Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 40
20 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Nú er ár liðið frá því að óskað var eftir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga færi í saumana á fjárreiðum Sveitarfélagsins Álftanes og frá áramótum hefur bæjarstjórn- in starfað samkvæmt samningi við fjárhaldsstjórn sem sveitar- félaginu var skipuð af ráðherra. Samningurinn rennur út nú í lok október, svo það er ekki furða að spurningin brenni á vörum. Litlar sem engar upplýsingar hafa verið gefnar um gang mála. Af fundargerð bæjarstjórnar, þann 29. júní, má sjá að bæj- arstjórn valdi fulltrúa í nefnd sem á að reyna að gera samn- ing við bæjarstjórn Garðabæjar og í framhaldi af því að móta til- lögu um sameiningu bæjarfé- lagana. Af óskýrðum ástæðum ákvað meirihluti bæjarstjórnar að hafna boði Reykvíkinga um viðræður um sameiningamál. Þann 28. september var gerð fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi og óskað upplýsinga um hvernig liði undirbúningi að tillögu um sameiningu. Lítið varð um svör, en forseti bæjarstjórnar sagði að vinnan gengi vel og taldi mikl- ar líkur á að tillaga um samein- ingu lægi fyrir innan skamms. Þar gætir ósamræmis við álit Garðbæinga, því bæjarstjóri þeirra hafði lýst því yfir í við- tali við RÚV í vikunni áður, 21. september, að hann teldi ekki lík- legt að Garðbæingar myndu sam- þykkja tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. Hann sagði litla ástæðu til að efna til kosn- inga um slíka tillögu nema ríkið kæmi fyrst að málum og létti á skuldbindingum sveitarsjóðs Álftanesinga. Lái þeim hver sem vill, því hvaða hag ættu Garð- bæingar að sjá sér í að taka við skuldum Álftnesinga, vitandi að reglulegar tekjur bæjarfélags- ins duga ekki fyrir útgjöldum. Þannig hefur það verið í lang- an tíma og verður áfram nema rekstrarforsendum verði breytt. Eina fyrirliggjandi áætlunin um aðgerðir til að skapa sjálf- stæðan rekstrargrundvöll fyrir byggðarlagið gerir ráð fyrir uppbyggingu þjónustukjarna á Álftanesi og að búa í haginn fyrir atvinnu í kringum ferða- þjónustu og fræðslustarfsemi. Hugmyndin er að nýta sérstöðu Álftaness sem felst í spennandi náttúru, miklum tengslum við sögu þjóðarinnar og síðan en ekki síst mannauði og öflugum hópi listamanna í byggðarlag- inu. En, svo má spyrja af hverju Garðbæingar ættu að sjá hag af því að styrkja slíka uppbyggingu út á Álftanesi, nú þegar þeir eru að basla við að leysa áform um endurnýjun miðsvæðis byggð- arinnar heima fyrir. Kannski er það hvorki hagur Garðbæinga né Álftnesinga að þessi sveitarfélög sameinist. Það er nokkuð aug- ljóst af framansögðu að í nafni hagræðingar munu Álftnesingar frekar missa þá nærþjónustu sem fyrir er á nesinu heldur en að það sé líklegt að hún eflist með sam- einingu við Garðabæ. Þó ekki sé langt að fara Álftanesveginn, þá verður það leiðigjarnt að skreppa sí og æ eftir einhverju smáræði, og auk þess kostar það sitt. Í því sambandi er við hæfi að minn- ast þess að það var fyrir þrýst- ing frá sveitarstjórn Garðabæjar að dregið var úr ferðum strætis- vagna út á nesið, en kostnaður af þeim akstri var að stórum hluta greiddur úr sveitarsjóði Garð- bæinga vegna þess að vagninn ekur mestan hluta leiðarinnar innan þeirra sveitarmarka. Fjallað er nánar um þessi mál, staðreyndir og rökstuddar vanga- veltur, í skrifum fyrrverandi formanns skipulags- og bygg- inganefndar á Álftanesi, á http:// alftaneshreyfingin.blog.is. Hvað á að verða um Álftnesinga? Sveitarstjórnarmál Kristinn Guðmundsson Álftnesingur Fermingarbörn hafa boðið sig fram. Ekki til stjórnlaga- þings, ekki til Alþingis heldur til að hjálpa náunga sínum í Afríku. Þau hafa ekki boðað til funda og umræðna, til stefnumörkunar og áætlana um hvað skal gera í framtíðinni heldur framkvæma þau strax. Fermingarbörn um allt land munu 1.