19. júní - 19.06.1975, Page 25
fjö]ga að xnun. Aftur á móti vantar eitthvað, sem
gæti komið örlítið í stað timarita og dagblaða. Æski-
legt væri að lesa inn efni, sem kæmi með vissu milli-
bili og fólk gæti orðið áskrifendur að. Mætti það
vera blandað efni. Það nýjasta, sem skeð hefur mn-
fram það, sem sagt er frá í útvarpsfréttum ásamt
tímaritagreinum.
Utan um hverja bók er kassi og henni fylgir bóka-
kort. Á kassann er ritað nafn liöfundar, titill bók-
arinnar og aðfanganúmer. Spólan sjálf er einnig
merkt. Merking er bæði á svartletri og blindraletri.
Hver bók tekur margar spólur og eru þær því núm-
eraðar. 1 framtíðinni verða notuð titilnúmer til að
auðvelda afgreiðslu i síma.
Eitt er það, sem blindur maður fer alveg á mis við,
er um bækur og blöð er að ræða. Það er að koma í
safnið. Ganga þar um, fletta bókum og blöðum; gleðj-
ast yfir gnægðinni. Það getum við — það getur hann
ekki.
Hvað getum við gefið honum í staðinn?
Það, sem kemur að nokkru ley ti í staðinn er munn-
leg upplýsingaþjónusta um það, sem á boðstólum er.
Þá er mikilvægt, að sá, sem upplýsingar gefur hafi
góða bókmenntaþekkingu og að viðmótið sé hlýtt og
rólegt.
Blindrafélagið og Blindravinafélag Islands eiga
bæði talbækur, sem blindir eiga kost á að fá að láni.
Fólk, sem farið er að missa sjón, hefur aftur á móti
oft gleymst alveg. Það er ekki aðeins blint fólk, sem
þarf talbókina. Menn með skerta sjón þurfa mikið
á henni að halda svo og sjúklingar, sem geta eldd
lesið venjulegt letur um lengri eða skemmri tíma.
Segulbandstæki verða því að vera til á hverju sjúkra-
húsi. Hvað varðar lánþega, sem búa í heimahúsum
er vandamál, hve fáir þeirra eiga tæki. Bókaverðir
sjúkrahúsanna ráða því, hvort þeir afgreiða talbæk-
umar sjálfir og hjálpa til með tækin eða biðja okkur
að heimsækja sjúklinginn.
Miðvikudagur er bókadagur á Hrafnistu
Bókm heim, hin ársgamla deild innan Borgarbóka-
safns Reykjavíkur sér um bókaþjónustu á Hrafnistu
og í húsi Sjálfsbjargar við Hátún 12. Á Hrafnistu
er bókasafn á staðnum. Við komum með þær bækur,
sem þar eru ekki til, svo sem nýútkomnu bækumar,
og lánað er út úr báðum söfnunum einu sinni í viku.
Fyrir hádegið er safnið opið og allir velkomnir. Eft-
ir hádegið er farið um húsið með bókavagn. Farið
er inn í sjúkradeild, hjúkrunardeild og til þeirra,
sem geta ekki komið niður í safnið eða geta ekki bor-
ið bækumar.
I Vinnu- og dvalarheimili Sjá'lfsbjargar Hátúni 12
er ætlunin að koma upp eigin bókasafni. Þar til það
kemst í gagnið sjáum við íbúum hússins fyrir les-
efni. Stúlka, sem þarna vinnur við skrifstofustörf
og simavörslu, lánar út bækurnar.
Markvisst þarf að vinna að því að auðvelda fötl-
uðu fólki að komast leiðar sinnar hjálparlaust. Þetta
verða arkitektar að hafa í huga við teikningu húsa,
einkum þeirra húsa, sem byggð em fyrir almenning.
Borgin er full af húsum, sem ýmist em lyftulaus
eða með svo litlum lyftum, að inn í þær kemst ekki
hjólastóll. Þetta er skiljanlegt og afsakanlegt, þegar
um gömul hús er að ræða, en bví miður liggja nú
í dag á borðum arkitekta teikningar að húsum, senj
bráðlega munu rísa og þar sem þetta er ekki sem
skyldi. Má þar nefna sem dæmi, að stundum verður
fatlaður maður að fara aðra leið en aðrir gestir, því
lyftan er aðeins ætluð starfsfólki. Til em hús, sem
byggð eru aðeins á einni hæð (jarðhæð) og ætti þvi
að vera leikur einn að ganga svo frá, að renna mætti
inn hjólastól, en þá er eitt eða tvö þrep næg hindmn.
Það er gleðilegt, að nú má líta á nokkmm stöðum
skábretti, sem bæta úr þessum mistökum. Það, sem
19. JIJNÍ
23