ekki að ferðin eigi eftir að veita sér innblást- ur við ritstörfin. „Ég þykist viss um að ferðin muni birtast með einhverjum hætti í verkum mínum í framtíðinni.“ Eins og áður sagði leggur hópurinn af stað á laugardag og snýr svo aftur heim til Íslands 14. nóvember. roald@frettabladid.is Heimsækir stríðshrjáð börn í Úganda Starfsmenn á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi leggja af stað til Norður-Úganda á laugardag en samtökin eru þar með verk- efni sem miða að því að auka skólaaðgang. Með í för verður skáldið Gerður Kristný sem ætlar að kynna sér aðstæður úganskra skólabarna. Gerður Kristný segist vera forvitin að sjá hvernig skólabörn í Norður-Úganda hafa það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breski blaðamaðurinn Gavin Con- way frá The Sunday Times setti á dögunum heimsmet, þegar hann ók Volkswagen Passat BlueMotion á einum tanki eða 72 lítrum hvorki meira né minna en 2.459 kíló- metra. Þetta er hið lengsta sem fjöldaframleiddur bíll hefur farið á einum eldsneytistanki. Conway ók bæði í borgum og á hraðbrautum í Suður-Frakklandi, en vegalengdin samsvarar því að ekið sé frá New York til Los Ang- eles eða frá London til Malaga á einum eldsneytistanki. Meðal- eyðslan hjá Conway var 3,13 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Eftirlitsaðili frá Heimsmeta- bók Guinness var með í förinni og hefur metið verið staðfest. Bifreiðin sem Conway ók var af Volkswagen Passat BlueMotion með 1,6 TDI 105 hestafla dísilvél. Volkswagen í Heimsmetabók Guinness BLAÐAMAÐUR FRÁ THE SUNDAY TIMES SETTI Á DÖGUNUM HEIMS- MET MEÐ ÞVÍ AÐ AKA HEILA 2.459 KÍLÓMETRA Á EINUM TANKI. Bílasýningin í Los Angeles fer fram 17. nóvember næstkomandi, en hún nýtur vaxandi vinsælda meðal bílaáhugamanna um allan heim. Þar eru evrópskir og japanskir bílar algengastir og verða tuttugu nýjar gerðir bifreiða frumsýndar að þessu sinni. Sjá www.laautoshow.com. Aðalfyrirlesarar föstudaginn 5. nóvember, kl. 14–17: Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskóla- kennari Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjá Evrópuráðinu Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu Stefán Jökulsson lektor við Menntavísindasvið HÍ Milli kl. 17 og 19 verður gestum boðið að þiggja veitingar í tilefni af fimm ára afmæli Samtakanna. Laugardaginn 6. nóvember verða málstofur, smiðjur og vinnufundir með fjölbreyttum viðfangsefnum Sérstakur gestur: Pascale Mompoint-Gaillard höfundur bókarinnar How All Teachers Can Support Citizenship and Human Rights Education Ný stefna í menntamálum Hvernig hrindum við henni í framkvæmd? Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Sjálandsskóla 5.–6. nóvember 2010 Læsi Jafnrétti Menntun til sjálfbærni Skapandi starf Lýðræði Nánari upplýsingar og skráning á www.skolathroun.is Samtök áhugafólks um skólaþróun hafa staðið fyrir fjölmörgum ráð- stefnum og þingum um skólastarf í leik-, grunn– og framhaldsskóla. Meðal málefna: Einstaklingsmiðun, lýðræði, útikennsla, námsmat, starfendarannsóknir, leikurinn sem náms- og kennsluaðferð, lestur - og lesskilningur, veganesti nemanda á 21. öldinni, skólabragur og samskipti nemenda, listir og sköpun í skólastarfi, starfshættir tóm- stundaheimila, þemakennsla og samþætt verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.