19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 18

19. júní - 19.06.1970, Page 18
Gerd Zetterström Lagervall, jormaður Samvinnu hjúkrunar- lcvenna á Norðurlönd- um (SSN) og Svensk sjuksköterske- jörening. Um hjúkrunarmál Hj úkr unarkonur og norræn samvinna Vitundin um samstöðu Norðurlandabúa hefir eflzt mjög á þessari öld, ekki hvað minnst sem afleiðing tveggja heimsstyrjalda. Möguleikar á samstarfi sköpuðust með tilkomu Norræna félagsins, sem seinna samkvæmt til- lögu Norðurlandaráðs til ríkisstjórnanna, hefir leitt Lil sameiningar á mörgum sviðum, t. d. þegar um er að ræða vinnumarkaðsvandamál og félagsmálalöggjöf. Hugmyndin um skipulagða samvinnu hjúkrunarfé- laga á Norðurlöndum kcm fram þegar árið 1912. Fyrri heimsstyrjöldin hindraði öra þróun þessara mála, en með mikilli bjartsýni og áhuga mynduðu hjúkrunar- konur á Norðurlöndum árið 1920 „Samvinnu hjúkrun- arkvenna á Norðurlöndum" SSN. Þetta er ef til vill heldur óvenjulegt heiti samtaka, Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum ,en vilnar um framsýni stofnenda. A 50 ára starfsskeiði SSN hefir það hvað eftir annað sýnt sig að einmitt samvinna norrænna hjúkrunarfélaga hefir gefið styrk heima fyrir, þegar átt hefir að framfylgja vissum grundvallaratrið- um, t. d. þegar um menntun er að ræða. Beinn hagnýtur ávinningur af sameiginlegu álaki á þessu sviði er, að hjúkrunarfólk á þess kost að vera þátttakendur á nor- rænum læknanámskeiðum við Norræna heilbrigðismála- skólann í Gautaborg. Aðalstarf hjúkrunarfólks á öllum Norðurlöndum má segja að sé persónuleg umönnun sjúklings, þ. e. a. s. 16 allt sem gera þarf til viðbótar við það beint læknisfræði- lega, sjúkdómsgreiningu og meðhöndlun, sem læknir- inn ákveður. Mikils virði fyrir þróun og ekki sízt samhæfingu umönnunnar eru hinar ýmsu nefndir SSN, en í þeim eiga sæti fulllrúar allra norrænu hjúkrunarfé- laganna og reyna þau að liafa áhrif á aðstæður á ýms- um sviðum heilbrigðismála. Margar mikilsverðar grein- argerðir hafa á þessum árum komið frá nefndunum, einnig varðandi launa- og ráðningakjör hjúkrunarfólks. Onnur tegund virkrar samvinnu hefir verið sú, að SSN hefir séð um endurtekin starfsþing og hafa sér- námshjúkrunarkonur, stundum frá öllum Norðurlönd- um, hitzt þar lil þess að ræða og kryfja til mergjar vissar spurningar. Samstarf það, sem SSN hefir annazl varðandi mennt- un og ráðningar, hefir án efa létt undir með hjúkrunar- konum, sem óskað hafa eftir að starfa annars staðar á Norðurlöndum. Sviþjóð hefir t. d. mjög svo notið góðs af þessu, en þar starfa árlega um 300 hjúkrunarkonur annars staðar af Norðurlöndum í styttri eða lengri tíma. Sem lillöguaðili til Norðurlandaráðs gelur SSN lálið verulega til sín taka til gagns fyrir alla. Mörg vanda- mál hafa verið leyst á þennan hátt eða a. m. k. fjallað um Jjau á rýmra sviði. Eitt seinasta álit, sem SSN hefir látið frá sér fara lil Norðurlandaráðs, er varðandi rann- sóknarstarfsemi við Norræna heilbrigðismálaháskól- ann. I þessu máli hefir SSN hvað eflir annað haldið því fram að hjúkrunarfólk eigi að mennla til rannsókn- arstarfa, t. d. félagsfræðilegs eðlis. SSN á mörg vandamál óleyst og þarf þess vegna að Framhald á bls. 24 19. J ÚNí

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.