19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 9

19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 9
* ÞátUaka Isleiidinga ■ aðstoð við þróunarlontlin eftir Olaf Björnsson prófessor Hver er tilgangur aðstoðar við þróunarlöndin? Síðustu áratugi eða frá lokum síðari heimstyriald- ar hafa vandamál þróunarlandanna verið mjög ofar- lega á baugi á vettvangi heimsmálanna. En með þróunarlöndum verður hér átt við hinar fátæku þjóðir heimsins, þannig að efnahagslegur mælikvarði verður fyrst og fremst á það lagður, hvort tiltekið land teljist þróunarland eða ekki. Hvar í þvi efni eigi svo að draga markalínumar, er álitamál eða með öðmm orðum, hve háar þurfa rauntekjur á íbúa að vera tU. þess, að hlutaðeigandi land teljist ekki til þróunarlanda? Hér verður ekki reynt að draga neina ákveðna markalínu í því efni, en al- mennt er þó talið, að öll lönd Suður- og Mið-Ameríku, ef til vill að Venezuela og Argentínu undanskildum teljist til þróunarlanda, ennfremur öll lönd Afríku, að Suður-Afríku undantekinni, svo og öll lönd Asiu nema Japan, fsrael og að minnsta kosti hluti þeirra Asiulanda, sem tilheyra Sovétríkjunum. Miðjarðar- hafslönd Evrópu mega og teljast til þróunarlanda nema Frakkland, ftalía og ef til vill Spánn. Samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem hér hefir ver- ið notuð, eru vandamál þróunarlandanna þau sömu, sem alltaf sigla í kjölfar fátæktar, bágborin lífskjör, menntunarskortur og lélegt ástand í heilbrigðismál- um. Þessi vandmál em auðvitað ekki ný af nálinni, hvorki þar né annars staðar. En ástæðan til þess, að ekki hefur verið um neitt alþjóðlegt samstarf að ræða í þessum efnum, fyrr en eftir síðari heimstyrj- öld er sú, að flest þeirra landa, sem til þróunarlanda teljast, hafa fram að þeim tima lotið einhverju stór- veldi sem nýlendur. Þess vegna var það talið mál hvers nýlenduveldis fyrir sig að veita nýlendmn sín- um forsjá bæði í efnahagsmálum og öðmm málum. Að lokinni síðari heimstyrjöld öðluðust flestar ný- lendurnar hins vegar sjálfstæði, þar eð nýlendu- veldin komust yfirleitt að þeirri niðurstöðu, að hags- munum þeirra væri betur borgið með því að afsala sér yfirráðum yfir nýlendunum en með því að halda þeim til streitu, en það kostaði þá gjaman að halda uppi öflugum her í nýlendunum til þess að halda sjálfstæðishreyfingum þar í skefjum. öllum var þó ljóst, að hið nýfengna sjálfstæði gat út af fyrir sig ekki leyst vandamál fátæktarinnar í hinum gömlu nýlendum. Þær vom einnig vegna fátæktar sinnar ekki þess umkomnar að standa straum af kostnaði við uppbyggingu atvinnuvega sinna, þannig að bæta mætti lífskjör íbúanna. Til þess þurfti að koma fjár- hags- og tækniaðstoð eríendis frá. Þegar Sameinuðu þjóðunum var komið á fót eftir lok heimstyrjaldarinnar, varð það fljótlega talið eitt af meginverkefnum þeirra að hafa forystu um að skipuleggja aðstoð við þróunarlöndm, eins og það siðan hefur veiið nefnt. Hefir síðan verið komið á fót fjölda stofnana á vegum SÞ, og 'hafa þær annast margvísleg verkefni á þessu sviði. Sumar þessara stofnana starfa eingöngu í þágu þróunarlandanna, en aðrar, eins og Matvælastofnun SÞ og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin starfa að vísu í þágu allra þjóða, en þar sem þörfin fyrir starfsemi þessara stofnanna er meiri í þróunarlöndunum en annars staðar, hefir hún að vemlegu leyti verið í þeirra þágu. En aðeins litill hluti þeirrar aðstoðar, sem þróunar- löndunum er veitt, er á vegum SÞ. Fjárráð þeirra 19. JÚNX 7

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.