19. júní - 19.06.1975, Page 22
virði og örorkulífeyrir, sem óneitanlega er dálítið
undarleg hugmynd. Einnig var farið fram á hækkun
greiðslu sem ógift móðir á rétt á ef hún fær ekki
greidd laun, þann tíma sem hún leggur niður vinnu,
vegna barnsburðar.
Veruleg lagfæring kom siðar fram í þeirri endur-
skoðun sem lauk í apríl 1971, en eftir stóðu þó nokkur
atriði sem konum voru ógeðfelld.
Það var ekki greiddur barnalífeyrir með barni
móður sem var öryrki nema sérstaklega stæði á. Það
var engin heimild til þess að greiða lífeyri með ófeðr-
uðu barni. Ekkill fékk ekki bætur við fráfall eigin-
konu. Sjúkradagpeningar húsmæðra voru enn mið-
aðir við að afrakstur vinnu hennar væri jafn örorku-
lífeyri.
Öll þessi misréttisákvæði voru síðar þurrkuð úr
lögunum á árunum. 1972-1974.
Um bamalifeyri segir nú í lögunum: „Barnalíf-
eyrir er greiddur með börnum yngri en 17 ára ef
annað hvort foreldra er látið eða er örorkulífeyris-
þegi. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyris-
þegar skal greiddur tvöfalldur barnalífeyrir.“ Þetta
er svo eðlilegt og sjálfsagt að manni finnst næstum
ótrúlegt að það skyldi taka Alþingi aldarfjórðung að
komast að þessari niðurstöðu.
Það er nú heimilt að greiða með ófeðruðu bami
ef tryggingaráð metur þau gögn sem fram koma í
málinu fullnægjandi. Ákvæði um bætur við fráfall
maka em nú á þessa leið: Hver sem á lögheimili hér
á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára ald-
urs á rétt á bótum í sex mánuði og síðan í 12 mánuði
í viðbót, ef böm yngri en 17 ára eru á framfæri.
Einstæður faðir sem heldur heimili fyrir börn
sin á nú rétt á launum sem tilsvara mæðralaunum
og fái faðir við skilnað úrskurð um meðlagsgreiðslu
frá móður vegna bams þeirra sem hann hefur á
sínu heimili getur hann snúið sér til Tryggmgastofn-
unarinnar með þann úrskurð á sama hátt og fráskil-
in kona.
Sjúkradagpeningar eru nú takmarkaðir við ákveð-
ið hámark sem er það sama fyrir alla og dagpeningar
húsmæðra lúta ekki öðrum takmörkunum. Tekið var
tillit til mismunandi framfærsluhyrða einstaklinga
með því að hækka greiðslur vegna barna hins sjúka.
Þannig hefur verið náð fullkomnu jafnrétti karla
og kvenna i þessari mikilvægu löggjöf, en konur
munu vafalaust engu að síður halda áfram að hafa
vakandi auga á lögunum. Bótaupphæðir og fram-
kvæmd laganna skera úr um það, hvort góðar laga-
greinar veita þá stoð í lífsbaráttunni sem ætlast er til.
Það er einnig rík ástæða til þess að halda áfram að
endurskoða þessa löggjöf og nota hana í æ ríkara
mæli til þess að jafna lífskjör manna en krafan um
jöfnuð lífskjara er jafnan ofarlega á baugi á þing-
um kvenna. Mikilvægasta verkefnið sem framund-
an er hlýtur að vera, að skapa öllum þegnum sam-
bærilega réttarstöðu að starfsævinni lokinni, með
því að sameina kerfi almannatrygginga og lifeyris-
sjóða. Ég efa ekki að konur munu eiga ríkan þátt í
að koma þeirri réttarbót á.
ItáiVsl eliia aií liáli‘1 I.ol’iliúilinii
Jiann 20. o“ 21. júní 1075
Ráðstefnan hefst kl. 10. f. h. báða dagana. Stutt fram-
söguerindi um jafnréttis-, þróunar- og friðarmál
verða flutt árdegis ,en síðdegis unnið í starfshópum.
Frummælendur verða:
Aðalheiður Bjarnadóttir, Sóknarstarfsstúlka,
Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður,
Elin Aradóttir, húsmóðir í sveit,
Erla Eliasdóttir, fulltiúi,
Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri,
dr. Gunnar G. Schram, lektor,
Haraldur Ólafsson, lektor,
Katrin Friðjónsdóttir, félagsfræðingur,
Kristín Tryggvadóttir, kennari,
Ólafur Egilsson, deildarstjóri,
dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður,
Steinunn Harðardóttir, félagsfræðingur,
Steinunn Ingimundardóttir, skólastjóri,
Stella Stefánsdóttir, verkakona,
Vilborg Harðardóttir, blaðamaður.
20
19. jtjní