Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 28
 3. 4 Eva Jóhannsdóttir útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1993. Þegar hún sneri heim eftir ársdvöl sem Erasmus-nemi í Stokk- hólmi þar sem hún nam grafík, helltust yfir hana veikindi með þeim afleiðingum að hún gat lengi vel ekki notað hendurnar og lagði því handverkið á hill- una. „Ég fór í alls konar rannsóknir og það var ekki fyrr en ég fékk sprautu hjá gigtarlækni að ég gat lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi,“ upplýsir Eva en löngunin til sköpunar blundaði þó ávallt með henni. „Fyrir tveimur árum gat ég hætt að vinna og sneri mér þá að því sem mig langaði til að gera,“ segir Eva sem hélt þá aftur til Stokkhólms en nú til að fara á þurr- þæfingarnámskeið. „Þar lærði ég að nota þæfingarnál og ég festist síðan í því að skapa með henni,“ segir hún glaðlega og bætir við að íslenska ullin henti frábær- lega fyrir þessa aðferð. Eva mótar hvern einasta hlut sem hún gerir með þæfingarnálinni en hún hefur verið að prófa sig áfram með ýmis form. „Ég byrjaði á hjörtum, svo fór ég að gera alls konar kúlur og það nýjasta eru fuglarn- ir mínir, lóur og tjaldar,“ segir Eva en hana dreymir um að þróa bæði hugmyndir og aðferðir sínar enn frekar. Eva og fjölskylda hennar eru mikið jólafólk og ratar jólaskraut hennar víða um heimilið. Fuglarnir eiga þar ekki síður heima þó þeir boði oftar vor en vetur. Þeir sem áhuga hafa á hönnun Evu geta haft samband við hana í síma 5523550 eða sent henni póst á evadesign@internet.is. solveig@frettabladid.is Þæfðar jólakúlur á grein Eva Jóhannsdóttir sýndi fallegar þæfðar jólakúlur, hjörtu, lóur og tjalda á sýningunni Handverk og hönn- un um síðustu helgi. Hún er sjálf mikið jólabarn og vinnur nú af miklum móð að jólaskrautinu. Kúlurnar og hjörtun fara vel á grein en fuglana má einnig fá á prikum. Hinir fallegu fuglar Evu eru ekki síður viðeigandi á jólatréð en rauð hjörtun og röndóttu jólakúlurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólavefur Júlla , www.julli.is/jolavefur.htm, hefur að geyma ýmislegt sem viðkemur jólunum, svo sem fróðleik, sögur, söngtexta, jólaguð- spjallið, myndir og margt fleira. Júlíus Júlíusson sendur á bak við vefinn sem er uppfærður daglega í jólamánuðinum. Ástæðan fyrir því að desembermánuður er tengdur fæðingu Krists er sú að þegar kristni varð ríkistrú hjá Róm- verjum yfirtók kirkjan forna helgidaga sem voru í desember. Svo- nefnd Saturnalia-hátíð var haldin 17.-23. desem- ber að okkar tímatali. visindavefur.hi.is F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.