19. júní - 19.06.1975, Síða 11
er veitt er samkvæmt f járlögum til aðstoðar við þró-
unarlöndin. Stofnuninni ber ennfremur að vinna
að auknum samskiptum við þróunarlöndin til dæmis
á sviði menningarmála, vinna að kynningu á þeim
og svo framvegis. f lögunum fólst einnig sú vifja-
yfirlýsing, að stefnt skyldi að því, að framlag fslands
til aðstoðar við þróunarlöndin næði innan tíu ára
1 % af þjóðartekjum, en um það var fyrir allmörgum
árum gerð ályktun á þingi SÞ, að stefnt Skyldi að þvi
marki, þó að fáar þjóðir hafi að vísu náð því. í apríl
1971 var stjóm stofnunarinnar fyrst kosin á Alþingi.
Var hún skipuð eftirtöldum fimm mönnum: Gunnari
G. Schram, prófessor; Jóni Kjartanssyni, forstjóra;
Ölafi Bjömssyni, prófessor; Ölafi R. Einarssyni,
menntaskólakennara, og Örlygi Geirssyni, stjómar-
ráðsfulltrúa. Ölafur Björnsson var skipaður formað-
ur stjórnarinnar og hefir verið það síðan. Gunnar G.
Schram prófessor fluttist skömmu síðar af landi brott,
og kaus Alþingi þá Skúla MöBer, kennara, í hans
stað. f apríl siðastliðnum kaus Alþingi stofnuninni
stjórn að nýju, og voru þeir Jón Kjartansson, Ólafur
Björnsson og Ölafur R. Einarsson þá endurkjömir.
Gunnar G. Schram, prófessor kom nú inn í stjóm-
ina að nýju, en auk þeirra fjögurra, er taldir hafa
verið, var Pétur Einarsson, ba'jarfulltrúi i Kópavogi,
nú kjörinn i stjórnina. Fyrsta árið, sem stofnunin
starfaði, hafði hún ekki til umráða neina fjárveit-
ingu, og árið 1972 vom aðeins veittar þrjár miljónir
til starfsemi hennar. Árið 1973 gerðist ísland aðili
að samstarfi Norðurlandajpóða um aðstoð við þróun-
arlöndin, og verður nánar sagt frá þvi hér á eftir.
Vegna mjög takmarkaðra fjárveitinga frá Alþingi
liefir meginverkefni stofnunarinnar falizt í fram-
lögum til liinna norrænu verkefna og þjónustustarf-
semi í þágu þeirra. Stofnunin hefir einnig haft á
prjónunum útgáfu og kynningarstarfsemi svo og fyr-
irgreiðslu og fjárstyrki til stúdenta frá þróunarlönd-
unum, þótt hingað til hafi framkvæmdir verið litlar,
og veldur þvi einkum fjárskortur. Þó mun á þessu
vori koma út allýtarleg skýrsla um störf stofnunar-
innar með upplýsingum um bæði alþjóðlega og nor-
ræna aðstoð við þróunarlöndin. Haustið 1974 átti
stofnunin þátt í því, að íslenzk kona, frú Margrét
Einarsdóttir, sótti ráðstefnu í Osló, þar sem rædd vom
vandamál kvenna í þróunarlöndunum með þátttöku
fjölda kvenna þaðan, en að ráðstefnunni stóðu Norska
þróunarlandastofnunin og Kvenfélagasamband Nor-
egs.
Þá tók stofnunin á árunum 1972—1974 þátt í þvi
í samráði við utanríkisráðuneytið að kosta dvöl ís-
lenzkra skipstjómarmanna í Indlandi, þar sem þeir
leiðbeindu innlendum mönnum við fiskveiðar.
Norrœnt samstarf um aðstodina við þróunarlöndin.
Eins og áður getur, gerðist Island aðili að norrænu
samstarfi um aðstoðina við þróunarlöndin árið 1973.
Þetta samstarf er tviþætt. 1 fyrsta lagi hafa Norður-
löndin sameiginlega tekizt á hendur tiltekin verk-
efni, þar sem framkvæmdin hefir verið í höndum
norrænnar stjórnar með aðild þeirra ríkja, er aðstoð-
arinnar njóta. 1 öðm lagi hafa Norðurlöndin sam-
starf sín á milli, einnig hvað snertir þá aðstoð, sem
veitt er á tvihliða gmndvelli, þannig að skipzt er
á upplýsingum og skipt niður verkefnum, þótt hin
einstöku lönd, sem aðstoðina veita í þessari mynd,
kosti hana að öðm leyti. En mestur hluti þeirrar að-
stoðar, sem Norðurlöndin önnur en Island veita, er
á tvíhliða gmndvelli.
Fjárveitingar til aðstoðarinnar hafa hér á landi
verið af svo skornum skammti, að um tvíhliða aðstoð,
sem neinu munar, hefir ekki verið að ræða. Hins
vegar hefir Island átt aðild að hinum norrænu verk-
efnum siðan 1973 og hefir tekið þátt í kostnaði vil
þau samkvæmt reglum, sem Norðurlöndin hafa kom-
ið sér saman um. Þessi norrænu verkefni em þrjú,
svokölluð samvinnuverkefni í Kenyu og Tanzaníu
og landbúnaðarverkefni í Tanzaníu.
Samvinnuverkefnin felast í leiðbeiningum um
rekstur fyrirtækja með samvinnusniði. Er þar um
að ræða fyrirtæki á sviði vömdreifingar, framleiðslu,
lánastarfsemi og fleira. Allmargir ráðunautar em
starfandi í báðum löndunum og veita meðal annars
leiðbeiningar um rekstur fyrirtækjanna, reiknings-
hald og samvinnufræðslu.
Landbúnaðarverkefnið i Tanzaníu felst hins vegar
í þvi, að Norðurlöndin reka sameiginlega stofnun,
sem veitir ýmis konar fræðslu um jarðrækt og kvik-
fjárrækt og rekur auk ])ess víðtæka tilraunastarfsemi
i ýmsum greinum landbi'maðar, sem rekinn er í
Tanzaníu. Nú eru alls starfandi níu Islendingar sem
ráðunautar við þessi verkefni í þessum tveim Afríku-
rikjum, Starfa þeir allir við samvinnuverkefnin í
Kenyu og Tanzaníu. Tveir eru að störfum í Tanz-
aníu, þeir Baldur Óskarsson og Gunnar Ingvarsson.
I Kenyu em starfandi sjö ráðunautar, þeir Haukur
Þorgilsson, Jóhannes Jensson, Ólafur Ottósson, Óskar
Óskarsson, Sigfús Gunnarsson, Sigurlinni Sigur-
linnason og Steinar Höskuldsson. Ráðningartimi
ráðunautanna er yfirleitt tvö til tvö og hálft ár með
19. JÚNÍ
9