19. júní


19. júní - 19.06.1975, Side 24

19. júní - 19.06.1975, Side 24
Bókasafnsþjónusta við fólk í heimahúsum hófst í Cleveland Puhlic Library árið 1941. Er starfsemin þar afar víðtæk nú og bókasöfn um allan heim 'hafa tekið hana sér til fyrirmyndar. f Bandaríkjunum er þetta kallað Shut-in service. Svíar urðu fyrstir Norðurlandaþjóðanna til að koma á heimsendingum bóka. Þeir skýrðu þjónustuna Boken kommer og var hún hafin i Málmey árið 1955. Reyndar var heim- sendingaþjónusta skipulögð við Ludvika stadsbiblio- tek áður. Bókin heim Síðast liðið vor hófst þessi starfsemi við Borgarbóka- safn Reykjavíkur. Hún hlaut nafnið Bókin heim. Frá þessari deild er veitt, ókeypis þjónusta þeim, sem geta ekki sakir langvarandi vanheilsu eða fötlunar komist að heiman. Hver lánþegi er heimsóttur einu sinni fyrst til skrafs og ráðagerða. Siðan á hann kost á bókasendingu mánaðarlega. Þettta starf er tíma- frekt og hvert lán er dýrt, en þessi þjónusta er ekki síður nauðsynleg en hið venjulega útlán úr safninu. Hér er um að ræða fólk, sem oft hefur mikinn tíma og veit ekki alltaf til hvers á að verja honum. Bókin er ekki vinur allra, en þeir sem geta lesið, eiga þar vísa mikla og gagnlega dægrastyttingu. Af reynslu minni af þessu starfi í Svíþjóð, veit ég, að mörgum er þessi litla heimsókn mikils virði, þótt stutt sé, og vitneskj- an um, að alltaf er hægt að hringja eða skrifa. Þann tima, sem ég hef unnið hér heima, hef ég orðið vör við sömu tilhlökkun svo ég tali ekki um þakklætið, sem streymir á móti okkur, sem við þetta vinnum. Það er fötluðu fólki mikils virði að geta hjálpað sér sjálft. Það er margt, sem þarf að biðja ættingja og vini að hjálpa sér með og þeir hafa oftast nauman tima. Ég vil einnig minna á það, úr hve miklu og margs konar efni er að velja. f sendingunni kennir margra grasa. Þama em auk skáldsögunnar, reif- arans og sakamálasögunnar, ljóð, heimspeki, bækur um trúarleg efni, kennslubækur í tungumálum, bæk- ur um tómstundaiðju, handavinnu og jafnvel mat- reiðslu. Þar má líta ættfræði, sagnfræði, listasögu og svo má lengi telja. Að sjálfsögðu fer valið fram í samræmi við óskir lánþegans. Ánægjan og gagnið verður því meiri af lestrinum, sem sambandið milli bókasafnsfræðings og lánþega er betra. Síminn kem- ur að góðu gagni við pantanir, en þeir sem vilja, skrifa bréf. Allur bókakostur safnsins stendur þess- um lánþegum til boða á sama hátt og öðmm gestum stofnunarinnar. Eina undantekningin era bækur, sem ekki eru til útláns, heldur eru aðeins til sem geymslueintök á lestrarsal. þá má taka Ijósrit af þvi efni, sem óskað er eftir. Talbækur Hvað er talbók? Orðið talbók eða hljóðbók er notað yfir segulband, sem bók hefur verið lesin inn á og kemur það að góðu gagni fyrir blinda og sjóndapra. Er ég hóf starf við Borgarbókasafnið var borgarbókavörður Eirikur Hreinn Finnbogason búinn að koma upp nokkra safni talbóka. Ríkisútvarpið hefur látið okkur eftir mikið af lestri og þaðan fáum við stöðugt nýjar bæk- ur. Upptökuherbergi eru í smíðum í húsi Blindra- félagsins við Hamrahlíð 17. Verða þau búin góðum tækjum og frá þeim gengið að öllu leyti á fullkomn- asta hátt. Blindrafélagið hefur boðið okkur þessi her- bergi til afnota og er það mikið tilhlökkunarefni að byrja þar innlestur. Það verður að öllu forfallalausu nú í sumar. Vinnustofan verður einnig búin „fjölspól- unartækjum“. Með þeim má ná mun meiri hraða við framleiðslu talbókanna, en hægt er nú með þeim tækjum, sem til eru. Meðal nágrannaþjóða okkar er flest bókasafnsfólk sammála um, að kassettuspólur séu það, sem hentugast reynist við talbókagerð. Það er eflaust rétt, þar sem hinar svo kölluðu „compact cassetter' eru auðveldari í meðförum en stórar spól- ur. Eins og flestum er kunnugt, er kassettan lokuð og þarf því aðeins að taka plastkassann og stinga honum niður í til þess gert hólf í segulbandstækinu. Það er oft mikið þolinmæðisverk að kenna öldruð- um og blindum að nota segulbandstæki og því er sjálfsagt að velja einfalda gerð af tæki. Mestur hluti bóka okkar er á venjulegum bönd- um, svokölluðum Masterspólum, en við höfum haf- ist handa að flytja efnið yfir á kassettur. Reglan er að alltaf er lesið inn í breiðu böndin. Eitt eintak er gert að geymslueintaki enda verður að vera til eintak, sem spóla megi af, ef skemmdir verða á bönd- um eða þau týnast. Á þessum vettvangi vantar miklu meira efni. Er við hugsum um það, hve miklu við höfum úr að velja er samanburðurinn erfiður. Bækur, tímarit og dagblöð standa okkur til boða. tJrvalið er slíkt, að við komumst aldrei yfir að lesa nema lítinn hluta þess. Talhókasafnið verður að vera það stórt, að hver lánþegi finni þar eitthvað við sitt hæfi, en þurfi ekki að lesa af handahófi út úr neyð. Lausnin er fundin hvað varðar bækurnar, þeim þarf aðeins að 22 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.