19. júní - 19.06.1975, Side 19
Æðri menntun, sérstaklega á „humanistiska" svið-
inu, sýnist, vera í sæmilegu lagi, einkum í þeim tveim
löndum, sem síðast voru nefnd. Bókmenntaáhugi
,,yfirstéttanna“ vh-ðist talsverður, ekki síst í Nicara-
gua, enda geta þeir stært sig af að hafa átt ljóðskáld
það, Ruben Dario (F. R. Gracia Sarmiento 1867—
1916), sem snjallast var talið á spænska tungu á sín-
um tíma. Ljóst er, að áhrif hans hafa verið geysileg
og eru raunar enn.
Þess er naumast að vænta, að meðal þjóða með svo
lága almenna menntun hitti maður oft fyrir fólk,
sem veit einhver deili á landi, sem liggur uppi við
heimskautsbaug. Þess vegna kom manni óneitanlega
skemmtilega á óvart að rekast á í blaði í Nicaragua
langa og ýtarlega grein um landhelgisdeilu hreta
og islendinga, skrifaða af manni, sem heima átti í
smábæ alllangt frá höfuðborginni. Var greinin skrif-
uð af svo mikilli þekkingu á málavöxtum, að ég hygg,
að margur landinn mætti gæta sín. Fór höfundur
ómjúkum orðum um framkomu breta í þessu máli,
enda sjálfsagt verið kunnugt um strandhögg breskra
sjóra'iiingja í Mið-Ameríku fyrir tæpum þrjú hundr-
uð árum.
Geta má þess, að í landafræðikennslubókum fyrir
unglingaskóla í Costa Rica er greint frá fundi Vín-
lands og Vínlandsferðunum og því haldið fram, að
Kólumbus hafi haft spurnir af þeim. Hvað stendur
svo um Costa Rica í okkar kennslubókum?
Fólkið í þessum löndum kemur mér fyrir sjónir
sem áberandi listrænt að eðlisfari. Varia getur að
líta svo auman kofa, að ekki sé hann blómum skreytt-
ur. Að vísu eru blóm auðfengin og auðræktuð á þess-
um slóðum. Fólkið er og að jafnaði glaðlynt, góðlynt
og kurteist, og ákaflega lítið þarf til að lokka fram
bros á varir þess. Gætum við hér uppi við Dumbs-
haf lært að brosa í umferðinni, eins og þetta fólk
þó gerir þrátt fyrir allan hraðann, þá væri vel. Það
skal játað, að ýmislegt má að þessu fólki finna. Eitt
af því óviðfeldnasta í fari þess er, hvað lítið er byggj-
andi á orðum þess og erfitt er að vekja hjá því áhuga,
sem endist lengra en til orðanna. Mrituþægni er
lendska, sem erfitt er að fella sig við.
Þrátt fyrir þetta er mér ósjálfrátt hlýtt til þessa
fólks, ef til vill fremur þegar ég er ekki lengur meðal
þess, og minnist með þakklæti glaðværðar þess og
áhyggjulevsis.
JJátíJci^nnclurinn 14- jdní 1975
í ^JJáóhófábíói
Gestur fundarins og aðalræðumaður verður Eva Kolstad, fulltrúi í fastanefnd Sam-
einuðu þjóðanna um stöðu kvenna og formaður kvennaársnefndar Noregs. Sigríður
Thorlacius formaður Kvenfélagasambands fslands setur fundinn og kynnir er
Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri. Flutt verður samfelld dagskrá um vinnandi konur
á íslandi, sem starfshópur íslenskunema við Háskólann hefur tekið saman undir
stjórn Óskars Halldórssonar lektors, en Bríet Héðinsdóttir leikari stjómar flutningi.
Geirlaug Þorvaldsdóttir les ljóð eftir Drífu Viðar með tónlist eftir Jórunni Viðar,
sem höfundur flytur, og Kammermúsikklúbburinn leikur. Fundurinn er öllum opin.
19. jtjní
17