-9. nóvember banka upp á hjá landsmönnum og leita eftir stuðningi við vatnsverkefni Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Afríku. Þau banka upp á og kynna stefnumál sitt, að hjálpa jafnöldrum sínum í Afríku sem margir hverjir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Síðan bjóða þau þér að gera eitthvað í málinu með því að leggja þitt af mörkum í merkta og innsiglaða bauka frá Hjálparstarfinu. Mörg fermingarbarnanna hafa hlustað á Stephen og Charity, góða gesti frá Úganda sem hafa sagt frá lífi sínu og uppvexti, hvernig þau urðu bæði munað- arlaus vegna þess að foreldr- ar þeirra dóu úr alnæmi. Erf- iðri lífsbaráttu þar sem vatn og matur var af skornum skammti og hvernig stuðningur í gegnum vatnsverkefni Hjálparstarfsins hefur gefið von og bætt aðstæður til muna. „Þau eru svo elskuleg og áhuga- söm,“ sagði Charity um ferming- arbörnin „og ótrúlega fórnfús og umhugað um að koma jafnöldrum sínum í fjarlægri álfu til hjálpar. Ég er lifandi dæmi um árangur- inn. Án stuðnings Hjálparstarfs kirkjunnar væri ég enn þá fátæk ómenntuð stúlka með litla mögu- leika til betra lífs. En í dag er ég í háskólanámi og vonast eftir góðu starfi og þar með betra lífi fyrir mig og yngri systkini mín sem ég ber ábyrgð á.“ Tökum framboði fermingar- barnanna vel, þau eru traustsins verð, styðjum stefnumál þeirra og leggjum okkar af mörkum. Nýtt framboð Hjálparstarf Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar AF NETINU Þjóðstjórn: rusl batnar ekki við aukið magn Hugmyndir um þjóðstjórn allra flokka er samsæri gegn almenningi. Þjóðin vill ná í skottið á spilltum stjórnmálamönnum í kosningum. Ef svar stjórnmálamanna er að rotta sig saman í þjóðstjórn er almenningi sýndur fingurinn. Eina rökrétta afleiðingin af lögmætiskreppu stjórnmálastéttarinnar er kosningar. Skynsamasta leiðin er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. segi af sér og starfsstjórn Vinstri grænna taki við í þrjá til fimm mánuði en þá verði kosið til alþingis. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson saltdreifarar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Spennan magnast áfram í N1 deildinni. Við á N1 hvetjum alla unnendur skemmtilegs handbolta til að mæta nú á völlinn og styðja sitt lið til sigurs. Góða skemmtun! HAFÐU AUGUN Á BOLTANUM! N1 DEILD KVENNA Valur - Fylkir Vodafone höllin 3. nóv. kl. 19:30 Grótta - Stjarnan Seltjarnarnes 3. nóv. kl. 19:30 Fram - ÍR Framhús 3. nóv. kl. 20:00 Haukar - HK Strandgata 3. nóv. kl. 20:30 N1 DEILD KARLA Valur - Akureyri Vodafone höllin 4. nóv. kl. 18:30 FH - Fram Kaplakriki 4. nóv. kl. 19:30 Afturelding - HK Varmá 4. nóv. kl. 19:30 Haukar - Selfoss Ásvellir 6. nóv. kl. 15:45 N1 DEILD KVENNA – 6. umferð ÍBV - HK Vestmannaeyjar 6. nóv. kl. 13:00 ÍR - Valur Austurberg 6. nóv. kl. 16:00 FH - Fram Kaplakriki 6. nóv. kl. 16:00 Fylkir - Grótta Fylkishöll 7. nóv. kl. 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.