19. júní - 19.06.1975, Síða 27
Skattamál
hjóna
Ritstjórn 19. júní fór þess á leit, að ég gerði nokkra
grein fyrir því hvers vegna sú breyting var gerð á
skattalögunum 1958, að heimilað var að draga 50%
frá tekjum giftrar konu áður en skattur væri á þær
lagður samkvæmt sameiginlegu framtali hjóna. En
yfir þessum „skattfríðindum" sjá nú margir ofsjón-
um.
Á striðsárunum svokölluðu (1939—1945) fór það
mjög í vöxt, að giftar konur hefðu launuð störf utan
heimilis, en fyrir þann tíma var það næsta sjald-
gæft. 1 þágildandi skattalögum var gert ráð fyrir að
tekjuöflun heimila væri á einni hendi og eiginmað-
ur einn framfærandi. Enda var lengi vel á skatta-
framtölum prentuð þessi „smekklega“ klausa: „Á
síðasta ári voru á framfæri mínu kona og . . . böm.“
En með fullri virðingu fyrir vinnu heimakonu á nú-
tíma heimili má hiklaust telja að vinna konu á heim-
ili á þeim árum, sem þetta orðalag tíðkaðist, var mun
meiri og erfiðari en nú gerist. En þar sem konan,
sem „breytti ull í fat og mjólk í mat“ var talin á
framfæri eins og ómagi, sem væri ekki einu sinni
matvinnungur var ekki von að höfundar laga teldu
vinnu þessara kvenna nokkurs virði, enda hefur hún
alltaf verið skattfrjáls.. Þegar búskaparhættir fóm
að breytast á þann veg, að hægt var að kaupa full-
unna vöru í fjöldaframleiðslu, sem áður var unnin
heima og í stað heimavinnu fóru konur að stunda
launuð störf til að standa straum af auknum tilkostn-
aði voru heimilin strax svipt þeim hefðbundnu fríð-
indum að heils dags vinna á heimili væri skattfrjáls.
Hver eyrir, sem gift kona aflaði var miskunnarlaust
lagður við tekjur eiginmanns og skattar hjóna gátu
af þeim sökum orðið lítt bærilegir, þar sem skatt-
stigi var allbrattur á þeim árum (5-30%) og ekkert
tillit tekið til þess að konan, sem vann utan heimilis
þurfti oft vendegu til að kosta.
Þessu undu menn að vonum illa og báru sig saman
við tvo einstaklinga, sem báru mun minni skatta-
bjo-ðar þó samanlagðar tekjur væru jafnmiklar. Og
fljótt var farið að hafa orð á þvi, að ekki væri heið-
arlegt af löggjafanum að skattleggja það sérlega að
heita hjón á opinberum skjölum. Kom jafnvel til
tals að stofna til hjónaskilnaða í stórum stíl til þess
að mótmæla ósómanum. Þeir sem hugðu á hjúskap
hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir sættu sig við
þann aukakostnað í skattgreiðslu, sem af hjónavigslu
hlaust, og samhýlisfólki fjölgaði ört.
Ymis félagasamtök létu mál þessi til sín taka og
bar þar mest á KRFÍ. Á öllum landsfundum og full-
trúaráðsfundum félagsins voru skattamálin tekin til
umræðu. Ályktanir og áskoranir voru sendar ráða-
mönnum þjóðarinnar og málið kynnt í fjölmiðlum,
bæði með blaðagreinum og útvarpserindum.
Auðvitað voru skattalög sem þessi verulegur hemill
á það að konur, sem þegar voru giftar, tækju að sér
launuð störf. Ég spurði til dæmis þáverandi fonnann
Hjúkrunarfélagsins, Sigríði Eiríksdóttur, að því hvers
vegna svo margar menntaðar hjúkrunarkonur væru
ekki að starfi þó farið væri að hera á skorti í stétt-
inni. Hún svaraði því, að þær væru svo „vel“ giftar,
þ. e. giftar svo tekjuháum mömium að það borgaði
sig ekki fyrir þær að vinna launuð störf. Skatturinn
hirti það mikið af tekjunum að varla væri eftir nema
fyrir heinum kostnaði. En þess var þá þegar farið að
gæta, að fólk vantaði til vinnu hæði i heilbrigðisþjón-
19. .TÚNÍ
25