19. júní - 19.06.1975, Side 26
keppa þarf að, er að fatlaður maður geti farið sömu
leið og við hin. Erfiðleikar þessa fólks eru nógu mikl-
ir, þótt við þá sé ekki bætt. með hugsunarleysi þeirra,
sem móta umhverfi okkar.
Markmiðið á að vera að bægja frá óþarfa hindrun-
um, svo menn komist leiðar sinnar og fái notið eins
mikils og þeir vilja og geta í þjóðfélaginu, bæði varð-
andi menningar- og listastofnanir og félagslif.
Um greinarhöfund
Að loknu stúdentsprófi frá MR vorið 1965 hóf Elfa Björk
Gunnarsdóttir nám \dð Stockholms universitet. Las hún þar
„merkantil-tekniska" ensku, enskar bókmenntir og bókmennta-
sögu. Lauk hún prófi í þessum greinum. 1 tvö ár vann Elfa
Björk við Stockholm stadsbibliotek. Fyrst við bókaútlán, en
síðar fékk hún tækifæri til að aðstoða bókasafnsfræðing við
nppbyggingu nýrrar deildar innan stofnunarinnar. Það var
LSnecentralen för mellersta Sverige. Við þetta jókst áhugi
hennar á bókasafnsfræði og sótti lu'm um inngöngu í Stock-
holms stadsbiblioteks biblioteksskola. Aðeins 6% umsækjenda
hlutu inngöngu i skólann. Námið tók þrjú ár. Bóklega náminu
fylgdi starfsreynsla mestan hluta timans. Gafst henni þá tæki-
færi til að vinna i fagsölum aðalsafnsins; við ýmis sjúkrahús
s. s. Röda korsets sjukhus þar sem hún sá um bókasafnið;
á Sirius frístundaheimili fyrir aldraða og fatlað fólk og á vist-
heimili fyrir drykkjumenn og eiturlyfjaneytendur. — f árs-
lok 1973 útskrifaðist Elfa Björk sem bókasafnsfræðingur. Hún
flutti heim til Reykjavíkur s. 1. vor til að koma á fót þeirri
nýju þjónustu við Borgarbókasafn Reykjavíkur, er frá er sagt
í greininni.
Forseti NorSurlandiiráSs
Á fundi Norðurlandaráðs í febrúar 1975, var Ragnheildur
Helgadóttir al])ingismaður, kosin forseti Norðurlandaráðs. Hún
er fyrsta konan, sem kosin er forseti ráðsins, en frá 1974 hefur
hún átt sæti í forsætisnefnd ráðsins. KRFÍ óskar henni allra
heilla í starf hennar.
Siiguleg staða kvcnna ú Norðurlöndum
Ákveðið hefur verið að koma upp farandsýningu, um sögulega
stöðu kvenna á Norðurlöndum, að uppástungu Ragnhildar
Helgadóttur í Norðurlandaráði.
Listsýning kvenna
I lilefni ársins var listsýning kvenna haldi í Norræna húsinu
í byrjun marsmánaðar. Fékk sýningin góða dóma og þótti ótrú-
lega margþætt. Að sýningunni stóðu: Menningar- og friðarsam-
tök kvenna, Félag islenskra myndlistarmanna og Norræna
húsið.
Stofnskrá Kvennasögusafns Islands
f dag, 1. janúar 1975, á fyrsta degi alþjóðakvennarás Samein-
uðu þjóðanna, stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu
íslenskra kvenna, sem ber heilið:
Kvennasögusafn íslands
Hornsteinn safnsins er Æviminningabók Menningar- og minn-
ingasjóðs kvenna. Stofn safnsins er að öðru leyti bækur. hand-
rit og önnur gögn, sem Anna Sigurðardóttir gefur safninu á
stofndegi.
Kvennasögusafn íslands á sér hliðstæðu í nágrannalöndun-
um, og er tilgangurinn samur, sá að stuðla að þvi að rannsaka
sögu kvenna.
Markmið Kvennasögusafns íslands er:
1) að safna og varðveita
a. hverskonar prentað mál um konur að fornu og nýju
og um þau málefni, sem konur varðar sérstaklega, svo
sem lög og framkvæmd þeirra og siðvenjur ýmis konar,
b. bækur og rit eftir konur, án tillits til efnis,
c. óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl
þeirra (ellegar afrit eða 1 jósrit af þeim) og aðra vitn-
eskju um lif íslenskra kvenna og störf þeirra á ýmsum
sviðum þjóðlífsins,
d. fundargerðir, starfsskýrslur og skjöl kvenfélaga, ann-
arra samtaka kvenna og blandaðra félaga, þeirra sem
ekki eiga vísa örugga framtíðarvarðveislu annars stað-
ar, t. d. í héraðsskjalasafni,
c. listaverk kvenna og ýmsa muni og verkfæri við vinnu
plötur og því um likt frá störfum, áhugamálum og bar-
áttumálum kvenna,
f. erlend rit, sem gildi hafa fyrir sögu kvenna,
2) að gera skrár yfir
a. allt sem safnið eignast,
b. ýmsar heimildir til sögu islenskra kvenna, sem eru að
finna annars staðar, en safnið á ekki sjálft,
c. listaverk kvenna og ýmsa muni, verkfæri við vinnu
kvenna, sem eru í islenskum og erlendum söfnum eða
annars staðar,
d. nöfn þeirra manna, sem gefa safninu bækur, handrit,
bréf og önnur gögn, eða benda á mikilvægar heimildir,
3) að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna eða
um einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla
heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna,
4) að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar heimild-
um, sem gildi kynnu að hafa,
5) að gefa út fræðslurit og heimildaskrár, þegar ástæða
þykir til og fjárhagur leyfir,
6) að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn, einkum og
sér i lagi á Norðurlöndum.
7) Skráning og flokkun efnis fer eftir svipuðum reglum og
notaðar eru í kvennasögusöfnum á Norðurlöndum.
8) Kvennasögusafn Islands er sjálfseignarstofnun þar til öðru
vísi verður ákveðið.
Anna SigurSardóítir
Else Mia Einarsdóttir
Svanlaug Baldursdóttir
24
19. jtjni