19. júní - 19.06.1975, Page 29
yrði tekjuskattur beggja hjónanna 812 þúsund, en
í síðara dæminu 1375 þúsund.
En allt getur breyst. Menn, sem hafa laun á borð
við ráðherra geta misst sínar ágætu konur annað
hvort við andlát eða skilnað. Þá snúast dæmin við.
Sá sem átti elsku konuna sína heima til að hlynna
að honum og heimili hans er nú talinn hafa hagnast
það mikið fjárhagslega við það að hún hvarf úr lífi
hans að hann á að geta greitt 1029 þúsund krónur
i skatt eða 268 þúsundum meira en meðan hún var
og hét. HeimiliS hefur skattalega séð ekki misst nein-
ar tekjur, og nú er ekki deilt lengur með tveimur.
Hinn fer öllu betur út úr dæminu fjárhagslega. Hann
ætti nú að borga 1029 þúsund í skatt eða 346 þús-
und krónum minna en áður. í síðara dæminu er
staðreynd að heimilið hefur misst tekjur, en í þvi
fyrra er engu líkara en að af því hafi horfið þung-
bær ómagi. Er hægt að ganga öllu lengra í að van-
meta störf heimakonu en þetta?
Að lokum óska ég öllum konum langra lífdaga
í hjónabandi og vona að þeir, sem lög smíða þurfi
ekki að reyna það, að þessi skattaeldur brenni á þeim
sjálfum áður en þeir sannfærast um að aðrar leiðir
eru réttlátari í skattamálum en að helminga tekjur
giftra manna.
Fært í letur um sumarmál 1975.
Valborg Bentsdóttir
Kynþáttavaiidamál eru því sem
næst óþekkt {yrirbrigði
eftir Þorvalil (>mTinuiiilss»n, skipstjóra
Það var haustið 1967, að þeim, sem þetta ritar, barst
tilboð frá Matvæla- og lanbimaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) um að starfa við tilraunafiskveiðar
og þjálfun í notkun nýtízku fiskleitartækja í Argent-
ínu. 1 upphafi var gert ráð fyrir tveggja ára samn-
ingi með möguleika á framlengingu að þeim táma
loknum. Er þetta gerðist, var ég skipstjóri á ms. Höfr-
ungi II frá Akranesi og hafði verið skipstjóri á skip-
um Haraldar Böðvarssonar & Co um sjö ára skeið.
Áttum við hjónin þrjá syni á öðru, fjórða og sjötta
ári. Við ákváðum að taka tilboðinu og í nóvember
1968 flugum við öll saman til Argentínu, en ég hafði
þá dvalizt þrjá mánuði í Noregi við eftirlit með smíði
skips, er ég skyldi nota við starf mitt, er suður kæmi.
Dvöl okkar i Argentinu varð lengri en við gerðum
ráð fyrir, hátt á sjötta ár.
Frá Keflavík var flogið til Kaupmannahafnar og
þaðan tekin vél, er flaug til Buenos Aires með sjö
millilendingum. Slíkt skyldi enginn gera, þvi að
ferðin sóttist seint og svefnfriður var lítill, þar sem
farþegar urðu að fara úr vélinni á hverjmn velli.
Átta tima töf varð í Sao Paolo í Brasilíu vegna vélar-
bilunar, síðasta hálftímann fyrir lendingu i Buenos
Aires var flogið i gegnum mikið þrumuveður. Þessi
stóra flugvél hoppaði og hristist, svo að allt lauslegt
hrundi úr farangursgrindunum fyrir ofan sætin og
farþegar veinuðu af hræðslu, en eldingar klufu loftið
og sýndust nærri. Það var heldur þreyttur og fram-
lágur hópur, er steig út eftir 30 tíma ferðalag frá
Höfn. Starfsmaður FAO tók á móti okkur á flugvell-
inum og kom okkur á hótel, þar sem hvílzt var eftir
erfiða ferð.
Morguninn eftir var heilsað upp á yfirmann þró-
unarhjálpar SÞ i Argentínu og fiskimálastjóra lands-
ins, en síðan ekið 400 km leið út að Atlandshafs-
ströndinni til Mar del Plata, borgarinnar, er verða
skyldi heimkynni okkar næstu árin. Þetta er um
330 þúsund manna borg mestan hluta ársins, en á
sumrin, desember til marz, þegar flykkist þangað fólk
innan úr landi til að njóta sjávar og sólar, kemst
mannfjöldinn allt upp í milljón. Borgin er mjög
snyrtileg, að mestu leyti einbýlishiis, nema kjarni há-
19. JÚNÍ
27