19. júní


19. júní - 19.06.1975, Síða 13

19. júní - 19.06.1975, Síða 13
umsjá Blindravinafélags íslands. Hér er þvi um stjórnarskrárbrot að ræða. Styrktar og foreldrafélag blindra og sjónskertra var stofnað 7. maí 1975. Mark- mið félagsins er að styðja og styrkja blind og sjón- skert böm og unglinga. Stuðla að fræðslu og atvinnu- málum, fylgjast með nýjungum og kynna þær. Eitt fyrsta verkefni þess verður að vinna að því, að Blindraskólinn verði gerður löggiltur ríkisskóli. Blind og sjónskert börn þurfa á sérkennslu að halda, en þegar þau hafa lært blindraletur til fullnustu og kunna að meðhöndla þau hjálpartæki sem þau þarfn- ast, þykir bezt að setja þau í bekk með sjáandi böm- um. Blindrakennarinn mun þó halda áfram að fylgj- ast með þeim og leiðbeina foreldmm og kennurum. Á gagnfræða- menntaskóla- og háskólastigi fara flest bamanna í skóla með sjáandi börnum. En jafn- vel á þessu stigi njóta unglingamir ekki neinnar sér- hjálpar frá hinu opinbera til blindraleturs, bókagerð- ar eða talbóka. Hingað til hefur Blindrafélagið og Blindravinafélag Islands hlaupið undir bagga með þeim og notað til þess það fé, sem ríkið veitir til almennrar bókagerðar. Em bækur þessar afar dýrar og fyrirferðamiklar, þar sem á móti einni meðalstórri svartletursbók koma átta stórar blindraletursbækur. En í sambandi við talbækurnar, þ. e. a. s. bækur lesnar inn á segulbönd, þá hafa nemendurnir orðið að reiða sig á hjálp ættingja og vina. Eðlilegast væri að hið opinbera sæi um þetta eins og tíðkast erlendis og að blindir og sjónskertir gætu fengið allar til- heyrandi námsbækur í byrjun hvers skólaárs eins og aðrir. Atvinnumálin reynast oft erfið og kemur þar margt til greina, t. d. fordómar, sem stafa af þekking- arskorti og einnig vantar sérmenntað fólk í vinnu- miðlun fyrir fatlað fólk almennt. Það þarf ekki að taka það fram, að flest það fólk sem verður blint eða sjónskert þarf á endurhæfingu að halda og að henni lokinni starf við sitt hæfi. I lögum um endur- hæfingu, sem samþykkt voru af Alþingi 1970, kveður svo á í 16. gr., að þeir sem notið hafa endurhæfingar skuli fá aðstoð til að finna starf við sitt hæfi, enn- fremur að þeir sem notið hafa endurhæfingar skulu að öðru jöfnu eiga forkaupsrétt til atvinnu hjá riki og bæjarfélögum. Nú eru liðin 5 ár síðan þessi lög voru samþykkt og enn vantar sérmenntað starfslið í vinnumiðlunina og ekki hefi ég orðið þess vör að hið opinbera veiti fötluðum forgangsrétt til atvinnu. En ég hefi fengist töluvert við vinnumiðlun fyrir jónskerta. Mikill misskilningur er að halda að tfl sé sérstök „blindravinna". Á hinum almenna vinnu- markaði eru ýmis störf sem þeir þykja fullkomlega samkeppnisfærir í, svo sem nudd, símavarzta o. s. frv. Væri ekki úr vegi að hið opinbera veitti þeim for- gangsrétt að þessum störfum, samanber 16. gr. end- urhæfingarlaganna. Til gamans þá ætla ég að telja upp nokkur störf sem blindir og sjónskertir vinna við: Iðnaður hverskonar, t. d. við samsetningar, bíla- viðgerðir, landbxinaðarstörf, trésmíði, bólstrun, körfu- gerð, burstagerð, píanóstillingar, nudd, sjúkraþjálfun, lögfræði, blaðamennska, kennarastörf, framköllun röntgenmynda á spítölum, vinna við rafeindaheila, símavarzla, ritarastörf, sölumennska i gegnum síma, blindraráðgjöf og almenn félagsráðgjöf. Því verður ekki neitað, að alvarleg sjónskerðing eða blinda er mikil fötlun og verður að líta það raun- hæfum augum. En sé hins vegar um enga aðra fötlun að ræða, þá getur blindur maður unnið til jafns við aðra fái hann tækifæri til þess, þ. e. a. s. tækifæri til sömu menntunar og starfs og aðrir borgarar. Sú félagslega aðstoð sem blindraráðgjafi leitast við að veita miðast við að gera hvern einstakling sem sjálfstæðastan. Til þess að svo geti orðið er mikilvægt að fjölskyldan hjálpi á skynsamlegan hátt, því oft er þetta eins mikið áfall fyrir fjölskyldu viðkomanda eins og fyrir hann sjálfan. Aðalatriðið er að hjálpa blindu og sjónskertu fólki til sjálfshjálpar. Þeir sem missa sjón ungir eða á starfsaldri þarfnast öðrum fremur endurhæfingar. Þeir þurfa að læra að nota hin ýmsu 'hjálpartæki, segulbands- og kassettutæki. Læra að nota hvíta stafinn, sem er löggilt hlindra- tákn og getur tekið nokkra mánuði að læra meðferð hans 1il hlítar. Það þarf að kynna starfsmöguleika, benda á námsleiðir, réttindi í sambandi við trygg- ingar. Beynt er að veita sem heilsteyptasta félags- lega aðstoð, þar sem hver og einn er metinn sem ein- staklingur með sinar sjálfstæðu þarfir, en ekki sem hlekkur í keðju, þar sem allir hlekkimir em með sama sniði. Að endingu, í ár em 150 ár siðan Frakkinn Louis Braille kynnti blindraletur sitt (braille). Má segja að með tilkomu blindraleturs Brailles hafi undirstað- an að menntun og sjálfstæði blindra verið lögð. Það gerir blindum mönnum kleift að stunda skólagöngu, að geta lesið og fylgst með i heimi bókmenntanna, að geta tjáð sig skriflega á blindraletri, bæði með orðum og stærðfræðitáknum og jafnvel nótum. Alla mannlega hugsun, foi-múlur og fræði er hægt að tjá með þessu 6 punkta letri. Tilkomu blindraletursins er því minnzt víða um heim með þakklæti af blindra- félögum og öllum blindum mönnum. 19. JÚNÍ 11

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.