19. júní - 19.06.1975, Síða 31
Einn kunningi minn ótti lítinn Citroen með blæju,
á henni voru yfir 20 göt eftir élið. Ég setti eitt haglið
á vog að gamni mínu, það vó rúm 200 grömm.
Fiskveiðar Argentinumanna fara að mestu leyti
fram frá Mar del Plata, og þar hafa þeir byggt upp
hraðfrystiiðnað sinn. Flotanum má skipta í þrjá
flokka. Opnir bátar eru um 200, þeir veiða ansjósur
og markril að vor- og sumarlagi, en standa uppi á
vetrum. Allir eru þessir hátar gamlir og fer fækkandi
frá ári til árs. Dekkbátar undir 100 tonnum eru um
það bil 100 og fer f jölgandi, þeir veiða ansjósur, mar-
kríl og bonito, sem er lítill túnfiskur, í nætur á sumr-
in, en stunda togveiðar fyrir ýmsar fisktegundir á
vetrum. Þessir tveir flokkar sjá fyrir freðfiskneyzlu
landsmanna, einnig sjá þeir blómlegum niðursuðu-
iðnaði fyrir hráefni. Þriðji flokkurinn er svo togskip
allt að 700 tonn að stærð. Á árunum 1971-74 voru
keypt nær 100 skip frá Evrópu, mest notaðir síðu-
togarar, 250-700 tonn, og á sama tíma voru reist
hraðfrystihús til að vinna afla ])eirra til útflutn-
ings. Mest veiða þeir af fiski þeim, er á spönsku
nefnist merluza, en mun heita lýsingur á íslenzku
og er 'hann í svipuðum verðflokki og ufsi. Þessi skip
moka upp fiski, því að miðin við strönd Argentínu
hafa að mestu verið ónotuð og fiskgengd er mikil.
Algengast er að fá 20 til 30 tonn á dag, er þó ekki
togað á nóttunni, því að fiskurinn dreifist upp í sjó.
Aflinn er ísaður í kassa, en er ekki slægður, og þætti
ekki góð meðferð á voru landi. Voru karlar með öllu
ófáanlegir til að fara innan í og sögðu það tafsamt.
Verðfallið á fiskblokk hefur orðið Argentínumönnum
þungt í skauti ekki siður en okkur, og hef ég frétt, að
stór hluti flotans liggi nú bundinn vegna fjárhags-
erfiðleika.
Landbúnaður er geysimikill í Argentinu, enda
landið víðlent, en þó hvergi nærri fullnýtt vegna
mannfæðar í sveitum og annarra orsaka. 1970 voru
nautgripir taldir vera um 60 milljónir, en markaður
fyrir kjötið erlendis er háður miklum sveiflum, hef-
ur EBE nú lokað fyrir innflutning, og veldur það
að sjálfsögðu miklum erfiðleikum. Komrækt er mikil,
og ber þar hæst maís og hveiti. Náttúruauðæfi ýmiss
konar eru fyrir hendi í ríkum mæli, en hafa ekki
verið nýtt sem skyldi, og má þar um kenna óstöðug-
leika stjórnmálanna. Olía er allviða í jörðu, og er
landið sjálfu sér nógt að mestu leyti, kolanámur eru
í Patagoníu, svo og heil fjöll af jámgrýti, sem lítið
er farið að vinna. Nokkrar stórár hafa verið virkjað-
ar, en margar bíða á sama tíma og rafmagnsskortur
stendur mjög fyrir þróun iðnaðar. Ein kjamorkuafl-
stöð er í smíðum og önnur í undirbúningi, álverk-
smiðja á stærð við Straumsvík tekur til starfa á þessu
■» «a« <• »
Mar del Plata. Ba'ðströnd-
in, sem Hotcl Provincial
og spilavítiS eru viS í Mar
del Plata.
19. JÚNÍ
29