19. júní - 19.06.1975, Síða 18
San Salvador, höfuðborg
E1 Salvador, stendur í
hlíðum San Salvador eld-
f jallsins, sem virkt hefur
verið í 160.000 ár og gaus
síðast 1917. (Ljósm. Jón
Jónsson)
sjálfir nytja. Frjálsir eru þessir menn að lögum, en
frelsi það er meira í orði en á borði. Að visu geta
þeir farið að vinna hjá öðrum kaffibónda, en þar
ráða sömu reglur og oftast aðeins verið að fara úr
öskunni í eldinn.
Almenn menntun er á afar lágu stigi, en nokkuð
skást í Guatemala og Costa Rica. Talið er, að innan
við 20% íbúa séu ólæsir í Costa Rica, en mótsvarandi
tala fyrir E1 Salvador og Nicaragua 60-70%. 1 þessu
sambandi er vert að hafa í huga, að mjög verulegur
hluti þeirra, sem taldir eru læsir og skrifandi, eru
ekki lengra komnir en það að vera stautandi og geta
párað nafnið sitt. Þarna virðist nokkur munur vera
milli kynjanna og kvenþjóðin nokkru betur sett, að
minnsta kosti varð ég þess alloft var, að maðurinn
leitaði til konu sinnar til þess að láta hana þýða
texta, sem þó sannarlega var ekki flókinn. Jafnan
var um að ræða fólk um eða innan við tvítugt.
San Salvador er liöfuð-
hurg EI Salvador. Beet-
hoven-garðurinn. Gos-
hrunnarnir eru byggðir í
minningu tónskáldsins
niikla. (Ljósm. Jón Jóns-
son)
16
19. JÚNÍ