19. júní


19. júní - 19.06.1975, Side 6

19. júní - 19.06.1975, Side 6
F or 111 anna§ki pti Kalrín Smári raMÍir virt (•iiiliivjii Ilrlgarióttur fráfaramli formann KvcnnHlinilafúla^ fslanris Þegar nú formaður Kvenréttindafélagsins, frú Guðný Helgadóttir hefir að eigin ósk látið af störfum, þá verður manni hugsað til allra þeirra starfa sem hún af óþreytandi elju, ósérplægni og samviskusemi hef- ur unnið innan félagsins í þágu þeirra mála, sem það hefir barist fyrir. Hún hefir setið i stjórn eða varastjóm í hartnær aldarfjórðung, — tvisvar verið varaformaður og síð- an formaður síðustu fjögur árin. Auk þess hefir hún verið gjaldkeri og starfað á skrifstofu þess, — verið í blaðstjórn 19. júní og vinnur enn við Menningar- og minningarsjóð kvenna. Guðný er fædd 19. okt. 1902, að Dalatanga í Mjóa- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þor- varðardóttir og Helgi Hávarðsson, bóndi og vitavörð- ur við Dalatangavita. Hún var áttunda í röðinni af tíu systkinum, og telur það persónulegan ávinning að hafa alist upp í svo stómm systkinahópi. Guðný var í Kennaraskólanum árin 1923—5, en hafði áður verið einn vetur i kvöldskóla á Norðfirði. Ennfremur fór hún til Danmerkur og var þar við nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Þegar heim kom stundaði hún kennslu í nokkur ár við barnaskólana á Norðfirði og Seyðisfirði. Hún giftist Aðalsteini Jóhannssyni árið 1932, og eignuðust þau tvær dætur. Þau fluttu til Reykjavik- ur 1936, og fór Guðný þá fljótlega að starfa í kven- félögum. Ég spyr Guðnýju hvort áhugi hennar á félagsmál- um hafi vaknað snemma. „Eiginlega strax og ég fór að gera mér grein fyrir samskiptum manna á ýmsum sviðum, og þegar ég kom í Kennaraskólann, glæddist þessi áhugi ekki hvað síst i sambandi við málfundafélög skólans. Það gat heldur ekki hjá ])ví farið, að hin stórmerku erindi skólastjórans, séra Magnúsar Helgasonar, höfðu vekj- andi og þroskandi áhrif.“ Hvenær gekkst þú i Kvenréttindafélagið? „Það mun hafa verið um 1945, en ártalið man ég ekki nákvæmlega.“ Lét félagið þá mikið til sín taka? „Um þetta leyti var barátta Kvenréttindafélagsins farin að breytast í það horf, að frá þvi að beita sér eingöngu fyrir baráttumálum kvenna, var það einn- ig tekið að hafa afskipti af ýmsum almennum mann- réttindamálum. Þau mál, sem hafa verið aðalbaráttumál félagsins allan þann tíma sem ég hefi starfað í félaginu, eru t. d. tryggingamál, uppeldis- og skólamál, atvinnu- mál, einkanlega varðandi sömu laun og aðstöðu kvenna og karla á því sviði, auk skattamála. T. d. varðandi lögin um almannatryggingar, þá hafa margar breytingar, sem orðið hafa á þeim til bóta, komið upphaflega fram innan KvenréLtindafélagsins. Einnig hefir það komið fram með ýmsar, að ég tel, merkar tillögur í uppeldis- og skólamálum, sem að vísu hefur ekki verið nægilegur gaumur gefinn, svo sem tillagan um að kristindómsfræðslan haldi áfram gegnum allt skyldunámið. Ennfremur sú tillaga að einhverskonar félagsráðgjöf starfaði við heimavistarskólana úti á landsbyggðinni, sem fylgd- ist með persónulegum vandamálum nemenda. Til fróðleiks má nefna, að tillagan um lífeyrissjóð allra landsmanna kom fyrst fram á landsfundi Kven- 4 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.