19. júní - 19.06.1975, Page 5
Góður gcstur
Eva Kolsiad, oinn af varaformönnuin
kvrnnanofiHlar SI'
knnur í hoiinsókn 14. júní n. k.
Aðalliátíð íslenskra kvenna í tilefni alþjóðakvenna-
árs Sameinuðu þjóðanna liefst 14. júní í Háskóla-
híói í Reykjavík.
Aðalræðumaður á þeirri samkomu verður Eva
Kolstad, fyrrverandi ráðherra og núverandi for-
maður flokks vinstri manna í Noregi.
Eva Kolstad var lengi í stjóm alþjóða kvenréttinda-
sambandsins. Nú er hún einn af varaformönnum í
kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna en , þeirri nefnd
kom tillagan um alþjóðakvennaárið, sem allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðan i desem-
ber 1972.
Eva Kolstad er nú formaður framkvæmdanefndar
kvennaársins í Noregi.
Það er mikill fengur að þvi, að Eva Kolstad kemur
til Islands í tilefni kvennaársins og býður 19. júní
hana innilega velkomna.
tJr bréfi Evu Kolstad til önnu Sigurðardóttur með
heillaóskum vegna Kvennasögusafns Islands:
„Við 'héma vinnum að kvennaárinu og öðmm mál-
um. Það er mikið að gera, en skemmtilegt, jafnvel
þótt sum blöðin og einstaklingar reyni að gera þetta
allt hlægilegt fyrir okkur. Þessir heimskulegu pistlar
í blöðum sýna það, að mikil þörf er á þvi, að veitt sé
meiri fræðsla um það, hvað kvenréttindamál em og
að það þarf að halda áfram að gera eitthvað í þeim
málum hér á okkar breiddargráðu, enda þótt vanda-
málin séu miklu, miklu meiri í þróunarlöndunum.
Og konumar þar þurfa að fá að vita um samúð okk-
ar og samstöðu með þeim. Þess vegna höldum við þvi
til streitu, að árið eigi að heita alþjóðakvennaár Sam-
einuðu þjóðanna, þrátt fyrir það, að við héma hefð-
um heldur viljað, að það héti jafnstöðuár eða eitt-
hvað þvi líkt.“
Kjöroril kvriiiiaársiiis
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í fé-
lags og mannúðarmálum og aðalframkvæmdastjóri
fyrir alþjóðakvennaárið, Helvi Sipila, útskýrir kjör-
orð kvennaársins, jafnstaða - framfarir — friður, á
þessa leið: „I fyrsta lagi er miðað við jafnstöðu
kvenna og karla, í öðru lagi er að því stefnt, að kon-
urnar geti tekið fullan þátt í framfömm í öllum lönd-
um og í þriðja lagi er þess vænst, að konumar leggi
meira af mörkum til þess að efla vináttubönd þjóða
i milli og stuðla þannig að friði, jafnt ’heima fyrir,
sem í einstökum heimshlutum og í veröldinni allri.“
(Norges kvinner, mars 1975.)
Helvi Sipilá, sem sjálf hefir mikil afskipti af mál-
efnum þróunarlandanna, segist samt sem áður leggja
mesta áherslu á það, sem gert er í hverju einstöku
landi á kvennaárinu. Hún væntir þess, að í lok
kvennaársins verði gerðar framtiðaráætlanir, svo sem
fimm ár fram i tímann til að byrja með.
19. JÚNÍ
3