19. júní - 19.06.1975, Síða 21
fram. Það kemur inn ákvæði um barnalífeyri, sem
greiddur er öryrkjum, ellilífeyrisþegum og ekkjum.
Réttur ekkjunnar féll þó niður að þrem árum liðn-
um, ef hún gekk í hjónaband eða stofnaði til sam-
búðar. Heimilt var að greiða ekkli allt að hálfum
barnalífeyri ef fyrirsjáanlegt var að tekjur hans
Jirvkkju ekki til þess að sjá fjöJskyldunni farborða.
Þetta með rétt ekkilsins er þarna mjög sómasam-
lega orðað miðað við þann ríkjandi skilning að karl-
menn einir væru framfærendur heimila eða svo til.
Barnalífeyrir var greiddur ef barn átti ekki vinnu-
færan föður á lifi, væri barnið móðurlaust kom þó
til greina að veita föður þess nokkra hjálp, ef liann
gat ekld séð fjölskyldunni farborða. Síðar þegar kon-
ur liöfðu ruglað dálítið þessa einföldu fjölskyldu-
mynd sem löggjafinn hafði fyrir sér og vildu fá það
fram að greiða ætti bætur vegna fráfalls eða örorku
móður, vegna þess að hún væri einnig framfærandi
barnanna, lenti löggjafinn í mun lakara orðalagi.
Þannig stóð í þeirri útgáfu laganna sem samþykkt
var 1963: „Tryggingarráð getur ákveðið að greiða
ekkli allt að fullum barnalífeyri ef fráfall eiginkonu
veldur tilfinnanlegri röskun á afkomu hans.“ Það
sjónarmið að gift kona sé á framfæri eiginmanns síns
gengur eins og rauður þráður í gegnum lögin frá
1946. Þar er ákvæði um fæðingarstyrk fyrir allar
mæður og nokkra viðbót áttu þær konur að fá sem
Jögðu niður launaða vinnu, en gift kona því aðeins
að eiginmaðurinn gæti ekki séð heimilmu farborða.
Sama gilti um sjúkradagpeninga, þá fær gift: kona
því aðeins, að hún færi sönnur á að eiginmaður henn-
ar geti ekki séð henni farborða.
En konur fengu eitt mjög mikilvægt atriði inn í
lögin frá 1946. Kona sem hefur fengið meðlagsúr-
skurð með barni sínu fékk rétt til að framvísa þeim
úrskurði í Tryggingastofnuninni og fá meðlagið
greitt þar. Þetta ákvæði liefur staðið í lögunum síð-
an, Lil ómetanlegi’a hagsbóta fyrir mæður óskilget-
inna barna og fráskyldar konur.
Árið 1948 halda konur landsfund og fagna lögun-
um frá 1946. Þær vænta þess fastlega að endurskoð-
un Jaganna, sem þá liafði verið ákveðin, „hnigi fyrst
og fremst í þá átt að bæta réttindi þeirra sem minnst
mega sín.“ Og síðan l)enda þær á 10 atriði sem lag-
færa þurfi. Þar er t. d. krafa um að fjölskyldubætur
skuli greiða vegna allra barna, einnig þeirra, sem
bamalífeyrir er greiddur með, en þótt undarlegt
megi virðast voru þessi börn höfð útundan þegar
fjölskyldubótunum var úthlutað. Sennilega hefur
verið litið svo á, að tryggingarnar væru búnar að láta
nóg af hendi rakna til þeirra með greiðslu bamalíf-
eyris, en liann var eins og áður sagði, greiddur ef
faðir barns var látinn eða öryrki. Þetta vakti þá
spurningu hvort tryggingalögin litu svo á að barni
væri betur borgið fjárhgslega með barnalífeyri frá
tryggingum en því sem fullvinnandi faðir léti þvi
í té.
Landsfundurinn fór einnig fram á mæðralaun og
taldi konur sem vinna á eigin lieimilum eiga sama
rétt til sjúkrabót en aðra þjóðfélagsþegna sem vinnu
stunda.
Lögin voru endurskoðuð og þegar konur koma
saman á landsfund árið 1956 er komið inn ákvæði
um mæðralaun, sem greidd eru einstæðum mæðrum
með 2 börn eða fleiri á framfæri. Sá fundur sendi
ráðamönnum kröfur í 8 liðum og snémst margar
þeirra um hækkun bótauppliæðar, það er farið var
fram á að árlegur ellilífeyrir sé ekki lægri en 14
af tekjum Dagsbrúnarverkamanns og að hjón fái
að njóta sama ellilífeyris og tveir einstaklingar. Þess
er krafist að hjónum séu greiddir sjúkradagpeningar
eftir sömu reglu og öðrum einstaklingum og beðið
um að heimilt verði að greiða einstæðum mæðmm
mæðralaun, þótt þær hafi ekki nema eitt barn á
framfæri sínu.
Næstu árin var lítið um lagabreytingar og sam-
þykktir kvennafunda árin 1958, 1960 og 1962 vom
svipaðar þeim sem gerðar voru 1956. Með lagabreyt-
ingu árið 1963 náðist fram sú krafa að barnalífeyrir
skyldi greiða óháð því, hvort ekkja giftist aftur eða
eklci. Konur höfðu oft bent á að óréttlátt væri að fella
niður framfarrslueyri barns látins föður ef móðir
barnsins gengi i lijónaband að nýju. Þetta þótti kon-
um enn fráleitara þar sem engin slík takmörkun var
á milligöngu trygginganna vegna meðlagsgreiðslu,
sem aðrar einstæðar mæður áttu rétt á. Þetta mis-
ræmi lagaði löggjafinn reyndar eitt sinn snarlega
þegar á það var bent, með því að minnka rétt frá-
skildu konunnar niður í rétt ekkjunnar. Það rétt-
læti joótti konum ekki nógu gott en rétt og endaleg
leiðrétting fékkst 1963.
Árið 1970 er enn unnið að endurskoðun trygginga-
laga og enn senda konur AJþingi og ríkisstjórn til-
lögur sinar. Þar er fyrst rætt um það, að uppliæð
barnalífevris skuli á hverjum tíma vera helmingur
af meðalframfærslukostnaði barns og að bamalíf-
eyrir skuli greiddur til 17 ára eða 18 ára aldurs. Það
var farið fram á hækkun á sjúkradagpeningum hús-
mæðra, en upphæð þeirra var miðuð við það að
vinnuframlag fullfrískrar húsmóður væri jafn mikils
19. JTJNÍ
19