19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 7

19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 7
réttindafélagsins. Ef þvi máli hefði þá strax verið fylgt eftir af hálfu hins opinbera, þá væru þessi líf- eyrismál ekki í öðru eins öngþveiti og þau eru í dag. I sambandi við mannréttindabaráttu Kvenréttinda- félagsins má geta þess, að það hefir einnig viljað rétta hlut karla, eins og þegar það tók upp í trygg- ingamálatillögur sínar, að ekklum væri greiddur líf- eyrir með börnum sínum á sama hátt og ekkjum. Náði þetta fyrst fram að ganga sem heimild, en er nú orðið að lögum. Það sem ég tel mest um vert í allri réttindabaráttu, eru réttindi barnsins. Börnin geta ekki sjálf rétt sinn hlut. Þótt hann kynni að vera fyrir borð borinn, þurfa aðrir að taka málin upp fyrir þeii-ra hönd. Börnin eru framtíðin, og þess vegna er það svo mikils virði að vel takist í uppeldis- og skólamálum. Jafn sjálfsagt og það verður að teljast að konur fái að njóta sinna hæfileika og menntunar, og velja sér lífsstarf í samræmi við það, þá ætti það þó aldrei að þurfa að verða á kostnað banianna, og þar á hið opinbera að koma til sögunnar. Veita heimilunum margvislega aðstöðu, eins og að vísu hefir verið gert með stofnun leikvalla, barnaheimila og öðru slíku. En hér þarf margt fleira að koma til, m. a. þarf al- menningálit og hugsunarháttur fólks að breytast í samræmi við breytta tima, eins og t. d. að það verði talið sjálfsagt að feður annist umönnun og gæslu barna sinna til jafns við mæðurnar. Svo er það iíka í rauninni réttindabarátta fyrir konur, að störf þeirra kvenna, sem eingöngu helga sig heimilinu og uppeldi bama sinna séu réttilega metin.“ IJvað vilt þú að lokum segja, þegar þú hefur ákveð- ið að draga þig í hlé og ert farin úr stjórn Kvenrétt- indafélagsins? „Ég vil fyrst og fremst segja það, að þegar ég renni augunum til baka, hefir mér fundist að störf mín i félaginu hafi yfirleitt verið bæði skemmtileg og mjög lærdómsrik. Mér finnst afar nauðsynlegt að ungar konur taki sem virkastan þátt í störfum þess, því enn eru að sjálfsögðu næg verkefni óleyst. Ég er mjög ánægð yfir því að nú er ung kona, og að ég tel dugleg og áhugasöm, Sólveig Ólafsdóttir, tekin við formennsku í félaginu, enda lagði ég á það alveg sérstaka áherslu, að hún tæki það að sér. Að siðustu óska ég hinum unga formanni og félag- inu allra heilla í starfi.“ 19. júní vill einnig óska fráfarandi formanni gæfu og gengis á ókomnum árum með þakklæti Kvenrétt- indafélagsins fyrir ómetanleg störf. «»g vi«l S«'»lv«'i”ii Olsifi!i«l4»liiir nýkjörinn f«»nnann 19. júní lék forvitni á að vita hvemig yngsta for- manni KRFl frá stofnun þess væri innanbrjósts, er liann nú hefur hafið störf i þágu þess á kvennaárinu 1975. Sólveig Ólafsdóttir er starfsmaður i fjármálaráðu- neytinu, maður hennar er Jónatan Þómrundsson, prófessor og eiga þau einn þriggja ára son, I’órmund. Hún er því ágætur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í formannsstarfið, þar sem hún er í senn húsmóðir, móðir og vinnur utan heimilis. Hún getur horft af sjónarhóli margháttaðrar lífsreynslu, jafnframt því að byggja á reynsluþekkingu fyrirrennara sinna í starfinu. Við spurðum Sólveigu hvort henni fyndist Kven- réttindafélagið enn eiga hlutverki að gegna í þjóð- félaginu, þó ýmislegt hafi áunnizt. — Jú, svo sannarlega. Mitt sjónamhð er, að þó gífurlega mikið starf hafi verið unnið í átt til jafn- réttis, þá þurfi að vaka yfir því, að lög þau, sem snerta manninn og tryggja eiga hontun fyllsta jafn- rétti á borði sem í orði, séu virt. Það þarf að fylgjast með framkvæmd laga, sem sett em i þessum tilgangi, en á því virðist oft vera misbrestur og er þar ekki einu um að kenna heldur mörgu. Oft og tíðum sinnu- leysi og þekkingarleysi þeirra aðilja sjálfra, sem hlut eiga að máli og skorti á samstöðu þeirra á milli. Enn finnst mér skorta nokkuð á, að konur viðurkenni þá staðreynd að þær em menn og þess vegna eigi þær að hafa sömu réttindi og bera sömu ábyrgð og aðrir einstaklingar í þjóðfélaginu. Munt þú reyna að hafa áhrif á þína kynslóð í þá átt, að vekja áhuga hennar á jafnréttisbaráttunni og hvetja hana til dáða? — Já, ég hefi hugsað mér að láta ekki spyrja mig nema einu sinni, hvort það séu ekki bara gamlar kerlingar í Kvenréttindafélaginu. Ungt fólk þarf sannarlega að halda vöku sinni og sjá svo um, að því verði framfylgt, sem fullorðnu konumar í félaginu, sem einu sinni voru ungar, hafa barizt fyrir. 19. JÚNX 5

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.